Handbolti

Jesper Nielsen: Búinn að ganga frá Ólafi, Bielecki og Lijewski

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Stefánsson.
Ólafur Stefánsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Jesper Nielsen, eigandi AG Kaupmannahöfn, staðfesti það í viðtalsþættinum HåndboldDebatten á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 í gærkvöldi að hann væri búinn að ganga frá samningum við þá Ólaf Stefánsson, Karol Bielecki og Krzysztof Lijewski um að þeir spili með danska liðinu á næsta tímabili.

Guðjón valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson eru sagðir vera enn í viðræðum við AG en í frétt á heimasíðu félagsins kom þó fram að Jesper væri búinn að ganga frá samningi við Guðjón Val.

Pólverjarnir Karol Bielecki og Krzysztof Lijewski skrifuðu báðir undir fjögurra ára samning við AG en þeir eru miklir félagar og vildu spila saman.

Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason spila með danska liðinu á þessu tímabili en AG er þegar búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn en framundan er síðan úrslitakeppnin um danska meistaratitilinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×