Harma að taflborðið hafi verið selt úr landi 4. apríl 2011 21:46 Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands, seldi taflborðið á uppboði á dögunum fyrir tæpar 8 milljónir króna Skáksamband Íslands harmar að einstakir munir úr einvígi aldarinnar 1972 gangi kaupum og sölum og séu jafnvel seldir úr landi, segir í tilkynningu frá sambandinu. Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands, seldi taflborðið á uppboði á dögunum fyrir tæpar 8 milljónir króna en hann fékk það að gjöf frá sambandinu í nóvember árið 1972. Í samtali við Stöð 2 sagði Guðmundur að hann hafi ákveðið að bjóða borðið upp vegna fjárhagsvandræða og vonaðist til að fá tvær til þrjár milljónir fyrir það. Í tilkynningu frá Skáksambandi Íslands segir: „Að mati Skáksambandsins er hér um að ræða þjóðargersemar sem eiga að tilheyra íslensku þjóðinni og ættu að vera í varðveislu hjá til þess bærum aðila eins og t.d. Þjóðminjasafninu." Þá hvetur Skáksambandið þá aðila sem hafa undir höndum „verðmæta muni úr einvíginu að hafa samband við Skáksambandið og/eða Þjóðminjasafnið til að hægt sé að skrá og kortleggja hvar viðkomandi munir séu niður komnir." „Vegna fyrirspurna um einvígisborð það sem selt var á uppboði hjá Philipp Weiss um helgina, og notað var í þriðju skák einvígisins, er það bókað í fundargerð á stjórnarfundi Skáksambandsins haustið 1972 að Guðmundur G. Þórarinsson fengi borðið að gjöf. Það sama haust er einnig bókað í fundargerð að allir stjórnarmenn fái einnig árituð borð af Fischer og Spassky,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Einvígi aldarinnar Tengdar fréttir Seldi skákborðið fyrir tæpar átta milljónir Einvígisborðið úr þriðju einvígisskák einvígis aldarinnar var selt á uppboði í dag hjá Philip Weiss samkvæmt skák.is. Borðið seldist á 67.500 dollara, eða á um 7.750.000 krónur. 3. apríl 2011 09:58 Selur sögufræga taflmenn til að borga erlent lán "Þetta eru taflmennirnir sem þeir Boris Spasskí og Bobby Fischer tefldu með í þriðju skákinni í einvíginu mikla árið 1972 ásamt skákplötu, áritaðri af þeim báðum,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrum forseti Skáksambands Íslands. 23. mars 2011 00:01 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira
Skáksamband Íslands harmar að einstakir munir úr einvígi aldarinnar 1972 gangi kaupum og sölum og séu jafnvel seldir úr landi, segir í tilkynningu frá sambandinu. Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands, seldi taflborðið á uppboði á dögunum fyrir tæpar 8 milljónir króna en hann fékk það að gjöf frá sambandinu í nóvember árið 1972. Í samtali við Stöð 2 sagði Guðmundur að hann hafi ákveðið að bjóða borðið upp vegna fjárhagsvandræða og vonaðist til að fá tvær til þrjár milljónir fyrir það. Í tilkynningu frá Skáksambandi Íslands segir: „Að mati Skáksambandsins er hér um að ræða þjóðargersemar sem eiga að tilheyra íslensku þjóðinni og ættu að vera í varðveislu hjá til þess bærum aðila eins og t.d. Þjóðminjasafninu." Þá hvetur Skáksambandið þá aðila sem hafa undir höndum „verðmæta muni úr einvíginu að hafa samband við Skáksambandið og/eða Þjóðminjasafnið til að hægt sé að skrá og kortleggja hvar viðkomandi munir séu niður komnir." „Vegna fyrirspurna um einvígisborð það sem selt var á uppboði hjá Philipp Weiss um helgina, og notað var í þriðju skák einvígisins, er það bókað í fundargerð á stjórnarfundi Skáksambandsins haustið 1972 að Guðmundur G. Þórarinsson fengi borðið að gjöf. Það sama haust er einnig bókað í fundargerð að allir stjórnarmenn fái einnig árituð borð af Fischer og Spassky,“ segir ennfremur í tilkynningunni.
Einvígi aldarinnar Tengdar fréttir Seldi skákborðið fyrir tæpar átta milljónir Einvígisborðið úr þriðju einvígisskák einvígis aldarinnar var selt á uppboði í dag hjá Philip Weiss samkvæmt skák.is. Borðið seldist á 67.500 dollara, eða á um 7.750.000 krónur. 3. apríl 2011 09:58 Selur sögufræga taflmenn til að borga erlent lán "Þetta eru taflmennirnir sem þeir Boris Spasskí og Bobby Fischer tefldu með í þriðju skákinni í einvíginu mikla árið 1972 ásamt skákplötu, áritaðri af þeim báðum,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrum forseti Skáksambands Íslands. 23. mars 2011 00:01 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira
Seldi skákborðið fyrir tæpar átta milljónir Einvígisborðið úr þriðju einvígisskák einvígis aldarinnar var selt á uppboði í dag hjá Philip Weiss samkvæmt skák.is. Borðið seldist á 67.500 dollara, eða á um 7.750.000 krónur. 3. apríl 2011 09:58
Selur sögufræga taflmenn til að borga erlent lán "Þetta eru taflmennirnir sem þeir Boris Spasskí og Bobby Fischer tefldu með í þriðju skákinni í einvíginu mikla árið 1972 ásamt skákplötu, áritaðri af þeim báðum,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrum forseti Skáksambands Íslands. 23. mars 2011 00:01