Mögnuð ræða borgarstjórans: Varaliturinn gerði þau mennsk á ný 3. apríl 2011 13:36 Jón Gnarr flutti magnaða ræðu fyrir tískuvita. Mynd Arnþór Ræða Jón Gnarrs, borgarstjóra Reykjavíkur vakti talsverða athygli á opnunarhátíð Reykjavík fashion festival (RFF). Vísir greindi meðal annars frá því í morgun að setningaræðan hans hefði beinlínis skelft gesti tískuhátíðarinnar en það var Bleikt.is sem greindi fyrst frá málinu. Ræðuna má finna á vefsvæði Gunnars Lárusar Hjálmarssonar, yfirleitt kallaður Dr. Gunni. Í ræðunni rekur Jón hreint út sagt magnað sögu sem breski hermaðurinn Mervin Willett Gonin skrifaði í dagbók sína árið 1945 eftir að hversveit hans kom í útrýmingarbúðirnar Bergen-Belsen í Norðvestur Þýskalandi. Lýsingin er hryllileg en sveitin var sú fyrsta sem kom í útrýmingarbúðirnar. Þannig lýsir mervin því sem fyrir augum bar og það er óhætt að segja að lýsingarnar eru beinlínis sláandi. Mervin segir svo í dagbókarfærslunni að fyrir furðulegan misskilning hafi borist farmur af varalit í stað eðlilegra hjálpargagna frá Rauða krossinum. Mervin segir að hermennirnir hafi verið undrandi, enda alls ekki það sem þeir báðu um. En svo varð sú einstaka þróun að sögn Mervins, að fangarnir báru á sig varalitinn, og í raun fyrst þá upplifað sig sem einstaklinga eftir martraðakennda vist í útrýmingabúðum. Mervin segir að varaliturinn hafi gert þau mennsk á ný. Loksins gátu þau hugað að útliti sínu eins og manneskjur. Ræða Jóns, sem er óhætt að segja að sé hreint út sagt mögnuð, má lesa í heild sinni á vefsíðu Dr. Gunna. Þess má geta að Jón var sjálfur með varalit þegar hann flutti ræðuna, sem var misvel tekið af gestum og vakti jafnvel hneykslan. Fyrir þá sem vilja kynna sér hryllilega sögu útrýmingabúðanna geta nálgast upplýsingar hér. RFF Tengdar fréttir Varalitaður borgarstjóri skelfir tískuheiminn með stríðssögum Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, setti tískuhátíðina RFF í gærkvöldi en setningaræðan hans skelfdi beinlínis gesti tískuhátíðarinnar samkvæmt Bleikt.is. 3. apríl 2011 10:53 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
Ræða Jón Gnarrs, borgarstjóra Reykjavíkur vakti talsverða athygli á opnunarhátíð Reykjavík fashion festival (RFF). Vísir greindi meðal annars frá því í morgun að setningaræðan hans hefði beinlínis skelft gesti tískuhátíðarinnar en það var Bleikt.is sem greindi fyrst frá málinu. Ræðuna má finna á vefsvæði Gunnars Lárusar Hjálmarssonar, yfirleitt kallaður Dr. Gunni. Í ræðunni rekur Jón hreint út sagt magnað sögu sem breski hermaðurinn Mervin Willett Gonin skrifaði í dagbók sína árið 1945 eftir að hversveit hans kom í útrýmingarbúðirnar Bergen-Belsen í Norðvestur Þýskalandi. Lýsingin er hryllileg en sveitin var sú fyrsta sem kom í útrýmingarbúðirnar. Þannig lýsir mervin því sem fyrir augum bar og það er óhætt að segja að lýsingarnar eru beinlínis sláandi. Mervin segir svo í dagbókarfærslunni að fyrir furðulegan misskilning hafi borist farmur af varalit í stað eðlilegra hjálpargagna frá Rauða krossinum. Mervin segir að hermennirnir hafi verið undrandi, enda alls ekki það sem þeir báðu um. En svo varð sú einstaka þróun að sögn Mervins, að fangarnir báru á sig varalitinn, og í raun fyrst þá upplifað sig sem einstaklinga eftir martraðakennda vist í útrýmingabúðum. Mervin segir að varaliturinn hafi gert þau mennsk á ný. Loksins gátu þau hugað að útliti sínu eins og manneskjur. Ræða Jóns, sem er óhætt að segja að sé hreint út sagt mögnuð, má lesa í heild sinni á vefsíðu Dr. Gunna. Þess má geta að Jón var sjálfur með varalit þegar hann flutti ræðuna, sem var misvel tekið af gestum og vakti jafnvel hneykslan. Fyrir þá sem vilja kynna sér hryllilega sögu útrýmingabúðanna geta nálgast upplýsingar hér.
RFF Tengdar fréttir Varalitaður borgarstjóri skelfir tískuheiminn með stríðssögum Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, setti tískuhátíðina RFF í gærkvöldi en setningaræðan hans skelfdi beinlínis gesti tískuhátíðarinnar samkvæmt Bleikt.is. 3. apríl 2011 10:53 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
Varalitaður borgarstjóri skelfir tískuheiminn með stríðssögum Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, setti tískuhátíðina RFF í gærkvöldi en setningaræðan hans skelfdi beinlínis gesti tískuhátíðarinnar samkvæmt Bleikt.is. 3. apríl 2011 10:53