Íslenskt fyrirtæki gerir konunglegt brúðkaupsforrit 18. apríl 2011 13:41 Smáforritið The Royal Wedding; Your Personal Guide hefur litið dagsins ljós í netverslun Apple en forritið er gefið út af íslenska sprotafyrirtækinu Locatify. Með forritinu er hægt að fræðast um allt sem viðkemur fyrirhuguðu brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. Um er að ræða samstarfsverkefni nokkurra sérhæfðra fyrirtækja sem leggja fram reynsluríka sérfræðinga, hverja á sínu sviði, að því er fram kemur í tilkynningu. „Með innblæstri og sameinuðum sköpunarkrafti varð til smáforrit um fyrirhugað brúðkaup Kate Middleton and Prince William sem veitir einstaka og gagnvirka upplifun í formi margmiðlunar." Forritið byggir á gagnvirku viðmóti og kortum, áhugaverðum frásögnum, GPS staðsetningu, tónlist og ljósmyndum sem fléttast saman og skapa heildstæða mynd af þessari hátíðlegu viðhöfn sem talið er að um 28 milljónir manna fylgist með. „Leifur Björn Björnsson framkvæmdastjóri Locatify hafði umsjón með þróun brúðkaupsforritsins en verkið var unnið í samstarfi við íslenska fyrirtækið Fansy Pants Global. Hugmyndin að forritinu kom frá félaga Locatify í Bretlandi, Nicholas Craig eiganda StrollOn, efnisvinna var í höndum leikkonunnar Flora Montgomery en grafísk hönnun var unnin af Matthew Proud," segir í tilkynningu. „Í forritinu er einstakt, gagnvirkt viðmót þar sem leikmaður er áfram um slóðir brúðhjónanna. Frumlegt kortahjól sýnir framvindu dagskrár konunglega parsins, stund fyrir stund, á meðan á viðhöfninni stendur. Á sama tíma sést staðsetning notanda á kortinu, sé hann staddur í London, samtímis getur hann séð för brúðhjónanna á kortinu. Bent á hvar bestu útsýnisstaðirnir eru ásamt öðrum nauðsynlegum upplýsingar sem auðvelda skipulagningu þáttakenda í hátíðardagskránni," segir einnig en með „frásögnum, texta og ljósmyndum, sem kynda undir ímyndunaraflið, er allt það sem leikmenn hafa áhuga á að vita um konunglega brúðkaupið kynnt til sögunnar; dagskrá, gestalisti, smáatriði, forsaga og ýmislegt fleira sem aðdáendur konungsfjölskyldunnar þyrstir í að vita." Meðal annars er hægt að fræðast um menntun Kate og tískusmekk, „lesa um hennar uppáhaldshönnuði, hárgreiðsu og förðun. Í forritinu er að finna frásagnir af hvernig parið kynntist og varð ástfangið, saga sambands þess er rakin. Sagðar eru sögur af fjölskyldum parsins og vinum jafnt og öðru lykilfólki eins og brúðarmeyjum, hringberum og erkibiskupnum af Canterbury." Þá er fjölskrúðug saga Westminster Abbey þar sem brúðkaupið fer fram rakin og hægt er að hlusta á þá tónlist sem leikin verður í athöfninni og á meðan hestvagninn flytur brúðhjóninn til Buckingham hallarinnar. „Hér er að finna margvísleg smáatriði eins og leyndarmálið um brúðarvönd Kate, sögu giftingarhringsins og ýmislegt fleira sem gefur rétta stemningu og veitir heildstæða mynd af þessari hátíðlegu stund. Þetta er persónuleg leiðsögn um allt sem tengist konunglega brúðkaupinu og er í senn fræðandi, vönduð, gangvirk og skemmtileg." Forritið er til sölu í netverslun Apple og kostar 1.99 dali.Hægt er að skoða myndir frá forritinu hér. William & Kate Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Smáforritið The Royal Wedding; Your Personal Guide hefur litið dagsins ljós í netverslun Apple en forritið er gefið út af íslenska sprotafyrirtækinu Locatify. Með forritinu er hægt að fræðast um allt sem viðkemur fyrirhuguðu brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. Um er að ræða samstarfsverkefni nokkurra sérhæfðra fyrirtækja sem leggja fram reynsluríka sérfræðinga, hverja á sínu sviði, að því er fram kemur í tilkynningu. „Með innblæstri og sameinuðum sköpunarkrafti varð til smáforrit um fyrirhugað brúðkaup Kate Middleton and Prince William sem veitir einstaka og gagnvirka upplifun í formi margmiðlunar." Forritið byggir á gagnvirku viðmóti og kortum, áhugaverðum frásögnum, GPS staðsetningu, tónlist og ljósmyndum sem fléttast saman og skapa heildstæða mynd af þessari hátíðlegu viðhöfn sem talið er að um 28 milljónir manna fylgist með. „Leifur Björn Björnsson framkvæmdastjóri Locatify hafði umsjón með þróun brúðkaupsforritsins en verkið var unnið í samstarfi við íslenska fyrirtækið Fansy Pants Global. Hugmyndin að forritinu kom frá félaga Locatify í Bretlandi, Nicholas Craig eiganda StrollOn, efnisvinna var í höndum leikkonunnar Flora Montgomery en grafísk hönnun var unnin af Matthew Proud," segir í tilkynningu. „Í forritinu er einstakt, gagnvirkt viðmót þar sem leikmaður er áfram um slóðir brúðhjónanna. Frumlegt kortahjól sýnir framvindu dagskrár konunglega parsins, stund fyrir stund, á meðan á viðhöfninni stendur. Á sama tíma sést staðsetning notanda á kortinu, sé hann staddur í London, samtímis getur hann séð för brúðhjónanna á kortinu. Bent á hvar bestu útsýnisstaðirnir eru ásamt öðrum nauðsynlegum upplýsingar sem auðvelda skipulagningu þáttakenda í hátíðardagskránni," segir einnig en með „frásögnum, texta og ljósmyndum, sem kynda undir ímyndunaraflið, er allt það sem leikmenn hafa áhuga á að vita um konunglega brúðkaupið kynnt til sögunnar; dagskrá, gestalisti, smáatriði, forsaga og ýmislegt fleira sem aðdáendur konungsfjölskyldunnar þyrstir í að vita." Meðal annars er hægt að fræðast um menntun Kate og tískusmekk, „lesa um hennar uppáhaldshönnuði, hárgreiðsu og förðun. Í forritinu er að finna frásagnir af hvernig parið kynntist og varð ástfangið, saga sambands þess er rakin. Sagðar eru sögur af fjölskyldum parsins og vinum jafnt og öðru lykilfólki eins og brúðarmeyjum, hringberum og erkibiskupnum af Canterbury." Þá er fjölskrúðug saga Westminster Abbey þar sem brúðkaupið fer fram rakin og hægt er að hlusta á þá tónlist sem leikin verður í athöfninni og á meðan hestvagninn flytur brúðhjóninn til Buckingham hallarinnar. „Hér er að finna margvísleg smáatriði eins og leyndarmálið um brúðarvönd Kate, sögu giftingarhringsins og ýmislegt fleira sem gefur rétta stemningu og veitir heildstæða mynd af þessari hátíðlegu stund. Þetta er persónuleg leiðsögn um allt sem tengist konunglega brúðkaupinu og er í senn fræðandi, vönduð, gangvirk og skemmtileg." Forritið er til sölu í netverslun Apple og kostar 1.99 dali.Hægt er að skoða myndir frá forritinu hér.
William & Kate Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira