NBA í nótt: Fimmta tap Miami í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. mars 2011 09:00 Chris Bosh klórar sér í hausnum í nótt. Mynd/AP Það virðist ekkert ganga upp hjá Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta þessa dagana en liðið tapaði í nótt sínum fimmta leik í röð. Miami tapaði nú fyrir Portland, 105-96, á heimavelli þó svo að ofurstjörnurnar Dwyane Wade og LeBron James hafi skilað sínu. Wade skoraði 38 stig og James var með 31 stig, ellefu fráköst og átta stoðsendingar í nótt. En það dugði ekki til og aðrir leikmenn í liðinu náðu sér illa á strik. Til að mynda skoruðu varamenn Portland samtals 41 stig í nótt en bekkurinn hjá Miami skilaði aðeins átta stigum. Þriðja „stjarnan" í þríeykinu svokallaða hjá Miami, Chris Bosh, nýtti aðeins þrjú af ellefu skotum sínum í leiknum og skoraði ekki nema sjö stig. Miami er aðeins tólfta liðið í sögu NBA-deildarinnar sem nær því að vinna bæði tólf leiki í röð og tapa fimm leikjum í röð á sama tímabilinu. LaMarcus Aldridge skoraði 26 stig fyrir Portland og Gerald Wallace 22. Brandon Roy og Andre Miller áttu einnig fínan leik og skiluðu báðir fjórtán stigum. Miami reyndi sitt besta til að ná undirtökunum í leiknum en varnarleikur Portland virtist snúast um að stöðva alla í liði Miami nema þá Wade og James. Það virkaði en á tæplega tíu mínútna kafla í síðari hálfleik skoraði enginn í liði Miami stig nema Wade. Portland náði því að halda Miami í þokkalegri fjarlægð á lokamínútum og fagna góðum sigri. Það var alls áttundi sigur liðsins á útivelli í röð.LA Lakers vann Atlanta, 101-87. Kobe Bryant skoraði 26 stig í leiknum og komst þar með upp fyrir Moses Malone í sjötta sætið á lista stigahæstu leikmanna NBA-deildarinnar frá upphafi með 27.423 stig. Þetta var áttundi sigur Lakers í röð sem mætir næst liði Miami á fimmtudagskvöldið.Philadelphia vann Indiana, 110-100. Thaddeus Young skoraði átján stig og Andre Iguodala sextán fyrir Philadelphia.Milwaukee vann Washington, 95-76. Brandon Jennings skoraði 23 stig og Andrew Bogut var með fjórtán stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar fyrir Milwaukee.Golden State vann Cleveland, 95-85. Monta Ellis skoraði 24 stig en hann setti alls niður sex þrista í leiknum í nótt sem er persónulegt met. Stephen Curry bætti við 23 stigum.Phoenix vann Houston, 113-110. Hakim Warrick bætti persónulegt met með því að skora 32 stig í leiknum fyrir Phoenix. NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Sjá meira
Það virðist ekkert ganga upp hjá Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta þessa dagana en liðið tapaði í nótt sínum fimmta leik í röð. Miami tapaði nú fyrir Portland, 105-96, á heimavelli þó svo að ofurstjörnurnar Dwyane Wade og LeBron James hafi skilað sínu. Wade skoraði 38 stig og James var með 31 stig, ellefu fráköst og átta stoðsendingar í nótt. En það dugði ekki til og aðrir leikmenn í liðinu náðu sér illa á strik. Til að mynda skoruðu varamenn Portland samtals 41 stig í nótt en bekkurinn hjá Miami skilaði aðeins átta stigum. Þriðja „stjarnan" í þríeykinu svokallaða hjá Miami, Chris Bosh, nýtti aðeins þrjú af ellefu skotum sínum í leiknum og skoraði ekki nema sjö stig. Miami er aðeins tólfta liðið í sögu NBA-deildarinnar sem nær því að vinna bæði tólf leiki í röð og tapa fimm leikjum í röð á sama tímabilinu. LaMarcus Aldridge skoraði 26 stig fyrir Portland og Gerald Wallace 22. Brandon Roy og Andre Miller áttu einnig fínan leik og skiluðu báðir fjórtán stigum. Miami reyndi sitt besta til að ná undirtökunum í leiknum en varnarleikur Portland virtist snúast um að stöðva alla í liði Miami nema þá Wade og James. Það virkaði en á tæplega tíu mínútna kafla í síðari hálfleik skoraði enginn í liði Miami stig nema Wade. Portland náði því að halda Miami í þokkalegri fjarlægð á lokamínútum og fagna góðum sigri. Það var alls áttundi sigur liðsins á útivelli í röð.LA Lakers vann Atlanta, 101-87. Kobe Bryant skoraði 26 stig í leiknum og komst þar með upp fyrir Moses Malone í sjötta sætið á lista stigahæstu leikmanna NBA-deildarinnar frá upphafi með 27.423 stig. Þetta var áttundi sigur Lakers í röð sem mætir næst liði Miami á fimmtudagskvöldið.Philadelphia vann Indiana, 110-100. Thaddeus Young skoraði átján stig og Andre Iguodala sextán fyrir Philadelphia.Milwaukee vann Washington, 95-76. Brandon Jennings skoraði 23 stig og Andrew Bogut var með fjórtán stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar fyrir Milwaukee.Golden State vann Cleveland, 95-85. Monta Ellis skoraði 24 stig en hann setti alls niður sex þrista í leiknum í nótt sem er persónulegt met. Stephen Curry bætti við 23 stigum.Phoenix vann Houston, 113-110. Hakim Warrick bætti persónulegt met með því að skora 32 stig í leiknum fyrir Phoenix.
NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Sjá meira