Umfjöllun: Keflavík í undanúrslit eftir sigur á ÍR í háspennuleik Stefán Árni Pálsson í Keflavík skrifar 23. mars 2011 21:06 Sigurður Þorsteinsson, lengst til vinstri, tryggði Keflavík framlengingu í blálokin. Mynd/Valli Það var sannkallaður háspennuleikur í Keflavík í kvöld þegar heimamenn unnu ÍR-inga, 95-90, í oddaleik 8-liða úrslita Iceland-Express deild karla, en framlengja þurfti leikinn. ÍR-ingar höfðu frumkvæðið í venjulegum leiktíma en eftir gríðarlega baráttu þá náðu Keflvíkingar að jafna leikinn. Keflvíkingar lögðu gruninn af sigrinum á fyrstu mínútum framlengingarinnar þegar þeir skoruðu fyrstu átta stigin og ÍR-ingar virtust fara á taugum. Það var allt á suðurpunkti í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld þegar heimamenn í Keflavík tóku á móti ÍR-ingum í oddaleik um það hvort liðið myndi fara áfram í undanúrslit Iceland-Express deild karla. Keflvíkingar hófu viðureingina af miklum krafti og unni fyrsta leikinn hér í Keflavík með 22 stiga mun ,115-93. ÍR-ingar neituðu aftur á móti að gefast upp og svöruðu til baka í næsta leik með sannfærandi sigri, 106-89. Það sem hefur einkennt þetta einvígi er mikill sóknarleikur en minna um góðan varnarleik. Það má fastlega búast við því að liðið sem nær upp öflugum varnarleik í kvöld mun fara áfram í undanúrslitin. Keflvíkingar byrjuðu leikinn virkilega vel og komust strax í 8-0. ÍR-ingar hrukku þá í gang og náðu að komast yfir 13-11. Eiríkur Önundarson, leikmaður ÍR, fór gjörsamlega á kostum í fyrsta leikhlutanum og skoraðu níu stig, en hans framlag var líklega ástæðan fyrir því að gestirnir höfðu tveggja stiga forystu, 19-17, eftir fyrsta fjórðunginn. Gestirnir héldu áfram sínu striki í öðrum leikhluta og voru virkilega skynsamir í öllum sínum aðgerðum. Varnarleikur Keflvíkinga var ekki upp á marga fiska og því áttu þeir í erfileikum með Breiðhyltingana. ÍR-ingar héldu nokkra stiga forskoti út hálfleikinn en staðan var 45-41 þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. ÍR-ingar náðu tólf stiga forystu, 65-53, undir lok þriðja leikhluta en það gekk nánast ekkert upp hjá Keflvíkingum á þeim tíma. ÍR-ingar voru að sýna einstaklega góðan varnarleik sem fór virkilega mikið í skapið á Keflvíkingum. Keflavík náðu aðeins að rétta úr kútnum fyrir loka fjórðunginn en staðan var 56-65 eftir þrjá leikhluta. Stemmningin í húsinu var frábær og algjör háspennulokaleikhluti framundan. Það tók liðin tæplega þrjár mínútur að skora fyrstu stigin í fjórða leikhlutanum og þá voru það gestirnir sem juku vel forskot sitt. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 62-72 fyrir ÍR og útlitið dökkt fyrir heimamenn. Smá saman komust Keflvíkingar inn í leikinn á meðan ÍR-ingar virtust vera gefa eftir. Keflvíkingar náðu að skora fimm stig á nokkrum sekúndum og allt í einu var mikil spenna komin í Toyota-höllina. Þegar ein mínúta var eftir var munurinn aðeins þrjú stig 74-77. Keflvíkingar komust í sókn og minnkuðu muninn í aðeins eitt stig. Því næst fóru ÍR-ingar á vítalínuna fengu tvö skot. James Bartolotta, leikmaður ÍR-inga skoraði aðeins úr öðru skotinu og Keflvíkingar því í gullnu tækifæri til þess að jafna leikinn. Það gekk eftir þegar Thomas Sanders, leikmaður heimamanna, skoraði úr sniðskoti þegar aðeins 1 sekúnda var eftir af venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Heimamenn mættu miklu ákveðnari til leiks í framlengingunni og skoruðu átta stig í röð strax í upphafi. Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Keflavíkur, fór gjörsamlega á kostum í framlengingunni og sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir suðurnesjamenn. ÍR-ingar gáfust aftur á móti aldrei upp en munurinn var orðin of mikill og því fóru Keflvíkingar í undanúrslit eftir frábæran sigur 95-90. Keflavík - ÍR 95-90 (41-45)Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 26/5 fráköst, Andrija Ciric 21/6 fráköst, Thomas Sanders 15/9 fráköst/6 stolnir, Hörður Axel Vilhjálmsson 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Gunnar Einarsson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2/4 fráköst.ÍR: Sveinbjörn Claessen 19, Nemanja Sovic 18/7 fráköst, Kelly Biedler 15/13 fráköst, James Bartolotta 14/4 fráköst, Eiríkur Önundarson 11/4 fráköst, Níels Dungal 11, Hjalti Friðriksson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Það var sannkallaður háspennuleikur í Keflavík í kvöld þegar heimamenn unnu ÍR-inga, 95-90, í oddaleik 8-liða úrslita Iceland-Express deild karla, en framlengja þurfti leikinn. ÍR-ingar höfðu frumkvæðið í venjulegum leiktíma en eftir gríðarlega baráttu þá náðu Keflvíkingar að jafna leikinn. Keflvíkingar lögðu gruninn af sigrinum á fyrstu mínútum framlengingarinnar þegar þeir skoruðu fyrstu átta stigin og ÍR-ingar virtust fara á taugum. Það var allt á suðurpunkti í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld þegar heimamenn í Keflavík tóku á móti ÍR-ingum í oddaleik um það hvort liðið myndi fara áfram í undanúrslit Iceland-Express deild karla. Keflvíkingar hófu viðureingina af miklum krafti og unni fyrsta leikinn hér í Keflavík með 22 stiga mun ,115-93. ÍR-ingar neituðu aftur á móti að gefast upp og svöruðu til baka í næsta leik með sannfærandi sigri, 106-89. Það sem hefur einkennt þetta einvígi er mikill sóknarleikur en minna um góðan varnarleik. Það má fastlega búast við því að liðið sem nær upp öflugum varnarleik í kvöld mun fara áfram í undanúrslitin. Keflvíkingar byrjuðu leikinn virkilega vel og komust strax í 8-0. ÍR-ingar hrukku þá í gang og náðu að komast yfir 13-11. Eiríkur Önundarson, leikmaður ÍR, fór gjörsamlega á kostum í fyrsta leikhlutanum og skoraðu níu stig, en hans framlag var líklega ástæðan fyrir því að gestirnir höfðu tveggja stiga forystu, 19-17, eftir fyrsta fjórðunginn. Gestirnir héldu áfram sínu striki í öðrum leikhluta og voru virkilega skynsamir í öllum sínum aðgerðum. Varnarleikur Keflvíkinga var ekki upp á marga fiska og því áttu þeir í erfileikum með Breiðhyltingana. ÍR-ingar héldu nokkra stiga forskoti út hálfleikinn en staðan var 45-41 þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. ÍR-ingar náðu tólf stiga forystu, 65-53, undir lok þriðja leikhluta en það gekk nánast ekkert upp hjá Keflvíkingum á þeim tíma. ÍR-ingar voru að sýna einstaklega góðan varnarleik sem fór virkilega mikið í skapið á Keflvíkingum. Keflavík náðu aðeins að rétta úr kútnum fyrir loka fjórðunginn en staðan var 56-65 eftir þrjá leikhluta. Stemmningin í húsinu var frábær og algjör háspennulokaleikhluti framundan. Það tók liðin tæplega þrjár mínútur að skora fyrstu stigin í fjórða leikhlutanum og þá voru það gestirnir sem juku vel forskot sitt. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 62-72 fyrir ÍR og útlitið dökkt fyrir heimamenn. Smá saman komust Keflvíkingar inn í leikinn á meðan ÍR-ingar virtust vera gefa eftir. Keflvíkingar náðu að skora fimm stig á nokkrum sekúndum og allt í einu var mikil spenna komin í Toyota-höllina. Þegar ein mínúta var eftir var munurinn aðeins þrjú stig 74-77. Keflvíkingar komust í sókn og minnkuðu muninn í aðeins eitt stig. Því næst fóru ÍR-ingar á vítalínuna fengu tvö skot. James Bartolotta, leikmaður ÍR-inga skoraði aðeins úr öðru skotinu og Keflvíkingar því í gullnu tækifæri til þess að jafna leikinn. Það gekk eftir þegar Thomas Sanders, leikmaður heimamanna, skoraði úr sniðskoti þegar aðeins 1 sekúnda var eftir af venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Heimamenn mættu miklu ákveðnari til leiks í framlengingunni og skoruðu átta stig í röð strax í upphafi. Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Keflavíkur, fór gjörsamlega á kostum í framlengingunni og sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir suðurnesjamenn. ÍR-ingar gáfust aftur á móti aldrei upp en munurinn var orðin of mikill og því fóru Keflvíkingar í undanúrslit eftir frábæran sigur 95-90. Keflavík - ÍR 95-90 (41-45)Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 26/5 fráköst, Andrija Ciric 21/6 fráköst, Thomas Sanders 15/9 fráköst/6 stolnir, Hörður Axel Vilhjálmsson 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Gunnar Einarsson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2/4 fráköst.ÍR: Sveinbjörn Claessen 19, Nemanja Sovic 18/7 fráköst, Kelly Biedler 15/13 fráköst, James Bartolotta 14/4 fráköst, Eiríkur Önundarson 11/4 fráköst, Níels Dungal 11, Hjalti Friðriksson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum