Frakkar leggja hald á tvær rússneskar lúxussnekkjur 18. febrúar 2011 08:44 Stjórnvöld í Frakklandi hafa lagt hald á tvær rússneskar lúxussnekkjur sem liggja undan frönsku Rívierunni. Snekkjurnar eru í eigu milljarðamæringsins Boris Beresovskij en hald var lagt á þær að kröfu stjórnvalda í Rússlandi. Saksóknarinn í Antibes þar sem snekkjurnar eru segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir alþjóðlega beiðni frá dómsmálayfirvöldum í Rússlandi. Þar að auki hafi verið lagt hald á aðrar eigur Boris Beresovskij m.a. málverk í eigu hans. Boris Beresovskij hefur verið einn af áköfustu gagnrýnendum stjórnar Vladimir Putin en uppúr vinskap þeirra slitnaði árið 2000. Þá flúði Beresovskij til Bretlands. Rússar hafa ítrekað krafist þess að Beresovskij verði framseldur til Rússlands en því hafa Bretar ætíð hafnað og árið 2003 fékk hann hæli í Bretlandi sem pólitískur flóttamaður. Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Stjórnvöld í Frakklandi hafa lagt hald á tvær rússneskar lúxussnekkjur sem liggja undan frönsku Rívierunni. Snekkjurnar eru í eigu milljarðamæringsins Boris Beresovskij en hald var lagt á þær að kröfu stjórnvalda í Rússlandi. Saksóknarinn í Antibes þar sem snekkjurnar eru segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir alþjóðlega beiðni frá dómsmálayfirvöldum í Rússlandi. Þar að auki hafi verið lagt hald á aðrar eigur Boris Beresovskij m.a. málverk í eigu hans. Boris Beresovskij hefur verið einn af áköfustu gagnrýnendum stjórnar Vladimir Putin en uppúr vinskap þeirra slitnaði árið 2000. Þá flúði Beresovskij til Bretlands. Rússar hafa ítrekað krafist þess að Beresovskij verði framseldur til Rússlands en því hafa Bretar ætíð hafnað og árið 2003 fékk hann hæli í Bretlandi sem pólitískur flóttamaður.
Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira