Handbolti

Þremur leikmönnum Dana ekki hleypt inn í Rússland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Anders Eggert er ekkert sérstaklega hress í dag.
Anders Eggert er ekkert sérstaklega hress í dag.
Danska landsliðið í handknattleik verður án þriggja sterkra leikmanna gegn Rússum í undankeppni EM þar sem þeim var ekki hleypt inn í landið.

Leikmennirnir - Anders Eggert, Lasse Svan Hansen og Sören Rasmussen - spila allir með þýska liðinu Flensburg.

Þeir fóru allir að spila með Flensburg í Rússlandi í lok síðasta mánaðar. Þá gekk allt smurt fyrir sig en vegabréfsáritunin sem þeir fengu var aðeins upp á eina heimsókn. Það vissu þeir ekki.

"Við komumst ekki til móts við liðið í dag. Við erum að vinna í málinu og vonandi getum við flogið beint í leikinn," sagði Eggert við danska fjölmiðla fyrr í dag.

Danska handknattleikssambandið hefur nú játað sig sigrað í málinu og leikmennirnir munu því ekki spila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×