Olían úr Goðafossi hefur náð landi 18. febrúar 2011 11:16 MYND/AFP Olían úr Goðafossi hefur náð landi við Akeröya í Noregi. Björgunarstörf eru í fullum gangi við að hreinsa olíuna sem lekið hefur úr skipinu frá því það strandaði í gærkvöldi. Öll áhersla er nú lögð á að koma í veg fyrir mengunarslys. Sænska strandgæslan leggur þeirri norsku lið við björgunarstarfið, en svæðið er friðaður þjóðgarður. Gat rifnaði á báða olíugeyma skipsins og hefur svartolía lekið úr því síðan. Hátt í 800 tonn voru af brennsluolíu um borð þegar skipið strandaði, en ekki er vitað hversu mikið hefur lekið út. Tvöföld flotgirðing er nú umhverfis skipið til að hefta útbreiðslu olíunnar og er verið að setja þá þriðju til öryggis. Þá er olíu stöðugt dælt upp í þartilgerða báta, en ekki er ljóst hvort olía hefur náð til strandar. Ekkert amar að 14 manna íslenskri áhöfn skipsins, sem enn er um borð, en gott veður er á svæðinu og áhöfninni engin hætta búin. Hátt í 500 vörugámar eru í skipinu. Skipið, sem er 165 metra langt gámaskip og mælist 17 þúsund tonn að stærð, er í eigu Eimskips, en skráð í St Johns. Um leið og olíulekinn hefur verið stöðavður, verður ráðist í að hífa alla gámana yfir á annað skip, og síðan verður öflugum drátatrbátum beitt við að ná skipinu á flot, en það er nú fast skorðað á skerjunum og hallast sjö gráður á bakborða. Ekki er enn vitað um orsakir strandsins, en sjópróf verða síðdegis eða á morgun. Hafnsögumaður var nýfarinn frá borði þegar skipið strandaði. Fréttir Tengdar fréttir Goðafoss strandar: Reyna að hefta olíuflekkinn Olía lekur úr flutningaskipinu Goðafossi, sem strandaði við Fredrikstad í Noregi í gærkvöldi, og hefur norska strandgæslan komið upp flotgirðingu umhverfis skipið til að hefta útbreiðslu olíuflekksins. 18. febrúar 2011 07:56 Um 450 gámar um borð í Goðafossi Um 450 gámar eru um borð í Goðafossi og segir Ólafur William Hand, markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Eimskip, að ekki sé vitað nákvæmlega hvað sé í gámunum en það sé mestmegnis nytjavara. 17. febrúar 2011 22:16 Goðafoss ógnar einstökum sjávarþjóðgarði Yfir fjögurra kílómetra breiður olíuflekkur úr Goðafossi ógnar nú tilveru Ytre Hvaler þjóðgarðarins í Östfold skerjagarðinum. Um er að ræða eina sjávarþjóðgarð heimsins en þar er að finna einstakt sjávar- og stranddýralíf. 18. febrúar 2011 08:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Olían úr Goðafossi hefur náð landi við Akeröya í Noregi. Björgunarstörf eru í fullum gangi við að hreinsa olíuna sem lekið hefur úr skipinu frá því það strandaði í gærkvöldi. Öll áhersla er nú lögð á að koma í veg fyrir mengunarslys. Sænska strandgæslan leggur þeirri norsku lið við björgunarstarfið, en svæðið er friðaður þjóðgarður. Gat rifnaði á báða olíugeyma skipsins og hefur svartolía lekið úr því síðan. Hátt í 800 tonn voru af brennsluolíu um borð þegar skipið strandaði, en ekki er vitað hversu mikið hefur lekið út. Tvöföld flotgirðing er nú umhverfis skipið til að hefta útbreiðslu olíunnar og er verið að setja þá þriðju til öryggis. Þá er olíu stöðugt dælt upp í þartilgerða báta, en ekki er ljóst hvort olía hefur náð til strandar. Ekkert amar að 14 manna íslenskri áhöfn skipsins, sem enn er um borð, en gott veður er á svæðinu og áhöfninni engin hætta búin. Hátt í 500 vörugámar eru í skipinu. Skipið, sem er 165 metra langt gámaskip og mælist 17 þúsund tonn að stærð, er í eigu Eimskips, en skráð í St Johns. Um leið og olíulekinn hefur verið stöðavður, verður ráðist í að hífa alla gámana yfir á annað skip, og síðan verður öflugum drátatrbátum beitt við að ná skipinu á flot, en það er nú fast skorðað á skerjunum og hallast sjö gráður á bakborða. Ekki er enn vitað um orsakir strandsins, en sjópróf verða síðdegis eða á morgun. Hafnsögumaður var nýfarinn frá borði þegar skipið strandaði.
Fréttir Tengdar fréttir Goðafoss strandar: Reyna að hefta olíuflekkinn Olía lekur úr flutningaskipinu Goðafossi, sem strandaði við Fredrikstad í Noregi í gærkvöldi, og hefur norska strandgæslan komið upp flotgirðingu umhverfis skipið til að hefta útbreiðslu olíuflekksins. 18. febrúar 2011 07:56 Um 450 gámar um borð í Goðafossi Um 450 gámar eru um borð í Goðafossi og segir Ólafur William Hand, markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Eimskip, að ekki sé vitað nákvæmlega hvað sé í gámunum en það sé mestmegnis nytjavara. 17. febrúar 2011 22:16 Goðafoss ógnar einstökum sjávarþjóðgarði Yfir fjögurra kílómetra breiður olíuflekkur úr Goðafossi ógnar nú tilveru Ytre Hvaler þjóðgarðarins í Östfold skerjagarðinum. Um er að ræða eina sjávarþjóðgarð heimsins en þar er að finna einstakt sjávar- og stranddýralíf. 18. febrúar 2011 08:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Goðafoss strandar: Reyna að hefta olíuflekkinn Olía lekur úr flutningaskipinu Goðafossi, sem strandaði við Fredrikstad í Noregi í gærkvöldi, og hefur norska strandgæslan komið upp flotgirðingu umhverfis skipið til að hefta útbreiðslu olíuflekksins. 18. febrúar 2011 07:56
Um 450 gámar um borð í Goðafossi Um 450 gámar eru um borð í Goðafossi og segir Ólafur William Hand, markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Eimskip, að ekki sé vitað nákvæmlega hvað sé í gámunum en það sé mestmegnis nytjavara. 17. febrúar 2011 22:16
Goðafoss ógnar einstökum sjávarþjóðgarði Yfir fjögurra kílómetra breiður olíuflekkur úr Goðafossi ógnar nú tilveru Ytre Hvaler þjóðgarðarins í Östfold skerjagarðinum. Um er að ræða eina sjávarþjóðgarð heimsins en þar er að finna einstakt sjávar- og stranddýralíf. 18. febrúar 2011 08:00