Níu þristar Magnúsar ekki nóg - Njarðvík vann Keflavík í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2011 21:07 Guðmundur Jónsson lék vel í kvöld. Njarðvík vann 104-102 sigur á nágrönnum sínum í Keflavík eftir framlengdan leik í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Magnús Þór Gunnarsson hjá Keflavík skoraði níu þriggja stiga körfur í leiknum á móti sínum gömlu félögum en það dugði ekki til og heimamenn unnu seiglusigur eftir að hafa verið undir stóran hluta leiksins. Giordan Watson, nýi bandaríski bakvörður Njarðvíkinga, skoraði 40 stig í sínum fyrsta leik með liðinu og var stigahæstur. Guðmundur Jónsson skoraði 24 stig. Magnús Þór Gunnarsson fór á kostum á móti sínum gömlu félögum og skoraði 30 stig en hann setti niður 9 af 14 þriggja stiga skotum sínum. Hörður Axel Vilghjálmsson var með 22 stig og Andrija Ciric skoraði 17 stig. Keflvíkingar byrjuðu leikinn mun betur, komust í 5-0 og 15-7 og voru 21-9 yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhlutanum. Guðmundur Jónsson fór þá í gang og skoraði þrjá þrista á stuttum tíma og Njarðvík var búið að minnka muninn í 21-23 áður en leikhlutinn var úti. Keflvík skoraði fimm fyrstu stig annars leikhluta og komst yfir í 28-21 en tveir þristar í röð frá nýja bandaríska bakverðinum, Giordan Watson, kom muninum niður í eitt stig. Leikurinn var síðan jafn fram að hálfleik þar sem liðin skiptust nokkrum sinnum á því að hafa forystu en staðan í hálfleik var 45-43 fyrir Keflavík. Magnús Þór Gunnarsson hóf seinni hálfleikinn á því að skora þrist og koma Keflavík í 48-43 en Njarðvíkingar komu strax til baka og jöfnuðu leikinn í 48-48. Liðin skiptustu síðan á því að hafa forystu í þriðja leikhlutanum en Keflavík var sterkari í lok hans og komst fimm stigum yfir, 75-70, fyrir lokaleikhlutann. Keflavík var skrefinu á undan í fjórða leikhluta en tókst þó aldrei að slíta sig almennilega frá Njarðvíkingum sem komu til baka í lokin og lokamínúturnar voru síðan æsispennandi. Magnús setti niður sinn sjöunda þrist og kom Keflavík í 88-82 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en Njarðvíkingar skoruðu í framhaldinu sjö stig í röð og komust yfir í 89-88. Áttundi þristur Magnúsar kom Keflavík í 91-89 en Watson jafnaði leikinn jafnharðan. Andrija Ciric skoraði úr tveimur vítum fyrir Keflavík og kom þeim yfir í 93-91 þegar 48 sekúndur voru eftir. Watson jafnaði aftur í 93-93 þegar 37 sekúndur voru eftir. Það urðu lokastigin í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Keflavík skoraði fimm fyrstu stig framlengingarinnar og komst í 98-93 en Njarðvík náði að jafna á ný í 99-99. Keflavík komst í 102-99 en Njarðvík skoraði fimm síðustu stig leiksins og tryggði sér mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Njarðvík-Keflavík 104-102 (21-23, 22-22, 27-30, 23-18, 11-9)Stig Njarðvíkur: Giordan Watson 40/4 fráköst/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 24/8 fráköst, Nenad Tomasevic 13, Jóhann Árni Ólafsson 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Páll Kristinsson 4, Rúnar Ingi Erlingsson 3, Egill Jónasson 2, Friðrik E. Stefánsson 2/12 fráköst.Stig Keflavíkur: Magnús Þór Gunnarsson 30, Hörður Axel Vilhjálmsson 22/7 fráköst/6 stoðsendingar, Andrija Ciric 17/7 fráköst, Thomas Sanders 15/11 fráköst/8 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 7/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 6/5 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 4, Halldór Örn Halldórsson 1. Dominos-deild karla Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Njarðvík vann 104-102 sigur á nágrönnum sínum í Keflavík eftir framlengdan leik í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Magnús Þór Gunnarsson hjá Keflavík skoraði níu þriggja stiga körfur í leiknum á móti sínum gömlu félögum en það dugði ekki til og heimamenn unnu seiglusigur eftir að hafa verið undir stóran hluta leiksins. Giordan Watson, nýi bandaríski bakvörður Njarðvíkinga, skoraði 40 stig í sínum fyrsta leik með liðinu og var stigahæstur. Guðmundur Jónsson skoraði 24 stig. Magnús Þór Gunnarsson fór á kostum á móti sínum gömlu félögum og skoraði 30 stig en hann setti niður 9 af 14 þriggja stiga skotum sínum. Hörður Axel Vilghjálmsson var með 22 stig og Andrija Ciric skoraði 17 stig. Keflvíkingar byrjuðu leikinn mun betur, komust í 5-0 og 15-7 og voru 21-9 yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhlutanum. Guðmundur Jónsson fór þá í gang og skoraði þrjá þrista á stuttum tíma og Njarðvík var búið að minnka muninn í 21-23 áður en leikhlutinn var úti. Keflvík skoraði fimm fyrstu stig annars leikhluta og komst yfir í 28-21 en tveir þristar í röð frá nýja bandaríska bakverðinum, Giordan Watson, kom muninum niður í eitt stig. Leikurinn var síðan jafn fram að hálfleik þar sem liðin skiptust nokkrum sinnum á því að hafa forystu en staðan í hálfleik var 45-43 fyrir Keflavík. Magnús Þór Gunnarsson hóf seinni hálfleikinn á því að skora þrist og koma Keflavík í 48-43 en Njarðvíkingar komu strax til baka og jöfnuðu leikinn í 48-48. Liðin skiptustu síðan á því að hafa forystu í þriðja leikhlutanum en Keflavík var sterkari í lok hans og komst fimm stigum yfir, 75-70, fyrir lokaleikhlutann. Keflavík var skrefinu á undan í fjórða leikhluta en tókst þó aldrei að slíta sig almennilega frá Njarðvíkingum sem komu til baka í lokin og lokamínúturnar voru síðan æsispennandi. Magnús setti niður sinn sjöunda þrist og kom Keflavík í 88-82 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en Njarðvíkingar skoruðu í framhaldinu sjö stig í röð og komust yfir í 89-88. Áttundi þristur Magnúsar kom Keflavík í 91-89 en Watson jafnaði leikinn jafnharðan. Andrija Ciric skoraði úr tveimur vítum fyrir Keflavík og kom þeim yfir í 93-91 þegar 48 sekúndur voru eftir. Watson jafnaði aftur í 93-93 þegar 37 sekúndur voru eftir. Það urðu lokastigin í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Keflavík skoraði fimm fyrstu stig framlengingarinnar og komst í 98-93 en Njarðvík náði að jafna á ný í 99-99. Keflavík komst í 102-99 en Njarðvík skoraði fimm síðustu stig leiksins og tryggði sér mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Njarðvík-Keflavík 104-102 (21-23, 22-22, 27-30, 23-18, 11-9)Stig Njarðvíkur: Giordan Watson 40/4 fráköst/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 24/8 fráköst, Nenad Tomasevic 13, Jóhann Árni Ólafsson 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Páll Kristinsson 4, Rúnar Ingi Erlingsson 3, Egill Jónasson 2, Friðrik E. Stefánsson 2/12 fráköst.Stig Keflavíkur: Magnús Þór Gunnarsson 30, Hörður Axel Vilhjálmsson 22/7 fráköst/6 stoðsendingar, Andrija Ciric 17/7 fráköst, Thomas Sanders 15/11 fráköst/8 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 7/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 6/5 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 4, Halldór Örn Halldórsson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum