Kaupþingsmenn: Höfðu ekki efni á lystisnekkju SB skrifar 12. apríl 2010 18:21 Hreiðar Már og Sigurður Einarsson á góðri stund. Fjárhagsvandræði hrjáðu Kaupþingsmenn í febrúar 2008. Til að bæta stöðu sína varpar Magnús Guðmundsson fram þeirri hugmynd í tölvupósti að leigja út lystisnekkju þeirra til þriðja aðila. Pósturinn birtist í rannsóknarskýrslunni. Tölvupósturinn er dagsettur 17 febrúar og eru viðtakendurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, Hreiðar Már Sigurðsson, Steingrímur Kárason, Ármann Þorvaldsson og Sigurður Einarsson. „Það þarf að gera fleirra en það sem gott þykir, og nú er komið að því að skrifa smá um Mariu, að því að ég hef svo lítið að gera, þá virðist sem þetta hafi endað mínum herðum :-) dallurinn verður laus úr slipp um miðjan April, og getur farið hvert sem er í miðjarðarhafinu og Adriarhafinu. Grísku eyjarnar, austurströnd Italíu, vesturströnd Króatíu væru perfect á þessum tíma, Ég hef fengið fyrirspurnir útí dallinn frá Edminston, Armani og í gegnum Richard sem sér um hann. Ég hef ákveðið að leigja hann út (nema þið óskið eftir öðru) á eur 200.000 nettó til okkar á viku til aðila utan hópsins. Mín hugmynd er að leigja hann út í ca 6-8 vikur sem myndi hjálpa til með rekstrarkostnað sem er 2,7 milljónir. Ef þið viljið taka frá vikur í sumar þá þarf ég að blokkera það frá leigunni og við þurfum að ákveða hver kostnaðurinn eigi að vera við það, ég legg til 75 til 125k á viku, tvær vikur á mann og þá er „hagnaður" af rekstrinum eftir fjarmagnskostnað. En við tökum allir á besta tíma þá fáum við væntanleg ekki góða leigu frá 3 aðila." Magnús varpar fram verðhugmyndum og endar á að stinga upp á því að staðan verði aftur tekin í haust. "... ef við erum ríkir við getum haldið áfram, ef við erum enn fátækir seljum við dallinn. Eftir breytingar þá reiknast mér til að snekkjan standi í eur 25 m með fjármagnskostnaði frá því í sumar og stendur hún meira en vel undir því verði þar sem eftirspurn er enn mjög mikil." Magnús hefur þó áhyggjur af umtali fólks. "Mér líður best persónuleg og vinnulega með að segja að við leigjum dallinn en eigum hann ekki, enda kemur engum það við, en þið vitið hvað fólk talar mikið [...]" Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Fjárhagsvandræði hrjáðu Kaupþingsmenn í febrúar 2008. Til að bæta stöðu sína varpar Magnús Guðmundsson fram þeirri hugmynd í tölvupósti að leigja út lystisnekkju þeirra til þriðja aðila. Pósturinn birtist í rannsóknarskýrslunni. Tölvupósturinn er dagsettur 17 febrúar og eru viðtakendurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, Hreiðar Már Sigurðsson, Steingrímur Kárason, Ármann Þorvaldsson og Sigurður Einarsson. „Það þarf að gera fleirra en það sem gott þykir, og nú er komið að því að skrifa smá um Mariu, að því að ég hef svo lítið að gera, þá virðist sem þetta hafi endað mínum herðum :-) dallurinn verður laus úr slipp um miðjan April, og getur farið hvert sem er í miðjarðarhafinu og Adriarhafinu. Grísku eyjarnar, austurströnd Italíu, vesturströnd Króatíu væru perfect á þessum tíma, Ég hef fengið fyrirspurnir útí dallinn frá Edminston, Armani og í gegnum Richard sem sér um hann. Ég hef ákveðið að leigja hann út (nema þið óskið eftir öðru) á eur 200.000 nettó til okkar á viku til aðila utan hópsins. Mín hugmynd er að leigja hann út í ca 6-8 vikur sem myndi hjálpa til með rekstrarkostnað sem er 2,7 milljónir. Ef þið viljið taka frá vikur í sumar þá þarf ég að blokkera það frá leigunni og við þurfum að ákveða hver kostnaðurinn eigi að vera við það, ég legg til 75 til 125k á viku, tvær vikur á mann og þá er „hagnaður" af rekstrinum eftir fjarmagnskostnað. En við tökum allir á besta tíma þá fáum við væntanleg ekki góða leigu frá 3 aðila." Magnús varpar fram verðhugmyndum og endar á að stinga upp á því að staðan verði aftur tekin í haust. "... ef við erum ríkir við getum haldið áfram, ef við erum enn fátækir seljum við dallinn. Eftir breytingar þá reiknast mér til að snekkjan standi í eur 25 m með fjármagnskostnaði frá því í sumar og stendur hún meira en vel undir því verði þar sem eftirspurn er enn mjög mikil." Magnús hefur þó áhyggjur af umtali fólks. "Mér líður best persónuleg og vinnulega með að segja að við leigjum dallinn en eigum hann ekki, enda kemur engum það við, en þið vitið hvað fólk talar mikið [...]"
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira