Silfurverðið ekki hærra síðan á tímum Hunt-bræðranna 18. febrúar 2011 14:52 Heimsmarkaðsverð á silfri hefur ekki verið hærra í sögunni síðan að Hunt-bræðurnir í Texas reyndu að einoka markaðinn árið 1980. Í frétt um málið á börsen.dk segir að verðið á silfrinu sé nú komið í 31,8 dollara á únsuna og hefur það hækkað um 100% á liðnu ári. Fjárfestar virðast ekki geta fengið nóg af silfri en öfugt við gull er stærstur hluti af silfurframleiðslu heimsins notaður í ýmsa iðnaðarframleiðslu. Silfur nýtur þess því að vera bæði eðalmálmur eins og gull og grunnmálmur eins og kopar. Það sem einnig hefur valdið miklum verðhækkunum á silfri er að nú er hægt að fjárfesta í því í auknum mæli í gegnum sérstaka sjóði, svokallaða ETF sjóði. Síðast þegar silfurverðið fór yfir 31 dollara á únsuna var í mars árið 1980. Þá reyndu Hunt-bræðurnir, Nelson Bunker og Herbert, að einoka markaðinn. Talið er að þeir hafi náð að kaupa um þriðjunginn af öllu silfri í heiminum, fyrir utan það sem var í eigu opinberra aðila, áður en bólan sprakk þann 27. mars 1980. Sá dagur er síðan þekktur sem Silfur fimmtudagurinn. Þeir Nelson Bunker og Herbert höfðu keypt mikið af silfrinu með framvirkum samningum. Þegar verðhrunið varð töpuðu þeir gríðarlegum fjárhæðum. Árið 1980 var auður þeirra metinn á 5 milljarða dollara en þeir komu frá auðugri olíufjölskyldu í Texas. Átta árum síðar lýstu þeir sig gjaldþrota. Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á silfri hefur ekki verið hærra í sögunni síðan að Hunt-bræðurnir í Texas reyndu að einoka markaðinn árið 1980. Í frétt um málið á börsen.dk segir að verðið á silfrinu sé nú komið í 31,8 dollara á únsuna og hefur það hækkað um 100% á liðnu ári. Fjárfestar virðast ekki geta fengið nóg af silfri en öfugt við gull er stærstur hluti af silfurframleiðslu heimsins notaður í ýmsa iðnaðarframleiðslu. Silfur nýtur þess því að vera bæði eðalmálmur eins og gull og grunnmálmur eins og kopar. Það sem einnig hefur valdið miklum verðhækkunum á silfri er að nú er hægt að fjárfesta í því í auknum mæli í gegnum sérstaka sjóði, svokallaða ETF sjóði. Síðast þegar silfurverðið fór yfir 31 dollara á únsuna var í mars árið 1980. Þá reyndu Hunt-bræðurnir, Nelson Bunker og Herbert, að einoka markaðinn. Talið er að þeir hafi náð að kaupa um þriðjunginn af öllu silfri í heiminum, fyrir utan það sem var í eigu opinberra aðila, áður en bólan sprakk þann 27. mars 1980. Sá dagur er síðan þekktur sem Silfur fimmtudagurinn. Þeir Nelson Bunker og Herbert höfðu keypt mikið af silfrinu með framvirkum samningum. Þegar verðhrunið varð töpuðu þeir gríðarlegum fjárhæðum. Árið 1980 var auður þeirra metinn á 5 milljarða dollara en þeir komu frá auðugri olíufjölskyldu í Texas. Átta árum síðar lýstu þeir sig gjaldþrota.
Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira