Hægt að krefjast gæsluvarðhalds yfir fyrrverandi ráðherrum Ingimar Karl Helgason skrifar 19. september 2010 18:54 Alþingi þarf að velja sérstakan saksóknara, verði fyrrverandi ráðherrar ákærðir, og munu fimm Alþingismenn taka þátt í saksókninni. Þá getur Landsdómur krafist gæsluvarðhalds yfir þeim sem ákærðir eru og og látið gera hjá þeim húsleit. Kveðið er á um Landsdóm í stjórnarskrá Lýðveldisins. Þar segir í fjórtándu grein: Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál. Hingað til hefur lögum um landsdóm aldrei verið beitt, en nú kynni að verða breyting á. Meirihluti Atlanefndar, þingmannanefndarinnar sem fór yfir Rannsóknarskýrslu Alþingis, vill að ráðherrar verði ákærðir fyrir vanrækslu í aðdraganda efnahagshrunsins. Vinstri-grænir, framsóknarmenn og þingmenn Hreyfingarinnar, vilja ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra og formann Samfylkingarinnar. Þingmenn þess flokks, í Atlanefndinni, vilja ekki ákæra Björgvin og sjálfstæðismenn vilja ekki ákæra neinn. Fimmtán sitja í Landsdómi; fimm reyndustu hæstaréttardómararnir, dómstjórinn í Reykjavík, prófessor í stjórnskipunarrétti, og svo átta dómendur sem alþingi kýs hlutfallskosningu, og eru skipaðir til sex ára í senn. Síðast var skipað fyrir fimm árum, og þá voru valdahlutföll í þinginu önnur en nú. En yrði ákveðið að ákæra. Hvernig ætti þetta að fara fram? Alþingi þarf að álykta um saksókn og þarf meirihluti þingmanna að vera að baki henni. Ákæruatriði eiga að koma þar fram. En svo þarf að sækja málið. Alþingi kýs sér saksóknara en honum til aðstoðar á að vera nefnd fimm þingmanna, sem kosnir skulu hlutfallskosningu. Saksóknarinn á að undirbúa gagnasöfnun og leita allra fáanlegra sannanna fyrir ákæruatriðum. Landsdómur sjálfur, á að skipa hinum ákærðu verjanda og á við val á honum að fara eftir óskum ákærða; mæli ekkert á móti því. Landsdóminn á að halda í heyrand hljóði, en hann má samt ákveða að loka þinghaldi - telji hann sérstakar ástæður til þess. Slíkt kynni að varða samskipti við erlend ríki eða hagsmuni ríkisins, segir í lögunum. Yrði ákveðið að loka þinghaldi, getur dómurinn bannað verjendum að ræða það sem þar fer fram. En það er ýmislegt fleira í lögum um Landsdóm; hann hefur umtalsverð völd. Til að mynda getur hann ákveðið að láta gera húsleik hjá ákærðu eða að úrskurða þá sem ákærðir eru í gæsluvarðhald; þetta gerir dómurinn raunar ekki nema hann fái tilmæli frá saksóknara Alþingis og að allt þetta fullnægi skilyrðum laga um sakamál. Réttarhaldið á svo að fara fram eins og við er að búast. Saksóknarinn gerir grein fyrir málsatvikum og sakargögnum. Svo eru hinir ákærðu spurðir; það geta saksóknari, verjendur og dómararnir gert. Þá er líka hægt að kalla vitni fyrir dóminn, en neiti vitni að svara, án þess að hafa til þess lögmætar ástæður, þá getur landsdómurinn sektað viðkomandi eða dæmt hann í allt að hálfs árs fangelsi. Og ef svo fer að fyrrverandi ráðherra verður sakfelldur,. þá getur hann áfrýjað og landsdómur getur tekið málið hans til meðferðar aftur, ef fram koma gögn, sem talin eru að geti leitt til sýknu eða sakfellingar fyrir minna brot. En hvar ætti réttarhaldið að fara fram? Húsnæði Hæstaréttar kæmi kannski til greina; en fréttastofu er sagt að það rúmi ekki þessa starfsemi; finnan yrði annan stað, en lögin segja að réttarhaldið verði að vera í höfuðborginni. Landsdómur Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Alþingi þarf að velja sérstakan saksóknara, verði fyrrverandi ráðherrar ákærðir, og munu fimm Alþingismenn taka þátt í saksókninni. Þá getur Landsdómur krafist gæsluvarðhalds yfir þeim sem ákærðir eru og og látið gera hjá þeim húsleit. Kveðið er á um Landsdóm í stjórnarskrá Lýðveldisins. Þar segir í fjórtándu grein: Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál. Hingað til hefur lögum um landsdóm aldrei verið beitt, en nú kynni að verða breyting á. Meirihluti Atlanefndar, þingmannanefndarinnar sem fór yfir Rannsóknarskýrslu Alþingis, vill að ráðherrar verði ákærðir fyrir vanrækslu í aðdraganda efnahagshrunsins. Vinstri-grænir, framsóknarmenn og þingmenn Hreyfingarinnar, vilja ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra og formann Samfylkingarinnar. Þingmenn þess flokks, í Atlanefndinni, vilja ekki ákæra Björgvin og sjálfstæðismenn vilja ekki ákæra neinn. Fimmtán sitja í Landsdómi; fimm reyndustu hæstaréttardómararnir, dómstjórinn í Reykjavík, prófessor í stjórnskipunarrétti, og svo átta dómendur sem alþingi kýs hlutfallskosningu, og eru skipaðir til sex ára í senn. Síðast var skipað fyrir fimm árum, og þá voru valdahlutföll í þinginu önnur en nú. En yrði ákveðið að ákæra. Hvernig ætti þetta að fara fram? Alþingi þarf að álykta um saksókn og þarf meirihluti þingmanna að vera að baki henni. Ákæruatriði eiga að koma þar fram. En svo þarf að sækja málið. Alþingi kýs sér saksóknara en honum til aðstoðar á að vera nefnd fimm þingmanna, sem kosnir skulu hlutfallskosningu. Saksóknarinn á að undirbúa gagnasöfnun og leita allra fáanlegra sannanna fyrir ákæruatriðum. Landsdómur sjálfur, á að skipa hinum ákærðu verjanda og á við val á honum að fara eftir óskum ákærða; mæli ekkert á móti því. Landsdóminn á að halda í heyrand hljóði, en hann má samt ákveða að loka þinghaldi - telji hann sérstakar ástæður til þess. Slíkt kynni að varða samskipti við erlend ríki eða hagsmuni ríkisins, segir í lögunum. Yrði ákveðið að loka þinghaldi, getur dómurinn bannað verjendum að ræða það sem þar fer fram. En það er ýmislegt fleira í lögum um Landsdóm; hann hefur umtalsverð völd. Til að mynda getur hann ákveðið að láta gera húsleik hjá ákærðu eða að úrskurða þá sem ákærðir eru í gæsluvarðhald; þetta gerir dómurinn raunar ekki nema hann fái tilmæli frá saksóknara Alþingis og að allt þetta fullnægi skilyrðum laga um sakamál. Réttarhaldið á svo að fara fram eins og við er að búast. Saksóknarinn gerir grein fyrir málsatvikum og sakargögnum. Svo eru hinir ákærðu spurðir; það geta saksóknari, verjendur og dómararnir gert. Þá er líka hægt að kalla vitni fyrir dóminn, en neiti vitni að svara, án þess að hafa til þess lögmætar ástæður, þá getur landsdómurinn sektað viðkomandi eða dæmt hann í allt að hálfs árs fangelsi. Og ef svo fer að fyrrverandi ráðherra verður sakfelldur,. þá getur hann áfrýjað og landsdómur getur tekið málið hans til meðferðar aftur, ef fram koma gögn, sem talin eru að geti leitt til sýknu eða sakfellingar fyrir minna brot. En hvar ætti réttarhaldið að fara fram? Húsnæði Hæstaréttar kæmi kannski til greina; en fréttastofu er sagt að það rúmi ekki þessa starfsemi; finnan yrði annan stað, en lögin segja að réttarhaldið verði að vera í höfuðborginni.
Landsdómur Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira