Páll Óskar endurgreiðir unglingunum: Enginn glæpamaður Erla Hlynsdóttir skrifar 10. mars 2011 11:15 Páll Óskar áritaði veggspjöld fyrir þá sem komu og fengu endurgreitt Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður ákvað á síðustu stundu að aflýsa stóru unglingaballi sem hann ætlaði að halda á skemmtistaðnum NASA í gær. Páll tók þessa ákvörðun eftir að hann fékk bréf frá verkefnisstjóra Heimilis og skóla sem sagði ÍTR, Velferðarráð Reykjavíkurborgar og barnaverndarnefnd hafi ályktað gegn böllum sem þessum. „Ástæðan fyrir því að ég slaufaði ballinu er að ég vil ekki hafa á tilfinningunni að ég sé einhver glæpamaður," segir Páll Óskar.Hitti aðdáendurna Þess í stað auglýsti hann rækilega að ballinu hefði verið aflýst og bauð öllum þeim sem áttu miða að mæta á NASA til að fá endurgreiðslu, veggspjöld og áritanir. Unglingarnir biðu í röðum eftir að fá að hitta átrúnaðargoðið sitt í gær og þó margir væru svekktir yfir því að fá ekki að fara á ball virtust þeir virkilega ánægðir með að fá að hitta hann í eigin persónu og fá eiginhandaráritun.Unglingunum fannst gaman að hitta átrúnaðargoðiðÍ bréfi sem Guðrún Jónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Heimili og skóla, sendi Páli Óskari í fyrradag er honum bent á að þeir sem hafa með velferð barna og unglinga að gera setja sig gegn böllum sem haldin eru af einkaaðilum án þess að ferðir unglinga til og frá balli séu tryggðar. Sem dæmi má nefna að á árlegu balli SAMFÉS fara gestir á staðinn í rútu og sömu leið aftur heim. Auk þess var í bréfinu gagnrýnt að ball Páls Óskars væri haldið á vínveitingastað, jafnvel þó engar vínveitingar væru þar í boði.Skipulagt í góðri trú Páll Óskar segist oft hafa komið fram á unglingaböllum á vegum skólayfirvalda. Þetta var hins vegar í fyrsta skipti sem hann ákvað sjálfur að halda slíkt ball. „Ég byrjaði að skipuleggja þetta upp úr áramótum í góðri trú. Við sóttum um leyfi til lögregluyfirvalda til að halda ball fyrir fjórtán ára og eldri, og það fékkst án nokkurra vandkvæða. Ég upplifði það því sem tvöföld skilaboð þegar ég fékk þetta bréf," segir Páll Óskar.Páll Óskar með bréfiðBallið átti að halda í gærkvöldi en þess í stað sat hann í þrjár klukkustundir á NASA þar sem hann hitti unglingana sem ætluðu á ballið, spjallaði og sat fyrir á myndum með þeim. Páll Óskar var í fyrstu mjög ósáttur en eftir langt og gott samtal við Guðrúnu í morgun er hann orðinn vonbetri. „Það kom upp sú hugmynd að halda svona ball með haustinu. Þá myndu allir aðilar bara koma saman að borðinu og skipuleggja þetta," segir hann. Hann leggur áherslu á að á ballinu á NASA hefðu átt að vera bæði fjöldi dyravarða auk lögreglumanna. Þá tekur hann fram að unglingar á böllunum hans hafi alltaf hagað sér „eins og englar."Ber virðingu fyrir unglingum „Þegar ég var fjórtán ára hefði ég viljað bara á ball með mér. Þegar ég var unglingur fór ég á böll sem ég gleymdi aldrei. Það er það sem mig langaði að gefa þessum krökkum - ógleymanlega skemmtun," segir hann. Páll Óskar segir að eftir að hann ákvað að aflýsa tónleikunum hafi aldrei annað komið til greina en að endurgreiða miðana sjálfur. „Við verðum að bera virðingu fyrir unglingum," segir hann. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður ákvað á síðustu stundu að aflýsa stóru unglingaballi sem hann ætlaði að halda á skemmtistaðnum NASA í gær. Páll tók þessa ákvörðun eftir að hann fékk bréf frá verkefnisstjóra Heimilis og skóla sem sagði ÍTR, Velferðarráð Reykjavíkurborgar og barnaverndarnefnd hafi ályktað gegn böllum sem þessum. „Ástæðan fyrir því að ég slaufaði ballinu er að ég vil ekki hafa á tilfinningunni að ég sé einhver glæpamaður," segir Páll Óskar.Hitti aðdáendurna Þess í stað auglýsti hann rækilega að ballinu hefði verið aflýst og bauð öllum þeim sem áttu miða að mæta á NASA til að fá endurgreiðslu, veggspjöld og áritanir. Unglingarnir biðu í röðum eftir að fá að hitta átrúnaðargoðið sitt í gær og þó margir væru svekktir yfir því að fá ekki að fara á ball virtust þeir virkilega ánægðir með að fá að hitta hann í eigin persónu og fá eiginhandaráritun.Unglingunum fannst gaman að hitta átrúnaðargoðiðÍ bréfi sem Guðrún Jónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Heimili og skóla, sendi Páli Óskari í fyrradag er honum bent á að þeir sem hafa með velferð barna og unglinga að gera setja sig gegn böllum sem haldin eru af einkaaðilum án þess að ferðir unglinga til og frá balli séu tryggðar. Sem dæmi má nefna að á árlegu balli SAMFÉS fara gestir á staðinn í rútu og sömu leið aftur heim. Auk þess var í bréfinu gagnrýnt að ball Páls Óskars væri haldið á vínveitingastað, jafnvel þó engar vínveitingar væru þar í boði.Skipulagt í góðri trú Páll Óskar segist oft hafa komið fram á unglingaböllum á vegum skólayfirvalda. Þetta var hins vegar í fyrsta skipti sem hann ákvað sjálfur að halda slíkt ball. „Ég byrjaði að skipuleggja þetta upp úr áramótum í góðri trú. Við sóttum um leyfi til lögregluyfirvalda til að halda ball fyrir fjórtán ára og eldri, og það fékkst án nokkurra vandkvæða. Ég upplifði það því sem tvöföld skilaboð þegar ég fékk þetta bréf," segir Páll Óskar.Páll Óskar með bréfiðBallið átti að halda í gærkvöldi en þess í stað sat hann í þrjár klukkustundir á NASA þar sem hann hitti unglingana sem ætluðu á ballið, spjallaði og sat fyrir á myndum með þeim. Páll Óskar var í fyrstu mjög ósáttur en eftir langt og gott samtal við Guðrúnu í morgun er hann orðinn vonbetri. „Það kom upp sú hugmynd að halda svona ball með haustinu. Þá myndu allir aðilar bara koma saman að borðinu og skipuleggja þetta," segir hann. Hann leggur áherslu á að á ballinu á NASA hefðu átt að vera bæði fjöldi dyravarða auk lögreglumanna. Þá tekur hann fram að unglingar á böllunum hans hafi alltaf hagað sér „eins og englar."Ber virðingu fyrir unglingum „Þegar ég var fjórtán ára hefði ég viljað bara á ball með mér. Þegar ég var unglingur fór ég á böll sem ég gleymdi aldrei. Það er það sem mig langaði að gefa þessum krökkum - ógleymanlega skemmtun," segir hann. Páll Óskar segir að eftir að hann ákvað að aflýsa tónleikunum hafi aldrei annað komið til greina en að endurgreiða miðana sjálfur. „Við verðum að bera virðingu fyrir unglingum," segir hann.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Sjá meira