Er þjóðaratkvæði allra meina bót? Þorsteinn Pálsson skrifar 12. mars 2011 06:00 Engu er líkara en forsetinn trúi því að Íslendingar hafi fyrst orðið alvöru lýðræðisríki eftir að hann gaf þeim þjóðaratkvæðið. Forsætisráðherra virðist einnig líta á þjóðaratkvæði sem hástig lýðræðisins nema þegar það stafar af forsetanum. Þegar rætt er almennt um þjóðaratkvæði þykir annar boðskapur ólýðræðislegur en opna eigi allar flóðgáttir í þeim efnum. Ef um er að ræða þjóðaratkvæði vegna tiltekins máls eru þeir fylgjandi sem orðið hafa undir á vettvangi fulltrúalýðræðisins en hinir andvígir sem eru í meirihlutanum. Dragi einhver í efa að rétt sé að skjóta tilteknu máli í þjóðaratkvæði er viðkvæðið: Nýtur þjóðin ekki trausts? Spurningunni er ætlað að virka sem eins konar haltukjaftibrjóstsykur á rökræður. Þeir sem vantreysta fólkinu eru ekki lýðræðissinnar. Verkurinn er sá að álitaefnið snýst ekki um hvort kjósendur eru traustsins verðir eða nægjanlega skynsamir til að taka ákvarðanir. Spurningin er hvort þeir sjálfir telja farsælast að taka sem flest mál í sínar eigin hendur eftir leiðum þjóðaratkvæðisins eða treysta á skipulag fulltrúalýðræðisins. Þeirrar tilhneigingar gætir í vaxandi mæli að stjórnmálamenn kjósa að þjóðin leiði þá en ekki þeir hana í vandasömum og umdeildum málum. Þá er lausnin þjóðaratkvæði. Forystuhræðslan er klædd í búning lýðræðisástar. Hin hliðin á þessum peningi er sú að með þessu víkur sú ábyrgð sem á að fylgja þeirri vegsemd að vera kjörinn fulltrúi. Ábyrgðin er aftur þungamiðja í virku lýðræði. Á ekki að ræða þá hlið málsins? Fulltrúalýðræðið Miklu skiptir að þeir sem taka ákvarðanir um löggjöf og stjórn landsins kunni góð skil á rökum og gagnrökum hvers máls og hafi sjálfir tekist á um þau. Þeir þurfa einnig að hafa glögga sýn yfir það hvernig úrslit í einu máli hafa áhrif á önnur. Þá hefur það þýðingu að aðferðir við töku ákvarðana séu eins skilvirkar og kröfur lýðræðisins leyfa. Mikilvægt er að kjósendur sem eru uppspretta valdsins í þjóðfélaginu geti komið fram ábyrgð gagnvart þeim sem ákvarðanir taka eftir því hvort þær reynast vel eða illa. Fullyrt er að þessi ábyrgð sé óvirk. Það er skrök. Þingmannaveltan er svo ör að eftir síðustu kosningar var meðalþingseta komin undir sjö ár. Hvort það hefur verið til bóta er svo önnur saga. Sérhver kjósandi er vitaskuld fær um að taka ákvarðanir með þeim hætti sem krafist er. Hann hefur hins vegar ekki sömu aðstöðu til þess og kjörnir fulltrúar sem bera jafnframt ábyrgð á niðurstöðum. Fulltrúalýðræðið er því ekki takmörkun á valdi fólksins. Það er aðferð sem fólkið hefur valið til þess að tryggja skilvirkni, vandvirkni og ábyrgð. Fulltrúalýðræðið er með öðrum orðum grundvallað á almannahagsmunum. Forsetinn neitar að bera ábyrgð á því að hafa hafnað Icesavelögunum. Ríkisstjórnin ætlar ekki að bera ábyrgð á sínum hlut málsins og segir að einungis eigi að kjósa um verk embættismanna. Hér eru kjósendur sviptir réttinum til að kalla einhverja til ábyrgðar ef ákvörðunin reynist illa eða til að endurnýja traust sitt verði hún til farsældar. Önnur almennari sjónarmið koma einnig til skoðunar. Verði þjóðaratkvæðagreiðslur daglegt brauð er hætt við að sérhagsmunahópar ráði miklu um niðurstöður vegna dræmrar kosningaþátttöku. Eins sýnir reynslan að kjósendur eru yfirleitt íhaldssamari en fulltrúar þeirra. Þessir stjórnarhættir geta því þýtt hægari framfarir. Málamiðlunum verður heldur ekki komið við í þjóðaratkvæði með sama hætti og á þingi. Það veikir lýðræðið. Hvenær þá? Þrátt fyrir þessi sjónarmið er þjóðaratkvæði mikilvægat þegar sérstaklega stendur á. Það sem máli skiptir er að skilgreina þau tilvik og tryggja að einhver eða einhverjir beri jafnan ábyrgð. Þjóðaratkvæði á ekki að nota til að veita þingmönnum leiðsögn um hvernig greiða eigi atkvæði á þingi. Þá þyrfti heldur ekki nema brot af núverandi þingmannafjölda. Tilgangurinn er að gefa þjóðinni kost á að staðfesta eða synja málum sem Alþingi hefur þegar samþykkt. Þjóðaratkvæði á ekki að fela í sér forystu heldur dóm um forystu í tilteknu máli. Nú er skylt að hafa þjóðaratkvæði um afsetningu forsetans og breytingar á kirkjuskipaninni. Æskilegt væri að sama gilti um lög um kosningar og kjördæmaskipun. Eins ætti slík skylda á að ná til laga sem fela í sér að fullveldisákvörðunum er deilt með öðrum þjóðum. Þá mætti frjálst val um þjóðaratkvæði vera í höndum ákveðins minnihluta þingmanna enda axli hann á því pólitíska ábyrgð. Í sérstökum tilvikum er þjóðaratkvæði hollt en það er ekki allra meina bót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Engu er líkara en forsetinn trúi því að Íslendingar hafi fyrst orðið alvöru lýðræðisríki eftir að hann gaf þeim þjóðaratkvæðið. Forsætisráðherra virðist einnig líta á þjóðaratkvæði sem hástig lýðræðisins nema þegar það stafar af forsetanum. Þegar rætt er almennt um þjóðaratkvæði þykir annar boðskapur ólýðræðislegur en opna eigi allar flóðgáttir í þeim efnum. Ef um er að ræða þjóðaratkvæði vegna tiltekins máls eru þeir fylgjandi sem orðið hafa undir á vettvangi fulltrúalýðræðisins en hinir andvígir sem eru í meirihlutanum. Dragi einhver í efa að rétt sé að skjóta tilteknu máli í þjóðaratkvæði er viðkvæðið: Nýtur þjóðin ekki trausts? Spurningunni er ætlað að virka sem eins konar haltukjaftibrjóstsykur á rökræður. Þeir sem vantreysta fólkinu eru ekki lýðræðissinnar. Verkurinn er sá að álitaefnið snýst ekki um hvort kjósendur eru traustsins verðir eða nægjanlega skynsamir til að taka ákvarðanir. Spurningin er hvort þeir sjálfir telja farsælast að taka sem flest mál í sínar eigin hendur eftir leiðum þjóðaratkvæðisins eða treysta á skipulag fulltrúalýðræðisins. Þeirrar tilhneigingar gætir í vaxandi mæli að stjórnmálamenn kjósa að þjóðin leiði þá en ekki þeir hana í vandasömum og umdeildum málum. Þá er lausnin þjóðaratkvæði. Forystuhræðslan er klædd í búning lýðræðisástar. Hin hliðin á þessum peningi er sú að með þessu víkur sú ábyrgð sem á að fylgja þeirri vegsemd að vera kjörinn fulltrúi. Ábyrgðin er aftur þungamiðja í virku lýðræði. Á ekki að ræða þá hlið málsins? Fulltrúalýðræðið Miklu skiptir að þeir sem taka ákvarðanir um löggjöf og stjórn landsins kunni góð skil á rökum og gagnrökum hvers máls og hafi sjálfir tekist á um þau. Þeir þurfa einnig að hafa glögga sýn yfir það hvernig úrslit í einu máli hafa áhrif á önnur. Þá hefur það þýðingu að aðferðir við töku ákvarðana séu eins skilvirkar og kröfur lýðræðisins leyfa. Mikilvægt er að kjósendur sem eru uppspretta valdsins í þjóðfélaginu geti komið fram ábyrgð gagnvart þeim sem ákvarðanir taka eftir því hvort þær reynast vel eða illa. Fullyrt er að þessi ábyrgð sé óvirk. Það er skrök. Þingmannaveltan er svo ör að eftir síðustu kosningar var meðalþingseta komin undir sjö ár. Hvort það hefur verið til bóta er svo önnur saga. Sérhver kjósandi er vitaskuld fær um að taka ákvarðanir með þeim hætti sem krafist er. Hann hefur hins vegar ekki sömu aðstöðu til þess og kjörnir fulltrúar sem bera jafnframt ábyrgð á niðurstöðum. Fulltrúalýðræðið er því ekki takmörkun á valdi fólksins. Það er aðferð sem fólkið hefur valið til þess að tryggja skilvirkni, vandvirkni og ábyrgð. Fulltrúalýðræðið er með öðrum orðum grundvallað á almannahagsmunum. Forsetinn neitar að bera ábyrgð á því að hafa hafnað Icesavelögunum. Ríkisstjórnin ætlar ekki að bera ábyrgð á sínum hlut málsins og segir að einungis eigi að kjósa um verk embættismanna. Hér eru kjósendur sviptir réttinum til að kalla einhverja til ábyrgðar ef ákvörðunin reynist illa eða til að endurnýja traust sitt verði hún til farsældar. Önnur almennari sjónarmið koma einnig til skoðunar. Verði þjóðaratkvæðagreiðslur daglegt brauð er hætt við að sérhagsmunahópar ráði miklu um niðurstöður vegna dræmrar kosningaþátttöku. Eins sýnir reynslan að kjósendur eru yfirleitt íhaldssamari en fulltrúar þeirra. Þessir stjórnarhættir geta því þýtt hægari framfarir. Málamiðlunum verður heldur ekki komið við í þjóðaratkvæði með sama hætti og á þingi. Það veikir lýðræðið. Hvenær þá? Þrátt fyrir þessi sjónarmið er þjóðaratkvæði mikilvægat þegar sérstaklega stendur á. Það sem máli skiptir er að skilgreina þau tilvik og tryggja að einhver eða einhverjir beri jafnan ábyrgð. Þjóðaratkvæði á ekki að nota til að veita þingmönnum leiðsögn um hvernig greiða eigi atkvæði á þingi. Þá þyrfti heldur ekki nema brot af núverandi þingmannafjölda. Tilgangurinn er að gefa þjóðinni kost á að staðfesta eða synja málum sem Alþingi hefur þegar samþykkt. Þjóðaratkvæði á ekki að fela í sér forystu heldur dóm um forystu í tilteknu máli. Nú er skylt að hafa þjóðaratkvæði um afsetningu forsetans og breytingar á kirkjuskipaninni. Æskilegt væri að sama gilti um lög um kosningar og kjördæmaskipun. Eins ætti slík skylda á að ná til laga sem fela í sér að fullveldisákvörðunum er deilt með öðrum þjóðum. Þá mætti frjálst val um þjóðaratkvæði vera í höndum ákveðins minnihluta þingmanna enda axli hann á því pólitíska ábyrgð. Í sérstökum tilvikum er þjóðaratkvæði hollt en það er ekki allra meina bót.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun