Viðskipti erlent

Hagnaður JP Morgan Chase langt umfram spár

Hagnaður JP Morgan Chase, næststærsta banka Bandaríkjanna, á öðrum ársfjórðungi ársins var langt umfram spár sérfræðinga.

Hagnaðurinn á tímabilinu nam rétt tæpum 4,8 milljörðum dollara eða um 590 milljörðum kr. Til samanburðar nam hagnaðurinn 2,7 milljörðum dollara á sama tímabili í fyrra.

Þessi hagnaður samsvarar 1,09 dollara á hlut en spár sérfræðinga gerðu ráð fyrir að hagnaðurinn yrði 0,67 dollarar á hlut. Uppgjörið var birt í morgun og hækkuðu hlutir í JP Morgan um 0,6% í utanmarkaðsviðskiptum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×