Skilningur að aukast á þörfinni til aðgerða - Fréttaskýring 22. október 2010 06:00 Í stjórnarráðinu Hagmunasamtök heimilanna eiga fulltrúa í sérfræðingaráði því sem nú fer yfir leiðir til að leysa úr vanda heimila í skuldavanda. Myndin er frá fundi samtakanna með ríkisstjórninni í byrjun mánaðarins.Fréttablaðið/GVA Hvernig félagsskapur er Hagsmunasamtök heimilanna? „Í dag eru félagar í Hagsmunasamtökum heimilanna á fimmta þúsund talsins,“ segir Marinó G. Njálsson, talsmaður og stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna. Samtökin hafa verið áberandi í umræðu um skuldavanda heimilanna og kallað hefur verið eftir áliti þeirra á lagafrumvörpum og aðgerðum hins opinbera. Til marks um stöðu samtakanna er að Marinó situr í þeirra nafni í sérfræðingaráði forsætisráðuneytisins sem nú liggur yfir leiðum til að bregðast við skuldavanda ríkisstjórnarinnar. Marinó segir félaga samt vel mættu vera fleiri, en telur samtökin þó sækja stuðning vel út fyrir raðir félaga sinna. „Ég held að við séum að tala fyrir munn mun fleiri,“ segir hann. „Þótt líka séu einhverjir sem ekki eru sáttir við okkar málflutning.“ Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og á vef þeirra eru þau sögð frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu. Marinó segir rætur samtakanna liggja í því að strax eftir hrun hafi nokkrir farið að láta til sín taka í almennri þjóðlífsumræðu. Nokkur tilviljun hafi svo ráðið því að undirbúningshópur sá er vann að stofnun Hagsmunasamtaka heimilanna náði saman. Marinó mætti á stofnfundinn sem áhugamaður og var þá kosinn í varastjórn. Hann segir starfið fyrir samtökin unnið í sjálfboðaliðastarfi og að sá um fimmtán manna hópur sem virkastur sé í starfinu hafi þurft að leggja á sig nokkurn kostnað og gefa ómælda vinnu til að halda verkinu gangandi. Samtökin séu hins vegar dæmi um hvernig sprottið geti úr grasrótinni öflugur þrýstihópur. Samtökin hafi þannig allt frá stofnun haft ákveðna vigt í umræðu um aðgerðir í efnahagsmálum eftir hrun. „Það byrjaði strax 1. febrúar 2009, en þá var að koma saman ný stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Jóhanna [Sigurðardóttir forsætisráðherra] segir strax á þeim kynningarfundi að hún ætli að hafa samráð við Hagsmunasamtök heimilanna,“ segir Marinó. Núna segir Marinó að skilningur sé að aukast á því að fara þurfi í mun víðtækari aðgerðir en áður hafi verið gert. „Það er hins vegar ekki samhljómur um hvort aðgerðirnar eiga að vera almennar eða sérmiðaðar,“ segir hann og vill ekki spá fyrir um hvort sérfræðingahópur forsætisráðuneytisins nái að ljúka störfum sínum um eða upp úr næstu helgi. „Menn eiga ekki annarra kosta völ en að ná sátt,“ segir hann, en aðalmálið sé að niðurstaðan verði góð. olikr@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Hvernig félagsskapur er Hagsmunasamtök heimilanna? „Í dag eru félagar í Hagsmunasamtökum heimilanna á fimmta þúsund talsins,“ segir Marinó G. Njálsson, talsmaður og stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna. Samtökin hafa verið áberandi í umræðu um skuldavanda heimilanna og kallað hefur verið eftir áliti þeirra á lagafrumvörpum og aðgerðum hins opinbera. Til marks um stöðu samtakanna er að Marinó situr í þeirra nafni í sérfræðingaráði forsætisráðuneytisins sem nú liggur yfir leiðum til að bregðast við skuldavanda ríkisstjórnarinnar. Marinó segir félaga samt vel mættu vera fleiri, en telur samtökin þó sækja stuðning vel út fyrir raðir félaga sinna. „Ég held að við séum að tala fyrir munn mun fleiri,“ segir hann. „Þótt líka séu einhverjir sem ekki eru sáttir við okkar málflutning.“ Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og á vef þeirra eru þau sögð frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu. Marinó segir rætur samtakanna liggja í því að strax eftir hrun hafi nokkrir farið að láta til sín taka í almennri þjóðlífsumræðu. Nokkur tilviljun hafi svo ráðið því að undirbúningshópur sá er vann að stofnun Hagsmunasamtaka heimilanna náði saman. Marinó mætti á stofnfundinn sem áhugamaður og var þá kosinn í varastjórn. Hann segir starfið fyrir samtökin unnið í sjálfboðaliðastarfi og að sá um fimmtán manna hópur sem virkastur sé í starfinu hafi þurft að leggja á sig nokkurn kostnað og gefa ómælda vinnu til að halda verkinu gangandi. Samtökin séu hins vegar dæmi um hvernig sprottið geti úr grasrótinni öflugur þrýstihópur. Samtökin hafi þannig allt frá stofnun haft ákveðna vigt í umræðu um aðgerðir í efnahagsmálum eftir hrun. „Það byrjaði strax 1. febrúar 2009, en þá var að koma saman ný stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Jóhanna [Sigurðardóttir forsætisráðherra] segir strax á þeim kynningarfundi að hún ætli að hafa samráð við Hagsmunasamtök heimilanna,“ segir Marinó. Núna segir Marinó að skilningur sé að aukast á því að fara þurfi í mun víðtækari aðgerðir en áður hafi verið gert. „Það er hins vegar ekki samhljómur um hvort aðgerðirnar eiga að vera almennar eða sérmiðaðar,“ segir hann og vill ekki spá fyrir um hvort sérfræðingahópur forsætisráðuneytisins nái að ljúka störfum sínum um eða upp úr næstu helgi. „Menn eiga ekki annarra kosta völ en að ná sátt,“ segir hann, en aðalmálið sé að niðurstaðan verði góð. olikr@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira