Söfnun hafin á Íslandi fyrir fórnarlömb hamfara í Japan 14. mars 2011 16:06 Rauði krossinn í Japan vinnur nú á sólarhringsvöktum við að veita aðstoð fyrir fórnarlömb hamfaranna miklu sem skóku landið síðastliðin föstudag. Í tilkynningu frá Rauða krossinum hér á landi segir að opnað hafi verið fyrir söfnunarsíma í númerinu 904 1500 og bætast þá 1500 krónur við næsta símreikning við hvert símtal. Framlögin renna til hjálparstarfs Rauða krossins í Japan. „Japanski Rauði krossinn hefur áratuga reynslu af því að bregðast við hamförum sem þessum, jarðskjálftum og flóðbylgjum, jafnt innanlands sem utan," segir í tilkynningu. „Rauði krossinn hefur þjálfað tugþúsundir starfsmanna og sjálfboðaliða á liðnum árum sem hafa nú verið virkjaðir til hjálparstarfa. Sextíu og tvær neyðarsveitir japanska Rauða krossins sem skipaðar eru rúmlega 400 heilbrigðisstarfsmönnum hafa veitt aðstoð á hamfarasvæðunum frá því jarðskjálftinn reið yfir." Rauði krossinn gegnir einnig lykilhlutverki við að dreifa hjálpargögnum, veita skyndihjálp og sálrænan stuðning. „Hjálpargögn verða send frá birgðastöð Alþjóða Rauða krossins í Kuala Lumpur til Japans um leið og ljóst er hver þörfin verður á næstu dögum. Hjálpargögnin eru fullbúin á flugvellinum í Kuala Lumpur. Frekari þörf verður svo metin jafnóðum eftir því sem afleiðingar hamfaranna skýrast. Japanski Rauði krossinn hefur ekki sent út formlega neyðarbeiðni, en þiggur fjárframlög frá systurfélögum sínum í Rauðakrosshreyfingunni að svo stöddu." Auk söfnunarsímans er einnig hægt að styrkja neyðaraðstoð Rauða krossins með því að greiða inn á bankareikning 0342, hb. 26, reikn. 12, kt. 530269-2649. Rauði krossinn hefur opnað sérstaka vefsíðu familylinks.icrc.org/eng/familylinks-japan til að aðstoða aðstandendur við að koma á tengslum sem rofnað hafa við ástvini á hamfarasvæðunum. Vefsíðan er á ensku, japönsku, kínversku, kóresku og portúgölsku. Hægt er að senda fyrirspurnir um fólk í Japan auk þess sem þeir sem þar eru staddir geta látið ættingja og vini vita af sér með Rauða kross skilaboðum á síðunni. Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Rauði krossinn í Japan vinnur nú á sólarhringsvöktum við að veita aðstoð fyrir fórnarlömb hamfaranna miklu sem skóku landið síðastliðin föstudag. Í tilkynningu frá Rauða krossinum hér á landi segir að opnað hafi verið fyrir söfnunarsíma í númerinu 904 1500 og bætast þá 1500 krónur við næsta símreikning við hvert símtal. Framlögin renna til hjálparstarfs Rauða krossins í Japan. „Japanski Rauði krossinn hefur áratuga reynslu af því að bregðast við hamförum sem þessum, jarðskjálftum og flóðbylgjum, jafnt innanlands sem utan," segir í tilkynningu. „Rauði krossinn hefur þjálfað tugþúsundir starfsmanna og sjálfboðaliða á liðnum árum sem hafa nú verið virkjaðir til hjálparstarfa. Sextíu og tvær neyðarsveitir japanska Rauða krossins sem skipaðar eru rúmlega 400 heilbrigðisstarfsmönnum hafa veitt aðstoð á hamfarasvæðunum frá því jarðskjálftinn reið yfir." Rauði krossinn gegnir einnig lykilhlutverki við að dreifa hjálpargögnum, veita skyndihjálp og sálrænan stuðning. „Hjálpargögn verða send frá birgðastöð Alþjóða Rauða krossins í Kuala Lumpur til Japans um leið og ljóst er hver þörfin verður á næstu dögum. Hjálpargögnin eru fullbúin á flugvellinum í Kuala Lumpur. Frekari þörf verður svo metin jafnóðum eftir því sem afleiðingar hamfaranna skýrast. Japanski Rauði krossinn hefur ekki sent út formlega neyðarbeiðni, en þiggur fjárframlög frá systurfélögum sínum í Rauðakrosshreyfingunni að svo stöddu." Auk söfnunarsímans er einnig hægt að styrkja neyðaraðstoð Rauða krossins með því að greiða inn á bankareikning 0342, hb. 26, reikn. 12, kt. 530269-2649. Rauði krossinn hefur opnað sérstaka vefsíðu familylinks.icrc.org/eng/familylinks-japan til að aðstoða aðstandendur við að koma á tengslum sem rofnað hafa við ástvini á hamfarasvæðunum. Vefsíðan er á ensku, japönsku, kínversku, kóresku og portúgölsku. Hægt er að senda fyrirspurnir um fólk í Japan auk þess sem þeir sem þar eru staddir geta látið ættingja og vini vita af sér með Rauða kross skilaboðum á síðunni.
Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira