Handbolti

Bitter kemur ekki með til Íslands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Johannes Bitter kemur ekki með til Íslands.
Johannes Bitter kemur ekki með til Íslands. Nordic Photos / Bongarts
Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur valið sautján leikmenn fyrir leikina gegn Íslandi í undankeppni EM 2012 og kemur fátt á óvart í hans vali.

Allir þeir sem voru með á HM í Svíþjóð eru í hópnum nema markvörðurinn Johannes Bitter sem er í fríi frá landsliðinu.

Carsten Lichtlein, markvörður Lemgo, fór með þýska landsliðinu til Svíþjóðar en var aldrei á skýrslu. Hann mun verja mark Þýskalands í leikjunum gegn Íslandi, ásamt Silvio Heinevetter.

Skyttan Steffen Weinhold, leikmaður Grosswallstadt, er þess fyrir utan eina viðbótin við þýska landsliðshópinn. Alls valdi Brand sautján leikmenn en hann getur þó aðeins verið með sextán á skýrslu.

Ísland tekur á móti Þýskalandi í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 9. mars næstkomandi klukkan 19.45. Liðin mætast svo í Halle-Westfalen í Þýskalandi fjórum dögum síðar.

Þýskaland olli miklum vonbrigðum í Svíþjóð en liðið endaði í ellefta sæti. Þýskaland var þó fyrst liðanna í keppninni til að vinna Ísland að velli en strákarnir okkar töpuðu öllum leikjum sínum á mótinu eftir það og enduðu í sjötta sæti.

Þýski landsliðshópurinn:

Markverðir
:

Silvio Heinevetter (Füchse Berlin, 57 leikir/0 mörk)

Carsten Lichtlein (TBV Lemgo, 130/1)

Vinstri hornamenn:


Uwe Gensheimer (Rhein-Neckar Löwen, 54/176)

Dominik Klein (THW Kiel, 128/242)

Hægri hornamenn:


Christian Sprenger (THW Kiel, 75/158)

Patrick Groetzki (Rhein-Neckar Löwen, 22/33)

Vinstri skyttur:


Pascal Hens (HSV Hamburg, 184/536)

Lars Kaufmann (Frisch Auf Göppingen, 108/271)

Sven-Sören Christophersen (Füchse Berlin, 54/78)

Leikstjórnendur
:

Michael Haaß (Frisch Auf Göppingen, 76/105)

Michael Kraus (HSV Hamburg,111/363)

Hægri skyttur:


Adrian Pfahl (VfL Gummersbach, 18/52)

Holger Glandorf (TBV Lemgo, 138/494)

Steffen Weinhold (TV Grosswallstadt, 17/27)

Línumenn
:

Sebastian Preiß (TBV Lemgo, 141/350)

Jacob Heinl (SG Flensburg-Handewitt, 20/27)

Oliver Roggisch (Rhein-Neckar Löwen, 154/29)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×