Ríkislögmaður Dana glímir við vændiskonur án árangurs 4. janúar 2010 14:30 Ríkislögmaður Danmerkur, Kammeradvokaten, hefur um langt skeið reynt að koma vændiskonum út úr fjölda húsa í Viborg og víðar á Jótlandi en það gengur treglega. Forsaga málsins er sú að þegar hinn umdeildi viðskipamaður Jens „Låsby" Svendsen varð gjaldþrota á síðasta ári yfirtók ríkislögmaðurinn rekstur 120 fasteigna úr þrotabúinu. Í fjölda þeirra voru hóruhús í fullum rekstri. Samkvæmt frétt í Viborg Stifts Folkeblad hafa ítrekaðar aðgerðir lögreglu gegn þessum hóruhúsum borið lítinn árangur og að enn séu vændiskonur til staðar í fleiri af eignunum. Ríkislögmaðurinn, Boris Frederiksen, segir í samtali við blaðið að þótt lögreglan kasti vændiskonunum á dyr séu þær eða aðrar komnar inn í húsin aftur nokkrum tímum seinna. Í langflestum tilvika er um erlendar vændiskonur að ræða. Lausn ríkislögmannsins á þessu vandamáli var að afla sér fjár hjá sérstökum niðurrifssjóði á vegum stjórnvalda. Það fé ætlar hann að nota til að fá viðkomandi sveitar/bæjarfélög til að kaupa eignirnar og rífa þær niður. Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Ríkislögmaður Danmerkur, Kammeradvokaten, hefur um langt skeið reynt að koma vændiskonum út úr fjölda húsa í Viborg og víðar á Jótlandi en það gengur treglega. Forsaga málsins er sú að þegar hinn umdeildi viðskipamaður Jens „Låsby" Svendsen varð gjaldþrota á síðasta ári yfirtók ríkislögmaðurinn rekstur 120 fasteigna úr þrotabúinu. Í fjölda þeirra voru hóruhús í fullum rekstri. Samkvæmt frétt í Viborg Stifts Folkeblad hafa ítrekaðar aðgerðir lögreglu gegn þessum hóruhúsum borið lítinn árangur og að enn séu vændiskonur til staðar í fleiri af eignunum. Ríkislögmaðurinn, Boris Frederiksen, segir í samtali við blaðið að þótt lögreglan kasti vændiskonunum á dyr séu þær eða aðrar komnar inn í húsin aftur nokkrum tímum seinna. Í langflestum tilvika er um erlendar vændiskonur að ræða. Lausn ríkislögmannsins á þessu vandamáli var að afla sér fjár hjá sérstökum niðurrifssjóði á vegum stjórnvalda. Það fé ætlar hann að nota til að fá viðkomandi sveitar/bæjarfélög til að kaupa eignirnar og rífa þær niður.
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira