McDowell vann US Open - Tiger fjórði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. júní 2010 08:59 McDowell hér með bikarinn í nótt. Norður-Írinn Graeme McDowell varð í nótt fyrsti Evrópubúinn í 40 ár sem nær að vinna opna bandaríska meistaramótið í golfi. Hann gerði það með glæsibrag á Pebbe Beach í nótt. McDowell varð höggi á undan Frakkanum Gregory Havret, tveimur höggum á undan Ernie Els og þremur á undan Tiger Woods og Phil Mickelson. McDowell byrjaði daginn í öðru sæti, þremur höggum á eftir Dustin Johnson sem leiddi fyrir lokadaginn. Johnson gekk ekkert að höndla pressuna, fór á taugum á fyrstu holunum og náði sér aldrei á strik eftir það. Allir stóru mennirnir - Tiger, Els og Mickelson - fengu svo sannarlega tækifæri á lokadeginum en McDowell var stöðugastur í sínum leik og tryggði öruggt par á lokaholunni sem færði honum sigurinn. Havret fékk ágætt færi á fugli á lokaholunni en rétt missti púttið sem hefði fært honum umspil. McDowell er fyrsti Norður-Írinn til þess að vinna risamót síðan Fred Daly vann opna breska árið 1947. Hann er einnig fyrsti Bretinn sem vinnur stórmót síðan Paul Lawrie vann opna breska árið 1999. Golf Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Norður-Írinn Graeme McDowell varð í nótt fyrsti Evrópubúinn í 40 ár sem nær að vinna opna bandaríska meistaramótið í golfi. Hann gerði það með glæsibrag á Pebbe Beach í nótt. McDowell varð höggi á undan Frakkanum Gregory Havret, tveimur höggum á undan Ernie Els og þremur á undan Tiger Woods og Phil Mickelson. McDowell byrjaði daginn í öðru sæti, þremur höggum á eftir Dustin Johnson sem leiddi fyrir lokadaginn. Johnson gekk ekkert að höndla pressuna, fór á taugum á fyrstu holunum og náði sér aldrei á strik eftir það. Allir stóru mennirnir - Tiger, Els og Mickelson - fengu svo sannarlega tækifæri á lokadeginum en McDowell var stöðugastur í sínum leik og tryggði öruggt par á lokaholunni sem færði honum sigurinn. Havret fékk ágætt færi á fugli á lokaholunni en rétt missti púttið sem hefði fært honum umspil. McDowell er fyrsti Norður-Írinn til þess að vinna risamót síðan Fred Daly vann opna breska árið 1947. Hann er einnig fyrsti Bretinn sem vinnur stórmót síðan Paul Lawrie vann opna breska árið 1999.
Golf Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira