Haukar hætta við að áfrýja dómnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. mars 2011 15:53 Margrét Kara, til hægri, í leik með KR. Mynd/Daníel Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur hætt við að áfrýja dómnum sem Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, fékk í síðustu viku. Margrét Kara fékk tveggja leikja bann fyrir að slá til Maríu Lindar Sigurðardóttur, leikmanns Hauka, í leik liðanna fyrir tæpum tveimur vikum síðar. Á sama fundi Aga- og úrskurðarnefndar KKÍ var Davíð Páll Hermannsson, leikmaður Hauka, úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir sinn þátt í slagsmálum sem brutust út í leik liðsins gegn KFÍ í Iceland Express-deild karla. Haukar voru ósáttir við að Margrét Kara hafi ekki fengið þyngri dóm fyrir sitt brot, sérstaklega í ljósi þess að Davíð Páll var dæmdur í lengra bann en hún. Mikið var fjallað um málið fyrir helgi, sérstaklega eftir að myndbandsupptaka af atvikunum tveimur voru birtar á netinu, meðal annars hér á Vísi. „Okkur fannst umfjöllunin orðin nægilega mikil um þetta mál. Við viljum frekar taka það upp með KKÍ á næsta ársþingi sambandsins," sagði Samúel Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, í samtali við Vísi í dag. „Okkar sjónarmiðum hefur verið komið á framfæri." „Við viljum leggja fram tillögu um hvernig skuli breyta agareglum til að koma í veg fyrir ósamræmi eins og það sem kom upp í kringum þessi tvö mál," bætti hann við. „En þessi ákvörðun var tekin eingöngu af okkar hálfu. Það voru engir utanaðkomandi aðilar sem höfðu áhrif á hana." María Lind kærði Margréti Köru til lögreglunnar í Hafnarfirði fyrir líkamsárás. „Ég veit ekki betur en að hún muni halda sínu máli áfram og er það auðvitað alfarið hennar ákvörðun," sagði Samúel. Margrét Kara var í leikbanni þegar að KR tapaði fyrir Keflavík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna um helgina. Hún verður einnig í banni í leik liðanna annað kvöld en getur svo spilað með KR á ný þegar liðið fer til Keflavíkur á föstudagskvöldið. Keflavík hefur semsagt forystu í einvíginu, 1-0, en þrjá sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitunum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kara getur mögulega spilað með KR um helgina Svo gæti farið að Margrét Kara Sturludóttir muni spila með KR gegn Keflavík um helgina, þrátt fyrir að hún hafi verið dæmd í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. 17. mars 2011 16:41 Hrafn: Kara er mesta keppnismanneskja sem ég hef þjálfað Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þeir ræddu leikbann leikmanns hans Margrétar Köru Sturludóttur. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. 17. mars 2011 19:15 Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53 Margrét Kara: Þetta gerðist í einhverju bræðikasti í hita leiksins Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þau ræddu leikbann Margrétar Köru en hún var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. 17. mars 2011 18:45 María Lind kærir Margréti Köru til lögreglunnar Lögreglan í Hafnarfirði hefur staðfest að leikmaður Hauka hafi lagt inn kæru vegna líkamsárásar sem átti sér stað í leik Hauka og KR. 17. mars 2011 15:07 María Lind: Viðbrögð KR-inga alger brandari María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, er ekki sátt við niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur. 17. mars 2011 14:34 Körulaust KR-lið tapaði - Hamar lagði Njarðvík Úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna hófst í dag með tveimur leikjum. Hamar lagði þá Njarðvík á meðan Keflavík lagði KR í spennuleik. 19. mars 2011 17:52 Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur hætt við að áfrýja dómnum sem Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, fékk í síðustu viku. Margrét Kara fékk tveggja leikja bann fyrir að slá til Maríu Lindar Sigurðardóttur, leikmanns Hauka, í leik liðanna fyrir tæpum tveimur vikum síðar. Á sama fundi Aga- og úrskurðarnefndar KKÍ var Davíð Páll Hermannsson, leikmaður Hauka, úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir sinn þátt í slagsmálum sem brutust út í leik liðsins gegn KFÍ í Iceland Express-deild karla. Haukar voru ósáttir við að Margrét Kara hafi ekki fengið þyngri dóm fyrir sitt brot, sérstaklega í ljósi þess að Davíð Páll var dæmdur í lengra bann en hún. Mikið var fjallað um málið fyrir helgi, sérstaklega eftir að myndbandsupptaka af atvikunum tveimur voru birtar á netinu, meðal annars hér á Vísi. „Okkur fannst umfjöllunin orðin nægilega mikil um þetta mál. Við viljum frekar taka það upp með KKÍ á næsta ársþingi sambandsins," sagði Samúel Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, í samtali við Vísi í dag. „Okkar sjónarmiðum hefur verið komið á framfæri." „Við viljum leggja fram tillögu um hvernig skuli breyta agareglum til að koma í veg fyrir ósamræmi eins og það sem kom upp í kringum þessi tvö mál," bætti hann við. „En þessi ákvörðun var tekin eingöngu af okkar hálfu. Það voru engir utanaðkomandi aðilar sem höfðu áhrif á hana." María Lind kærði Margréti Köru til lögreglunnar í Hafnarfirði fyrir líkamsárás. „Ég veit ekki betur en að hún muni halda sínu máli áfram og er það auðvitað alfarið hennar ákvörðun," sagði Samúel. Margrét Kara var í leikbanni þegar að KR tapaði fyrir Keflavík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna um helgina. Hún verður einnig í banni í leik liðanna annað kvöld en getur svo spilað með KR á ný þegar liðið fer til Keflavíkur á föstudagskvöldið. Keflavík hefur semsagt forystu í einvíginu, 1-0, en þrjá sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitunum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kara getur mögulega spilað með KR um helgina Svo gæti farið að Margrét Kara Sturludóttir muni spila með KR gegn Keflavík um helgina, þrátt fyrir að hún hafi verið dæmd í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. 17. mars 2011 16:41 Hrafn: Kara er mesta keppnismanneskja sem ég hef þjálfað Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þeir ræddu leikbann leikmanns hans Margrétar Köru Sturludóttur. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. 17. mars 2011 19:15 Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53 Margrét Kara: Þetta gerðist í einhverju bræðikasti í hita leiksins Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þau ræddu leikbann Margrétar Köru en hún var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. 17. mars 2011 18:45 María Lind kærir Margréti Köru til lögreglunnar Lögreglan í Hafnarfirði hefur staðfest að leikmaður Hauka hafi lagt inn kæru vegna líkamsárásar sem átti sér stað í leik Hauka og KR. 17. mars 2011 15:07 María Lind: Viðbrögð KR-inga alger brandari María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, er ekki sátt við niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur. 17. mars 2011 14:34 Körulaust KR-lið tapaði - Hamar lagði Njarðvík Úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna hófst í dag með tveimur leikjum. Hamar lagði þá Njarðvík á meðan Keflavík lagði KR í spennuleik. 19. mars 2011 17:52 Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Kara getur mögulega spilað með KR um helgina Svo gæti farið að Margrét Kara Sturludóttir muni spila með KR gegn Keflavík um helgina, þrátt fyrir að hún hafi verið dæmd í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. 17. mars 2011 16:41
Hrafn: Kara er mesta keppnismanneskja sem ég hef þjálfað Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þeir ræddu leikbann leikmanns hans Margrétar Köru Sturludóttur. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. 17. mars 2011 19:15
Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53
Margrét Kara: Þetta gerðist í einhverju bræðikasti í hita leiksins Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þau ræddu leikbann Margrétar Köru en hún var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. 17. mars 2011 18:45
María Lind kærir Margréti Köru til lögreglunnar Lögreglan í Hafnarfirði hefur staðfest að leikmaður Hauka hafi lagt inn kæru vegna líkamsárásar sem átti sér stað í leik Hauka og KR. 17. mars 2011 15:07
María Lind: Viðbrögð KR-inga alger brandari María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, er ekki sátt við niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur. 17. mars 2011 14:34
Körulaust KR-lið tapaði - Hamar lagði Njarðvík Úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna hófst í dag með tveimur leikjum. Hamar lagði þá Njarðvík á meðan Keflavík lagði KR í spennuleik. 19. mars 2011 17:52
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum