Páll Óskar endurgreiðir unglingunum: Enginn glæpamaður Erla Hlynsdóttir skrifar 10. mars 2011 11:15 Páll Óskar áritaði veggspjöld fyrir þá sem komu og fengu endurgreitt Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður ákvað á síðustu stundu að aflýsa stóru unglingaballi sem hann ætlaði að halda á skemmtistaðnum NASA í gær. Páll tók þessa ákvörðun eftir að hann fékk bréf frá verkefnisstjóra Heimilis og skóla sem sagði ÍTR, Velferðarráð Reykjavíkurborgar og barnaverndarnefnd hafi ályktað gegn böllum sem þessum. „Ástæðan fyrir því að ég slaufaði ballinu er að ég vil ekki hafa á tilfinningunni að ég sé einhver glæpamaður," segir Páll Óskar.Hitti aðdáendurna Þess í stað auglýsti hann rækilega að ballinu hefði verið aflýst og bauð öllum þeim sem áttu miða að mæta á NASA til að fá endurgreiðslu, veggspjöld og áritanir. Unglingarnir biðu í röðum eftir að fá að hitta átrúnaðargoðið sitt í gær og þó margir væru svekktir yfir því að fá ekki að fara á ball virtust þeir virkilega ánægðir með að fá að hitta hann í eigin persónu og fá eiginhandaráritun.Unglingunum fannst gaman að hitta átrúnaðargoðiðÍ bréfi sem Guðrún Jónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Heimili og skóla, sendi Páli Óskari í fyrradag er honum bent á að þeir sem hafa með velferð barna og unglinga að gera setja sig gegn böllum sem haldin eru af einkaaðilum án þess að ferðir unglinga til og frá balli séu tryggðar. Sem dæmi má nefna að á árlegu balli SAMFÉS fara gestir á staðinn í rútu og sömu leið aftur heim. Auk þess var í bréfinu gagnrýnt að ball Páls Óskars væri haldið á vínveitingastað, jafnvel þó engar vínveitingar væru þar í boði.Skipulagt í góðri trú Páll Óskar segist oft hafa komið fram á unglingaböllum á vegum skólayfirvalda. Þetta var hins vegar í fyrsta skipti sem hann ákvað sjálfur að halda slíkt ball. „Ég byrjaði að skipuleggja þetta upp úr áramótum í góðri trú. Við sóttum um leyfi til lögregluyfirvalda til að halda ball fyrir fjórtán ára og eldri, og það fékkst án nokkurra vandkvæða. Ég upplifði það því sem tvöföld skilaboð þegar ég fékk þetta bréf," segir Páll Óskar.Páll Óskar með bréfiðBallið átti að halda í gærkvöldi en þess í stað sat hann í þrjár klukkustundir á NASA þar sem hann hitti unglingana sem ætluðu á ballið, spjallaði og sat fyrir á myndum með þeim. Páll Óskar var í fyrstu mjög ósáttur en eftir langt og gott samtal við Guðrúnu í morgun er hann orðinn vonbetri. „Það kom upp sú hugmynd að halda svona ball með haustinu. Þá myndu allir aðilar bara koma saman að borðinu og skipuleggja þetta," segir hann. Hann leggur áherslu á að á ballinu á NASA hefðu átt að vera bæði fjöldi dyravarða auk lögreglumanna. Þá tekur hann fram að unglingar á böllunum hans hafi alltaf hagað sér „eins og englar."Ber virðingu fyrir unglingum „Þegar ég var fjórtán ára hefði ég viljað bara á ball með mér. Þegar ég var unglingur fór ég á böll sem ég gleymdi aldrei. Það er það sem mig langaði að gefa þessum krökkum - ógleymanlega skemmtun," segir hann. Páll Óskar segir að eftir að hann ákvað að aflýsa tónleikunum hafi aldrei annað komið til greina en að endurgreiða miðana sjálfur. „Við verðum að bera virðingu fyrir unglingum," segir hann. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður ákvað á síðustu stundu að aflýsa stóru unglingaballi sem hann ætlaði að halda á skemmtistaðnum NASA í gær. Páll tók þessa ákvörðun eftir að hann fékk bréf frá verkefnisstjóra Heimilis og skóla sem sagði ÍTR, Velferðarráð Reykjavíkurborgar og barnaverndarnefnd hafi ályktað gegn böllum sem þessum. „Ástæðan fyrir því að ég slaufaði ballinu er að ég vil ekki hafa á tilfinningunni að ég sé einhver glæpamaður," segir Páll Óskar.Hitti aðdáendurna Þess í stað auglýsti hann rækilega að ballinu hefði verið aflýst og bauð öllum þeim sem áttu miða að mæta á NASA til að fá endurgreiðslu, veggspjöld og áritanir. Unglingarnir biðu í röðum eftir að fá að hitta átrúnaðargoðið sitt í gær og þó margir væru svekktir yfir því að fá ekki að fara á ball virtust þeir virkilega ánægðir með að fá að hitta hann í eigin persónu og fá eiginhandaráritun.Unglingunum fannst gaman að hitta átrúnaðargoðiðÍ bréfi sem Guðrún Jónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Heimili og skóla, sendi Páli Óskari í fyrradag er honum bent á að þeir sem hafa með velferð barna og unglinga að gera setja sig gegn böllum sem haldin eru af einkaaðilum án þess að ferðir unglinga til og frá balli séu tryggðar. Sem dæmi má nefna að á árlegu balli SAMFÉS fara gestir á staðinn í rútu og sömu leið aftur heim. Auk þess var í bréfinu gagnrýnt að ball Páls Óskars væri haldið á vínveitingastað, jafnvel þó engar vínveitingar væru þar í boði.Skipulagt í góðri trú Páll Óskar segist oft hafa komið fram á unglingaböllum á vegum skólayfirvalda. Þetta var hins vegar í fyrsta skipti sem hann ákvað sjálfur að halda slíkt ball. „Ég byrjaði að skipuleggja þetta upp úr áramótum í góðri trú. Við sóttum um leyfi til lögregluyfirvalda til að halda ball fyrir fjórtán ára og eldri, og það fékkst án nokkurra vandkvæða. Ég upplifði það því sem tvöföld skilaboð þegar ég fékk þetta bréf," segir Páll Óskar.Páll Óskar með bréfiðBallið átti að halda í gærkvöldi en þess í stað sat hann í þrjár klukkustundir á NASA þar sem hann hitti unglingana sem ætluðu á ballið, spjallaði og sat fyrir á myndum með þeim. Páll Óskar var í fyrstu mjög ósáttur en eftir langt og gott samtal við Guðrúnu í morgun er hann orðinn vonbetri. „Það kom upp sú hugmynd að halda svona ball með haustinu. Þá myndu allir aðilar bara koma saman að borðinu og skipuleggja þetta," segir hann. Hann leggur áherslu á að á ballinu á NASA hefðu átt að vera bæði fjöldi dyravarða auk lögreglumanna. Þá tekur hann fram að unglingar á böllunum hans hafi alltaf hagað sér „eins og englar."Ber virðingu fyrir unglingum „Þegar ég var fjórtán ára hefði ég viljað bara á ball með mér. Þegar ég var unglingur fór ég á böll sem ég gleymdi aldrei. Það er það sem mig langaði að gefa þessum krökkum - ógleymanlega skemmtun," segir hann. Páll Óskar segir að eftir að hann ákvað að aflýsa tónleikunum hafi aldrei annað komið til greina en að endurgreiða miðana sjálfur. „Við verðum að bera virðingu fyrir unglingum," segir hann.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira