Óttast glæpi en ekki stóra tölvuárás 23. október 2010 06:00 Stela á netinu Þeir sem búa til spilliforrit í dag reyna flestir að græða á þeim peninga, til dæmis með því að stela kortanúmerum, komast inn í heimabanka eða senda ruslpóst, segir Friðrik Skúlason veirusérfræðingur. Nordicphotos/AFP Íslenskum tölvunotendum stafar mun meiri hætta af skipulagðri glæpastarfsemi á netinu en skipulagðri árás sem hefði það að markmiði að setja íslensk fjarskipti á hliðina, að mati sérfræðinga í tölvuöryggismálum. „Líkurnar á því að Ísland verði skotmark eru ekkert voðalega miklar,“ segir Friðrik Skúlason veirusérfræðingur. Á undanförnum árum hefur orðið sú grundvallarbreyting að nær öll spilliforrit á borð við vírusa, orma og trójuhesta eru skrifuð af fólki sem vill nota þau til að græða peninga, segir Friðrik. Því sé afar ólíklegt að Ísland verði skotmark pólitískra tölvuþrjóta sem leggi alla áherslu á að valda hér skaða. Kristinn Guðjónsson, hópstjóri upplýsingaöryggis hjá tölvufyrirtækinu Skyggni, tekur í sama streng, en bendir á að ákveði einhverjir aðilar að gera slíka árás á Íslandi gæti tjónið orðið verulegt. „Glæpastarfsemin er stóra áhættan fyrir okkur,“ segir Kristinn. Hann segir afar erfitt fyrir íslensk fyrirtæki, sem séu lítil á heimsmælikvarða, að verja sig gegn árásum tölvuþrjóta. Vissulega séu til sérfræðingar í þessum málum hér á landi, en þeir séu hver í sínu horni. Kristinn segir flesta sammála um nauðsyn þess að koma upp viðbragðshópi stjórnvalda hér á landi til að bregðast við tölvuárásum. Slíkum hópi mætti líkja við almannavarnir í tölvuheimum, og flest ríki séu nú þegar með slíka hópa starfandi, þar með talið hin Norðurlöndin. Viðbragðsteymin geta aðstoðað fyrirtæki þegar þau verða fyrir tölvuárásum og samhæft aðgerðir með fjarskiptafyrirtækjum og öðrum til að hrinda árásum. Friðrik segist ekki sannfærður um að þörf sé á slíkum viðbragðshópi. Sannarlega geti ekki skaðað að koma slíkum hópi á fót, en hvort það væri peninganna virði sé annað mál. Trúlega sé það svipað og með tryggingar, í sumum tilvikum reynist þær tímasóun en í öðrum nauðsynlegar. Friðrik segir minni líkur á að þörf verði fyrir slíkan hóp hér en í nágrannalöndunum, og á meðan tölvuárásir þar séu ekki vandamál sé ólíklegt að svo verði hér. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Íslenskum tölvunotendum stafar mun meiri hætta af skipulagðri glæpastarfsemi á netinu en skipulagðri árás sem hefði það að markmiði að setja íslensk fjarskipti á hliðina, að mati sérfræðinga í tölvuöryggismálum. „Líkurnar á því að Ísland verði skotmark eru ekkert voðalega miklar,“ segir Friðrik Skúlason veirusérfræðingur. Á undanförnum árum hefur orðið sú grundvallarbreyting að nær öll spilliforrit á borð við vírusa, orma og trójuhesta eru skrifuð af fólki sem vill nota þau til að græða peninga, segir Friðrik. Því sé afar ólíklegt að Ísland verði skotmark pólitískra tölvuþrjóta sem leggi alla áherslu á að valda hér skaða. Kristinn Guðjónsson, hópstjóri upplýsingaöryggis hjá tölvufyrirtækinu Skyggni, tekur í sama streng, en bendir á að ákveði einhverjir aðilar að gera slíka árás á Íslandi gæti tjónið orðið verulegt. „Glæpastarfsemin er stóra áhættan fyrir okkur,“ segir Kristinn. Hann segir afar erfitt fyrir íslensk fyrirtæki, sem séu lítil á heimsmælikvarða, að verja sig gegn árásum tölvuþrjóta. Vissulega séu til sérfræðingar í þessum málum hér á landi, en þeir séu hver í sínu horni. Kristinn segir flesta sammála um nauðsyn þess að koma upp viðbragðshópi stjórnvalda hér á landi til að bregðast við tölvuárásum. Slíkum hópi mætti líkja við almannavarnir í tölvuheimum, og flest ríki séu nú þegar með slíka hópa starfandi, þar með talið hin Norðurlöndin. Viðbragðsteymin geta aðstoðað fyrirtæki þegar þau verða fyrir tölvuárásum og samhæft aðgerðir með fjarskiptafyrirtækjum og öðrum til að hrinda árásum. Friðrik segist ekki sannfærður um að þörf sé á slíkum viðbragðshópi. Sannarlega geti ekki skaðað að koma slíkum hópi á fót, en hvort það væri peninganna virði sé annað mál. Trúlega sé það svipað og með tryggingar, í sumum tilvikum reynist þær tímasóun en í öðrum nauðsynlegar. Friðrik segir minni líkur á að þörf verði fyrir slíkan hóp hér en í nágrannalöndunum, og á meðan tölvuárásir þar séu ekki vandamál sé ólíklegt að svo verði hér. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira