Handbolti

Yfir 10 þúsund áhorfendur á leik Þýskalands og Íslands

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik Íslands og Þýskalands á HM. Mynd/Valli
Úr leik Íslands og Þýskalands á HM. Mynd/Valli
Það styttist i landsleiki Íslands og Þýskalands í undankeppni EM í handbolta. Liðin mætast fyrst hér heima þann 9. mars og svo ytra þann 13. mars.

Leikirnir eru afar mikilvægir og munu líklega skera úr um það hvort íslenska liðið kemst í lokakeppni EM eður ei.

Eftir að hafa haft gott tak á þýska liðinu töpuðu strákarnir okkar óvænt fyrir Þjóðverjum á HM. Sá leikur markaði hrun liðsins á HM enda vannst ekki leikur eftir það.

Liðin munu mætast í Gerry Weber-höllinni í Þýskalandi og þar er búist við fullu húsi eða 10.500 manns. Nú þegar er búið að selja 9.000 miða á leikinn.

Forkólfar þýska handknattleikssambandsins eru himinlifandi með söluna enda þriðji landsleikurinn í röð þar sem mæta yfir 10 þúsund áhorfendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×