Handbolti

Sverre og félagar fengu Lemgo í undanúrslitum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sverre í leik með Grosswallstadt.
Sverre í leik með Grosswallstadt.
Sverre Andreas Jakobsson og félagar í þýska handboltaliðinui Grosswallstadt eru einu skrefi frá því að komast í undanúrslit EHF-keppninnar í handknattleik.

Í morgun var dregið í undanúrslit keppninnar og lenti Grosswallstadt gegn núverandi meisturum Lemgo. Í hinni viðureigninni mætast þýska liðið Göppingen og spænska liðið Naturhouse la Rioja.

Einnig var dregið í undanúrslit annarra keppna og fór drátturinn svona.

Evrópukeppni bikarhafa:

San Anontio (Spánn) - Tremblay (Frakkland)

Gummersbach (Þýskaland) - HC Vardar (Makedóníu)

Áskorendakeppni Evrópu:

Cimos Koper (Slóvenía) - Dedeman Bacau (Rúmenía)

Partizan Dunav Osiguranje (Serbía) - Benfica (Portúgal)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×