Landsdómur þarf að velja á milli hjóna 2. nóvember 2010 06:00 Björg Thorarensen Ákveðið hefur verið innan Háskóla Íslands að Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti, muni taka sæti í landsdómi. Það veldur því að annað hvort hún eða Markús Sigurbjörnsson, hæstaréttardómari og eiginmaður Bjargar, verður að víkja úr sæti dómara þegar landsdómur kemur saman, þar sem hjón mega ekki sitja í dóminum. Björg segir að ekki liggi fyrir hvort þeirra muni á endanum sitja í dóminum. Landsdómur muni taka afstöðu til þess, enda varla þeirra hjóna að ákveða sín á milli hvort þeirra taki sæti. Í lögum um landsdóm segir að í honum skuli sitja þeir fimm hæstaréttardómarar sem lengstan starfsaldur hafi og átta menn kjörnir af Alþingi. Þá eiga að sitja í dóminum dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur og prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Eiríkur Tómasson lagaprófessor var þar til nýlega titlaður prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands, en með nýlegri breytingu á starfsskyldum hans varð breyting á. Eftir það kom aðeins Björg til greina til setu í dóminum fyrir hönd Háskóla Íslands. Varamaður Bjargar er Benedikt Bogason, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og héraðsdómari. Taki Markús ekki sæti í landsdómi verður einhver af þeim fjórum hæstaréttardómurum sem ekki eiga sæti í dóminum sökum starfsaldurs kallaður til. Ólafur Börkur Þorvaldsson hefur lengsta starfsreynslu þeirra fjögurra. Jón Steinar Gunnlaugsson hefur næst lengsta starfsreynslu, en þess ber að geta að Geir H. Haarde, sem ákæra á fyrir landsdómi, var settur dómsmálaráðherra þegar hann var skipaður í embætti hæstaréttardómara. Páll Hreinsson hæstaréttardómari kemur ekki til greina til setu í landsdómi þar sem hann sat í rannsóknarnefnd Alþingis vegna bankahrunsins. Fjórði og síðasti dómarinn er Viðar Már Matthíasson, sem skipaður var dómari frá 10. september 2010, en hafði áður verið varadómari í forföllum Páls Hreinssonar. Landsdómur Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira
Ákveðið hefur verið innan Háskóla Íslands að Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti, muni taka sæti í landsdómi. Það veldur því að annað hvort hún eða Markús Sigurbjörnsson, hæstaréttardómari og eiginmaður Bjargar, verður að víkja úr sæti dómara þegar landsdómur kemur saman, þar sem hjón mega ekki sitja í dóminum. Björg segir að ekki liggi fyrir hvort þeirra muni á endanum sitja í dóminum. Landsdómur muni taka afstöðu til þess, enda varla þeirra hjóna að ákveða sín á milli hvort þeirra taki sæti. Í lögum um landsdóm segir að í honum skuli sitja þeir fimm hæstaréttardómarar sem lengstan starfsaldur hafi og átta menn kjörnir af Alþingi. Þá eiga að sitja í dóminum dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur og prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Eiríkur Tómasson lagaprófessor var þar til nýlega titlaður prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands, en með nýlegri breytingu á starfsskyldum hans varð breyting á. Eftir það kom aðeins Björg til greina til setu í dóminum fyrir hönd Háskóla Íslands. Varamaður Bjargar er Benedikt Bogason, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og héraðsdómari. Taki Markús ekki sæti í landsdómi verður einhver af þeim fjórum hæstaréttardómurum sem ekki eiga sæti í dóminum sökum starfsaldurs kallaður til. Ólafur Börkur Þorvaldsson hefur lengsta starfsreynslu þeirra fjögurra. Jón Steinar Gunnlaugsson hefur næst lengsta starfsreynslu, en þess ber að geta að Geir H. Haarde, sem ákæra á fyrir landsdómi, var settur dómsmálaráðherra þegar hann var skipaður í embætti hæstaréttardómara. Páll Hreinsson hæstaréttardómari kemur ekki til greina til setu í landsdómi þar sem hann sat í rannsóknarnefnd Alþingis vegna bankahrunsins. Fjórði og síðasti dómarinn er Viðar Már Matthíasson, sem skipaður var dómari frá 10. september 2010, en hafði áður verið varadómari í forföllum Páls Hreinssonar.
Landsdómur Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira