Carlos Slim ríkastur og Facebook strákarnir í góðum málum 10. mars 2011 08:50 Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Carlos Slim heldur efsta sætinu á listanum yfir ríkustu menn veraldar. Mexíkóski fjarskiptamógúllinn jók auð sinn um rúma 20 milljarða dollara á síðasta ári og á 74 milljarða ef marka má nýjan lista Forbes tímaritsins sem gefinn er út árlega. Stofnandi Microsoft, Bill Gates þarf því að gera sér annað sætið að góðu annað árið í röð en hann þarf að skrimta með 56 milljarða dollara í sínum sjóðum. Milljarðamæringum í dollurum talið fjölgaði um rúmlega 200 frá fyrra ári og segir í Forbes að þeir hafi aldrei verið fleiri eða 1210 talsins.Facebook borgar sig Sex menn sem tengjast samskiptasíðunni Facebook hafa meðal annars komist í þann föngulega hóp, þar á meðal stofnandinn Mark Zuckerberg og fjórir náungar sem höfðu vit á að fjárfesta í fyrirbærinu. Þar á meðal er yngsti maðurinn á listanum, hinn 26 ára gamli Dustin Moskovits. Samanlagður auður milljarðamæringa heimsins í dollurum talið eru litlar 4,5 trilljónir.IKEA borgar sig ekki Ingvar Kamprand, sænski sérvitringurinn sem á og rekur Ikea er hinsvegar sá sem mestu tapaði á milli ára, eða 17 milljörðum dollara. Hann var í ellefta sæti í fyrra en þarf nú að sætta sig við 162 sætið. Hann er þó metinn á 6 milljarða dollara og ætti því að eiga til hnífs og skeiðar, ef hann verslar í Ikea. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Carlos Slim heldur efsta sætinu á listanum yfir ríkustu menn veraldar. Mexíkóski fjarskiptamógúllinn jók auð sinn um rúma 20 milljarða dollara á síðasta ári og á 74 milljarða ef marka má nýjan lista Forbes tímaritsins sem gefinn er út árlega. Stofnandi Microsoft, Bill Gates þarf því að gera sér annað sætið að góðu annað árið í röð en hann þarf að skrimta með 56 milljarða dollara í sínum sjóðum. Milljarðamæringum í dollurum talið fjölgaði um rúmlega 200 frá fyrra ári og segir í Forbes að þeir hafi aldrei verið fleiri eða 1210 talsins.Facebook borgar sig Sex menn sem tengjast samskiptasíðunni Facebook hafa meðal annars komist í þann föngulega hóp, þar á meðal stofnandinn Mark Zuckerberg og fjórir náungar sem höfðu vit á að fjárfesta í fyrirbærinu. Þar á meðal er yngsti maðurinn á listanum, hinn 26 ára gamli Dustin Moskovits. Samanlagður auður milljarðamæringa heimsins í dollurum talið eru litlar 4,5 trilljónir.IKEA borgar sig ekki Ingvar Kamprand, sænski sérvitringurinn sem á og rekur Ikea er hinsvegar sá sem mestu tapaði á milli ára, eða 17 milljörðum dollara. Hann var í ellefta sæti í fyrra en þarf nú að sætta sig við 162 sætið. Hann er þó metinn á 6 milljarða dollara og ætti því að eiga til hnífs og skeiðar, ef hann verslar í Ikea.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira