NBA: Denver vann topplið San Antonio en New York tapar enn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2011 09:00 Manu Ginobili fékk tækifæri til að jafna leikinn í lokin en klikkaði. Mynd/AP Það hefur mikið breyst hjá Denver Nuggets og New York Knicks síðan að liðin skiptust á fjölda leikmanna fyrr í vetur. New York fékk stærstu stjörnu Denver, Carmelo Anthony, en lét frá sér marga sterka leikmenn. Síðan þá hefur allt gengið upp hjá Denver á meðan allt er á niðurleið hjá New York. Þetta mátti sjá í leikjum í NBA-deildinni í nótt því á meðan Denver vann topplið San Antonio þá tapaði New York á móti Orlando Magic. Wilson Chandler, fyrrum New York maður, skoraði úrslitakörfu fyrir Denver Nuggets 29,3 sekúndum fyrir leikslok í 115-112 sigri á toppliði San Antonio Spurs. Tim Duncan lék ekki með Spurs vegna meiðsla og það er ekki ljóst hversu lengi hann verður frá. Al Harrington skoraði 27 stig fyrir Denver og þeir Raymond Felton og J.R. Smith voru báðir með 18 stig. Denver hefur nú unnið 11 af 15 leikjum sínum síðan að félagið lét Anthony fara. „Það er mun erfiðara að reikna þá út núna. Þeir eru með fullt af leikmönnum sem geta skorað og þeir eru með mun meiri breidd," sagði Spurs-maðurinn Manu Ginobili um breytinguna á Denver-liðinu. Gary Neal skoraði 25 stig fyrir San Antonio, Ginobili var með 20 stig og Tony Parker skoraði 19 stig. Dwight Howard var með 33 stig og 11 fráköst þegar Orlando Magic vann sannfærandi 111-99 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Carmelo Anthony skoraði 24 stig fyrir New York en liðið tapaði í sjöunda sinn í síðustu átta leikjum og hefur aðeins unnið 7 af 17 leikjum síðan að hann kom frá Denver. Jameer Nelson skoraði 19 stig fyrir Orlando og Hedo Turkoglu var með 16 stig og 11 fráköst. New York datt niður fyri 50 prósent sigurhlutfall með þessu tapi í fyrsta sinn síðan í lok nóvember.Mynd/APDwyane Wade var með 24 stig og Chris Bosh bætti við 23 stigum þegar Miami Heat vann 100-94 sigur á Detroit Pistons. LeBron James var með 19 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar í sjötta sigri Miami í síðustu sjö leikjum sínum. Heat-liðið var ellefu stigum undir í lok þriðja leikhlutans en tók völdin í leiknum með því að skora fimmtán fyrstu stigin í lokaleikhlutanum. Richard Hamilton skoraði mest fyrir Detroit eða 27 stig. Aaron Brooks kom með 25 stig og 8 stoðsendingar af bekknum fyrir Phoenix Suns í 114-106 sigri á Toronto Raptors en Phoenix fékk 63 stig frá bekknum eftir að hafa spilað aðeins rúmum 20 tímum eftir að liðið tapaði í þríframlengdum leik á móti Lakers. Steve Nash var með 16 stig og 8 stoðsendingar og Marcin Gortat var með 15 stig, 8 fráköst og 5 varin skot. Andrea Bargnani skoraði 27 stig fyrir Toronto og DeMar DeRozan var með 19 stig.Mynd/APRussell Westbrook skoraði 31 stig og Kevin Durant bætti við 29 stigum þegar Oklahoma City Thunder vann 106-94 heimasigur á Utah Jazz. Utah datt þar með niður fyrir 50 prósent sigurhlutfall í fyrsta sinn síðan 6. nóvember en leikur liðsins hefur hrunið eftir að Jerry Sloan hætti að þjálfa liðið. Al Jefferson var með 32 stig og 12 fráköst hjá Utah sem er nánast búið að missa af möguleikanum á því að komast í úrslitakeppnina. Memphis Grizzlies vann 90-87 sigur á Boston Celtics í Boston þar sem Marc Gasol var með 11 stig og 11 fráköst og Zach Randolph bætti við 13 stigum og 8 fráköstum. Sigurinn kom sér afar vel fyrir Memphis í baráttunni um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina en hjálpaði líka Chicago að ná forskoti á Boston í baráttunni um efsta sætið í Austurdeildinni. Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston sem tapaði í fimmta sinn í síðustu níu leikjum en þá var Rajon Rondo með 6 stig, 7 stolna bolta, 11 stoðsendingar og 11 fráköst.Mynd/APBlake Griffin náði fyrstu þrennunni á ferlinum þegar Los Angeles Clippers vann 127-119 sigur Washington Wizards eftir framlengingu. Griffin var með 32 stig, 17 fráköst og 10 stoðendingar en lék í rúmlega 51 mínútu. Eric Gordon skoraði 32 stig fyrir Clippers og Mo Williams var með 17 stig og 10 stoðsendingar. John Wall vart með 32 stig og 10 stoðsendingar fyrir Washington, Jordan Crawford skoraði 25 stig og JaVale McGee var með 22 stig og 13 fráköst. Danny Granger skoraði 33 stig og Tyler Hansbrough var með 24 stig þegar Indiana Pacers vann 111-88 útisigur á Charlotte Bobcats en bæði lið eru að berjast um að komast í úrslitakeppnina í vor. Roy Hibbert var með 13 stig og 14 fráköst hjá Indiana en D.J. Augustin skoraði mest fyrir Charlotte eða 17 stig. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APCharlotte Bobcats-Indiana Pacers 88-111 Cleveland Cavaliers-New Jersey Nets 94-98 (framlengt) Philadelphia 76ers-Atlanta Hawks 105-100 Boston Celtics-Memphis Grizzlies 87-90 Detroit Pistons-Miami Heat 94-100 New York Knicks-Orlando Magic 99-111 Milwaukee Bucks-Sacramento Kings 90-97 Oklahoma City Thunder-Utah Jazz 106-94 Houston Rockets-Golden State Warriors 131-112 Phoenix Suns-Toronto Raptors 114-106 Denver Nuggets-San Antonio Spurs 115-112 Los Angeles Clippers-Washington Wizards 127-119 (framlengt) NBA Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Sjá meira
Það hefur mikið breyst hjá Denver Nuggets og New York Knicks síðan að liðin skiptust á fjölda leikmanna fyrr í vetur. New York fékk stærstu stjörnu Denver, Carmelo Anthony, en lét frá sér marga sterka leikmenn. Síðan þá hefur allt gengið upp hjá Denver á meðan allt er á niðurleið hjá New York. Þetta mátti sjá í leikjum í NBA-deildinni í nótt því á meðan Denver vann topplið San Antonio þá tapaði New York á móti Orlando Magic. Wilson Chandler, fyrrum New York maður, skoraði úrslitakörfu fyrir Denver Nuggets 29,3 sekúndum fyrir leikslok í 115-112 sigri á toppliði San Antonio Spurs. Tim Duncan lék ekki með Spurs vegna meiðsla og það er ekki ljóst hversu lengi hann verður frá. Al Harrington skoraði 27 stig fyrir Denver og þeir Raymond Felton og J.R. Smith voru báðir með 18 stig. Denver hefur nú unnið 11 af 15 leikjum sínum síðan að félagið lét Anthony fara. „Það er mun erfiðara að reikna þá út núna. Þeir eru með fullt af leikmönnum sem geta skorað og þeir eru með mun meiri breidd," sagði Spurs-maðurinn Manu Ginobili um breytinguna á Denver-liðinu. Gary Neal skoraði 25 stig fyrir San Antonio, Ginobili var með 20 stig og Tony Parker skoraði 19 stig. Dwight Howard var með 33 stig og 11 fráköst þegar Orlando Magic vann sannfærandi 111-99 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Carmelo Anthony skoraði 24 stig fyrir New York en liðið tapaði í sjöunda sinn í síðustu átta leikjum og hefur aðeins unnið 7 af 17 leikjum síðan að hann kom frá Denver. Jameer Nelson skoraði 19 stig fyrir Orlando og Hedo Turkoglu var með 16 stig og 11 fráköst. New York datt niður fyri 50 prósent sigurhlutfall með þessu tapi í fyrsta sinn síðan í lok nóvember.Mynd/APDwyane Wade var með 24 stig og Chris Bosh bætti við 23 stigum þegar Miami Heat vann 100-94 sigur á Detroit Pistons. LeBron James var með 19 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar í sjötta sigri Miami í síðustu sjö leikjum sínum. Heat-liðið var ellefu stigum undir í lok þriðja leikhlutans en tók völdin í leiknum með því að skora fimmtán fyrstu stigin í lokaleikhlutanum. Richard Hamilton skoraði mest fyrir Detroit eða 27 stig. Aaron Brooks kom með 25 stig og 8 stoðsendingar af bekknum fyrir Phoenix Suns í 114-106 sigri á Toronto Raptors en Phoenix fékk 63 stig frá bekknum eftir að hafa spilað aðeins rúmum 20 tímum eftir að liðið tapaði í þríframlengdum leik á móti Lakers. Steve Nash var með 16 stig og 8 stoðsendingar og Marcin Gortat var með 15 stig, 8 fráköst og 5 varin skot. Andrea Bargnani skoraði 27 stig fyrir Toronto og DeMar DeRozan var með 19 stig.Mynd/APRussell Westbrook skoraði 31 stig og Kevin Durant bætti við 29 stigum þegar Oklahoma City Thunder vann 106-94 heimasigur á Utah Jazz. Utah datt þar með niður fyrir 50 prósent sigurhlutfall í fyrsta sinn síðan 6. nóvember en leikur liðsins hefur hrunið eftir að Jerry Sloan hætti að þjálfa liðið. Al Jefferson var með 32 stig og 12 fráköst hjá Utah sem er nánast búið að missa af möguleikanum á því að komast í úrslitakeppnina. Memphis Grizzlies vann 90-87 sigur á Boston Celtics í Boston þar sem Marc Gasol var með 11 stig og 11 fráköst og Zach Randolph bætti við 13 stigum og 8 fráköstum. Sigurinn kom sér afar vel fyrir Memphis í baráttunni um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina en hjálpaði líka Chicago að ná forskoti á Boston í baráttunni um efsta sætið í Austurdeildinni. Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston sem tapaði í fimmta sinn í síðustu níu leikjum en þá var Rajon Rondo með 6 stig, 7 stolna bolta, 11 stoðsendingar og 11 fráköst.Mynd/APBlake Griffin náði fyrstu þrennunni á ferlinum þegar Los Angeles Clippers vann 127-119 sigur Washington Wizards eftir framlengingu. Griffin var með 32 stig, 17 fráköst og 10 stoðendingar en lék í rúmlega 51 mínútu. Eric Gordon skoraði 32 stig fyrir Clippers og Mo Williams var með 17 stig og 10 stoðsendingar. John Wall vart með 32 stig og 10 stoðsendingar fyrir Washington, Jordan Crawford skoraði 25 stig og JaVale McGee var með 22 stig og 13 fráköst. Danny Granger skoraði 33 stig og Tyler Hansbrough var með 24 stig þegar Indiana Pacers vann 111-88 útisigur á Charlotte Bobcats en bæði lið eru að berjast um að komast í úrslitakeppnina í vor. Roy Hibbert var með 13 stig og 14 fráköst hjá Indiana en D.J. Augustin skoraði mest fyrir Charlotte eða 17 stig. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APCharlotte Bobcats-Indiana Pacers 88-111 Cleveland Cavaliers-New Jersey Nets 94-98 (framlengt) Philadelphia 76ers-Atlanta Hawks 105-100 Boston Celtics-Memphis Grizzlies 87-90 Detroit Pistons-Miami Heat 94-100 New York Knicks-Orlando Magic 99-111 Milwaukee Bucks-Sacramento Kings 90-97 Oklahoma City Thunder-Utah Jazz 106-94 Houston Rockets-Golden State Warriors 131-112 Phoenix Suns-Toronto Raptors 114-106 Denver Nuggets-San Antonio Spurs 115-112 Los Angeles Clippers-Washington Wizards 127-119 (framlengt)
NBA Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Sjá meira