Óttinn eykur eftirspurn eftir dómsdagsíbúðum 28. mars 2011 09:36 Óttinn er orðinn að miklum viðskiptatækifærum í Bandaríkjunum. Þeir sem framleiða svokallaðar dómsdagsíbúðir anna ekki eftirspurn eftir þeim þessa dagana. Fjallað er um málið á viðskiptavefnum e24.no þar sem vitnað er í CNN Money. Þar er sagt frá Terra Vivios sem framleiðir sprengjuhelda íverustaði fyrir allt að 200 manns í einu. Á vefsíðu fyrirtækisins er því lofað að þessir íverustaðir, eða sprengjuherbergi, veiti vernd gegn kjarnorkustríði, eiturefnastríði, hryðjuverkum, anarkisma, rafrænum árásum, sólstormum, flóðbylgjum og eldgosum. Eftir að uppreisnir hófust fyrir botni Miðjarðarhafsins og jarðskjálfti og flóðbylgja léku Japani grátt hefur eftirspurnin eftir plássi í dómsdagsíbúðum Terra Vivios aukist um 1000%. Aðrir framleiðendur upplifa einnig verulega aukningu hjá sér. Sem dæmi má nefna að UndergroundBombShelter.com segir að eftirspurnin hafi aukist um 400% eftir sprengjuheldum herbergjum sem þeir framleiða og Northwest Shelter Systems segist þegar hafa selt 12 eintök af sinni útgáfu af sprengjuheldum íverustöðum. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Óttinn er orðinn að miklum viðskiptatækifærum í Bandaríkjunum. Þeir sem framleiða svokallaðar dómsdagsíbúðir anna ekki eftirspurn eftir þeim þessa dagana. Fjallað er um málið á viðskiptavefnum e24.no þar sem vitnað er í CNN Money. Þar er sagt frá Terra Vivios sem framleiðir sprengjuhelda íverustaði fyrir allt að 200 manns í einu. Á vefsíðu fyrirtækisins er því lofað að þessir íverustaðir, eða sprengjuherbergi, veiti vernd gegn kjarnorkustríði, eiturefnastríði, hryðjuverkum, anarkisma, rafrænum árásum, sólstormum, flóðbylgjum og eldgosum. Eftir að uppreisnir hófust fyrir botni Miðjarðarhafsins og jarðskjálfti og flóðbylgja léku Japani grátt hefur eftirspurnin eftir plássi í dómsdagsíbúðum Terra Vivios aukist um 1000%. Aðrir framleiðendur upplifa einnig verulega aukningu hjá sér. Sem dæmi má nefna að UndergroundBombShelter.com segir að eftirspurnin hafi aukist um 400% eftir sprengjuheldum herbergjum sem þeir framleiða og Northwest Shelter Systems segist þegar hafa selt 12 eintök af sinni útgáfu af sprengjuheldum íverustöðum.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira