Handbolti

Björgvin Páll spilar líklega um helgina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Augað á Björgvini er komið í lag. Mynd/Vilhelm
Augað á Björgvini er komið í lag. Mynd/Vilhelm
Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson fékk jákvæðan úrskurð hjá augnlækni í morgun og má byrja að æfa handbolta á nýjan leik.

"Þetta eru alveg frábær tíðindi og augað er komið í lag. Enginn varanlegur skaði þannig að ég get ekki annað en brosað," sagði Björgvin við Vísi í hádeginu.

"Augað greri mjög vel og afar hratt að sögn læknisins. Bólgurnar er horfin sem og blæðingin. Augað er með öðrum orðum komið í lag. Ég má víst teljast nokkuð heppinn."

Björgvin Páll fékk bolta í augað daginn fyrir leik Þýskalands og Íslands um síðustu helgi og missti í kjölfarið sjónina um tíma. Hann gat ekki spilað leikinn mikilvæga gegn Þjóðverjum en mun væntanlega spila um helgina.

"Það er bara æfing hjá mér á eftir. Það er gott til þess að hleypa orkunni út. Svo spila ég væntanlega á sunnudag," sagði Björgvin Páll kátur en hann verður svo í eldlínunni með liði sínu, Kadetten Schaffhausen, í Meistaradeildinni næsta fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×