Rannsaka frekar ef þarf 12. apríl 2010 04:00 Rannsóknarnefnd Alþingis tók til starfa í byrjun árs 2009. Nefndarmenn hafa oft rætt um hve starfið hafi verið erfitt og Tryggvi Gunnarsson sagði á blaðamannfundi í janúar að hann hefði oft verið gráti nær við vinnslu hennar.fréttablaðið/stefán Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður afhent Alþingi í dag klukkan 10. Hálftíma síðar heldur nefndin blaðamannafund í Iðnó, fer yfir efni skýrslunnar og svarar spurningum blaðamanna. Engum dylst mikilvægi vinnunnar. „Hér er um að ræða fyrstu óháðu rannsóknarskýrsluna sem gerð er um bankahrunið þar sem rannsóknaraðilar hafa fengið víðtækar heimildir og einstaka innsýn í atburðarásina,“ segir Jóhanna Sigurðadóttir forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði bréf til flokksmanna á heimasíðu flokksins fyrir helgi. Þar hvetur hann alla til að kynna sér efni skýrslunnar, draga lærdóm af því og nýta niðurstöðurnar á uppbyggilegan hátt. Skýrslan „veitir okkur í senn tækifæri til og leggur okkur skyldur á herðar um, að ná sátt í samfélaginu og hefja í kjölfarið uppbyggingu á nýjum grunni“. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fagnar útkomu skýrslunnar og hvetur til að hún verði tekin til rækilegrar og yfirvegaðrar skoðunar. Hann vonast til að skýrslan reifi málin með tæmandi hætti. Hann segir að tryggja þurfi að einhverjir þættir málsins fái frekari rannsóknar við, verði það niðurstaðan. Skýrslan verður kynnt formönnum þingflokka og forseta Alþingis í dag. Þá er verið að reyna að koma á kynningarfundi með formönnum stjórnmálaflokkanna. Að kynningu lokinni munu nefndarmenn ekki tjá sig frekar um efni skýrslunnar, sem verið hefur í vinnslu frá því að nefndin tók til starfa í byrjun árs 2009. Klukkan 15 í dag hefst umræða á þingi og munu formenn stjórnmálaflokkanna gefa yfirlýsingar vegna skýrslunnar. Almenn umræða verður um hana á morgun og hefst hún klukkan 13.30. Þingmenn Hreyfingarinnar sendu frá sér yfirlýsingu í gær og lýsa furðu á þessari dagskrá. Ljóst sé að þingmenn fái ekki tóm til lesturs skýrslunnar, enda hafi nefndarmenn sagt lestur hennar taka 95 klukkustundir. Vinnubrögð varðandi umræðurnar einkennist af sýndarmennsku. kolbeinn@frettabldid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður afhent Alþingi í dag klukkan 10. Hálftíma síðar heldur nefndin blaðamannafund í Iðnó, fer yfir efni skýrslunnar og svarar spurningum blaðamanna. Engum dylst mikilvægi vinnunnar. „Hér er um að ræða fyrstu óháðu rannsóknarskýrsluna sem gerð er um bankahrunið þar sem rannsóknaraðilar hafa fengið víðtækar heimildir og einstaka innsýn í atburðarásina,“ segir Jóhanna Sigurðadóttir forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði bréf til flokksmanna á heimasíðu flokksins fyrir helgi. Þar hvetur hann alla til að kynna sér efni skýrslunnar, draga lærdóm af því og nýta niðurstöðurnar á uppbyggilegan hátt. Skýrslan „veitir okkur í senn tækifæri til og leggur okkur skyldur á herðar um, að ná sátt í samfélaginu og hefja í kjölfarið uppbyggingu á nýjum grunni“. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fagnar útkomu skýrslunnar og hvetur til að hún verði tekin til rækilegrar og yfirvegaðrar skoðunar. Hann vonast til að skýrslan reifi málin með tæmandi hætti. Hann segir að tryggja þurfi að einhverjir þættir málsins fái frekari rannsóknar við, verði það niðurstaðan. Skýrslan verður kynnt formönnum þingflokka og forseta Alþingis í dag. Þá er verið að reyna að koma á kynningarfundi með formönnum stjórnmálaflokkanna. Að kynningu lokinni munu nefndarmenn ekki tjá sig frekar um efni skýrslunnar, sem verið hefur í vinnslu frá því að nefndin tók til starfa í byrjun árs 2009. Klukkan 15 í dag hefst umræða á þingi og munu formenn stjórnmálaflokkanna gefa yfirlýsingar vegna skýrslunnar. Almenn umræða verður um hana á morgun og hefst hún klukkan 13.30. Þingmenn Hreyfingarinnar sendu frá sér yfirlýsingu í gær og lýsa furðu á þessari dagskrá. Ljóst sé að þingmenn fái ekki tóm til lesturs skýrslunnar, enda hafi nefndarmenn sagt lestur hennar taka 95 klukkustundir. Vinnubrögð varðandi umræðurnar einkennist af sýndarmennsku. kolbeinn@frettabldid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira