Viðskipti erlent

Leynd létt hjá IKEA, hagnaðurinn í fyrra 390 milljarðar

Hagnaður sænska húsgagnarisans IKEA á síðasta ári nam 2,5 milljörðum evra eða rétt tæpum 390 milljörðum kr. eftir skatta. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1943 sem IKEA gefur út opinberlega tölur um afkomu sína.

Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no er haft eftir Mikael Ohlsson forstjóra IKEA að upplýsingar um afkomuna séu nú gefnar vegna aukinna krafna um gegnsæi frá bæði starfsmönnum og birgjum.

Hagnaðurinn í fyrra er um 11,3% meiri en árið áður.

Framtíðin er björt hjá IKEA því að félagið reiknar með að í ár muni velta þess aukast um 7,7% frá því í fyrra. Þetta þýðir að IKEA vörur muni seljast fyrir 23,1 milljarð evra, eða yfir 3.500 milljarða kr. á heimsvísu.

Í ár er Evrópa langstærsti markaður IKEA og stendur á bakvið 79% af sölunni. Hlutur Norður-Ameríku er 15% og hlutur Asíu 16%.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×