Grískir vextir standa í ljósum logum 14. apríl 2011 15:16 Efnahagur Grikklands er kominn fram á bjargbrúnina. Fjármálamarkaðir eru að undirbúa sig undir þjóðargjaldþrot landsins. Vextir á grískum ríkiskuldabréfum til styttri tíma standa í ljósum logum. Þetta kemur fram í frétt á börsen.dk. Þar segir að vextir á grískum ríkisskuldabréfum til tveggja ára hafi hækkað um tæpt prósentustig í dag og standi í tæpum 18%. Það er 16 prósentustigum hærra en þýsku viðmiðunarvextirnir eru. Vextir á bréfum til þriggja ára hafa hækkað álíka og eru komnir í rúm 19% sem er 17 prósentustigum hærra en þýsku vextirnir. Jacob Graven aðalhagfræðingur Sydbank segir að vextirnir séu orðnir það háir og fjárhagur Grikklands það slæmur að ekki verði komist hjá þjóðargjaldþroti landsins. „Þetta er bara orðin spurning um hvenær en ekki hvort Grikkir lýsa yfir þjóðargjaldþroti,“ segir Graven sem bætir því við að björgunarpakki frá ESB upp á 110 milljarða evra hafi ekki bjargað landinu. Hann hafi aðeins verið björgunarkútur sem loftið er að leka úr. Þá hækkuðu vextir á grískum ríkisskuldabréfum til tíu ára í yfir 13% í dag en það er í fyrsta sinn síðan 1998 sem slíkt gerist. Mikill orðrómur hefur gengið um fjármálamarkaði í dag um væntanlegt þjóðargjaldþrot Grikkja. Sá orðrómur hófst í kjölfar þess að Wolfgang Schaeuble fjármálaráðherra Þýskalands lét hafa það eftir sér að Grikkir ættu að sækja um endurskipulagningu á skuldum sínum. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Efnahagur Grikklands er kominn fram á bjargbrúnina. Fjármálamarkaðir eru að undirbúa sig undir þjóðargjaldþrot landsins. Vextir á grískum ríkiskuldabréfum til styttri tíma standa í ljósum logum. Þetta kemur fram í frétt á börsen.dk. Þar segir að vextir á grískum ríkisskuldabréfum til tveggja ára hafi hækkað um tæpt prósentustig í dag og standi í tæpum 18%. Það er 16 prósentustigum hærra en þýsku viðmiðunarvextirnir eru. Vextir á bréfum til þriggja ára hafa hækkað álíka og eru komnir í rúm 19% sem er 17 prósentustigum hærra en þýsku vextirnir. Jacob Graven aðalhagfræðingur Sydbank segir að vextirnir séu orðnir það háir og fjárhagur Grikklands það slæmur að ekki verði komist hjá þjóðargjaldþroti landsins. „Þetta er bara orðin spurning um hvenær en ekki hvort Grikkir lýsa yfir þjóðargjaldþroti,“ segir Graven sem bætir því við að björgunarpakki frá ESB upp á 110 milljarða evra hafi ekki bjargað landinu. Hann hafi aðeins verið björgunarkútur sem loftið er að leka úr. Þá hækkuðu vextir á grískum ríkisskuldabréfum til tíu ára í yfir 13% í dag en það er í fyrsta sinn síðan 1998 sem slíkt gerist. Mikill orðrómur hefur gengið um fjármálamarkaði í dag um væntanlegt þjóðargjaldþrot Grikkja. Sá orðrómur hófst í kjölfar þess að Wolfgang Schaeuble fjármálaráðherra Þýskalands lét hafa það eftir sér að Grikkir ættu að sækja um endurskipulagningu á skuldum sínum.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira