Handbolti

Noregur, Danmörk og Svíþjóð töpuðu öll í gær

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Svíar töpuðu óvænt fyrir Slóvökum í gær.
Svíar töpuðu óvænt fyrir Slóvökum í gær. Nordic Photos / AFP
Keppni í alþjóðlegum handbolta fór aftur á fullt skrið í gær rétt rúmum mánuði eftir að HM í Svíþjóð lauk. Greinilegt er að nokkur af þeim liðum sem náðu hvað lengst þar áttu erfitt uppdráttar í gær.

Skemmst er frá því að segja að Noregur, Danmörk, Svíþjóð og Pólland töpuðu öll sínum leikjum í gær en leikið var í undankeppni EM 2012 sem fer fram í Serbíu á næsta ári.

Ísland stóð þó fyrir sínu og vann sannfærandi fimm marka sigur á Þýskalandi í gær, 36-31.

Slóvakía átti slæmu gengi að fagna á HM í Svíþjóð en gerði sér þó lítið fyrir í gær og unnu tveggja marka sigur á Svíum, 23-21.

Svíar komust í undanúrslit á mótinu á meðan að Slóvakar áttu skelfilegt mót og urðu á endanum að sætta sig við sautjánda sætið.

Norðmenn töpuðu fyrir Tékkum sem komust ekki einu sinni á HM í Svíþjóð, 29-26.

Þá máttu Danir, sem voru frábærir á HM og töpuðu naumlega fyrir Frökkum í úrslitaleik mótsins, sætta sig við tap fyrir Rússum á útivelli í gær, 31-27.

Öll þessi lið eiga þó enn góðan möguleika á því að komast á EM í Serbíu enda öll í talsvert auðveldari riðlum en þeim íslenska þar sem samkeppnin um tvö efstu sætin er afar hörð.

Austurríki er á toppnum í þeim riðli með fimm stig eftir sigur á Lettlandi á útivelli í gær, 28-25. Ísland kemur svo næst með fjögur stig og Þýskaland er með þrjú.

Áfram er spilað í undankeppni EM 2012 í kvöld.

Úrslit gærkvöldsins og leikir dagsins:

1. riðill:

Makedónía - Ungverjalnd 22-29

Eistland - Bosnía 35-30

2. riðill (leikir í dag):

Litháen - Rúmenía

Spánn - Króatía

3. riðill:

Slóvenía - Pólland 30-28

Úkraína - Portúgal (í dag)

4. riðill:

Slóvakía - Svíþjóð 23-21

Ísrael - Svartfjallaland 29-24

5. riðill:

Lettland - Austurríki 25-28

Ísland - Þýskaland 36-31

6. riðill:

Tékkland - Noregur 29-26

Grikkland - Holland 30-23

7. riðill:

Rússland - Danmörk 31-27

Sviss - Hvíta-Rússland 31-34




Fleiri fréttir

Sjá meira


×