Dollarinn heldur áfram að veikjast 29. apríl 2011 11:39 Ekkert lát virðist vera á lækkun á gengi Bandaríkjadollars gagnvart helstu myntum. Þá þróun má einna helst rekja til væntinga markaðsaðila um að peningastefna Seðlabanka Bandaríkjanna verði slakari þegar fram í sækir en peningastefna ýmissa annarra seðlabanka. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að sem kunnugt er hafa margir seðlabankar hafið vaxtahækkunarferli til þess að slá á þá verðbólgu sem hefur aukist víðast hvar sem rekja má til hækkunar olíuverðs og annarra hrávara. Til að mynda hækkaði Evrópski Seðlabankinn snemma í apríl vexti sína um 25 punkta og standa þeir nú í 1,25%. Eru væntingar um að bankinn muni hækka vexti frekar á árinu. Englandsbanki hefur þó ekki hafið hækkunarferli en flest bendir til þess að það kunni að hefjast á næstu mánuðum. Þannig hljómar samantektarspá Reuters meðal greiningaraðila á þann veg að stýrivextir í Bretlandi muni hækka um 25 punkta fyrir lok þriðja ársfjórðungs, og að þeir muni standa í 1% um næstu áramót. Vextirnir eru nú 0,5%. Á hinn bóginn reikna markaðsaðilar með að Seðlabanki Bandaríkjanna komi ekki til með að hækka vexti bankans í langan tíma Stýrivextir Seðlabanka Bandaríkjanna standa enn í 0,25% eftir vaxtaákvörðun bankans í fyrradag sem þeir hafa verið síðan í desember árið 2008. Eru vextir bankans þar í landi með þeim lægstu í heiminum en stýrivextir eru aðeins lægri í einu landi, þ.e. Japan. Nú þegar þetta er ritað kostar evran 1,4865 Bandaríkjadollara en snemma á árinu stóð kostaði hún um 1,29 dollara. Jafngildir þetta því að Bandaríkjadollar hafi veikst um 13% gagnvart evru á þessum tíma og í raun hefur hann ekki verið svo veikur gagnvart evru frá því í byrjun desember árið 2009. Svipuð hreyfing hefur orðið á gengi dollars gagnvart breska pundinu. Nú þegar þetta er ritað kostar pundið 1,6688 dollara en í byrjun árs var það á um 1,55 dollara. Hefur dollarinn því veikst um rúm 7% gagnvart pundinu á tímabilinu. Ekki er útilokað að þessi þróun haldi áfram næstu daga, þ.e. að Bandaríkjadollar komi til með að veikjast enn frekar. Ofangreind þróun hefur einni haft áhrif á gengi hans gagnvart krónu. Kostar Bandaríkjadollar nú rétt rúmar 111 krónur á millibankamarkaði og hefur hann ekki verið jafn ódýr í krónum talið síðan í nóvemberbyrjun. Þess má geta að snemma á þessu árinu fór hann upp í rúmar 119 krónur og jafngildir þetta rúmlega 7% styrkingu krónunnar gagnvart honum á tímabilinu. Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Fleiri fréttir Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Ekkert lát virðist vera á lækkun á gengi Bandaríkjadollars gagnvart helstu myntum. Þá þróun má einna helst rekja til væntinga markaðsaðila um að peningastefna Seðlabanka Bandaríkjanna verði slakari þegar fram í sækir en peningastefna ýmissa annarra seðlabanka. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að sem kunnugt er hafa margir seðlabankar hafið vaxtahækkunarferli til þess að slá á þá verðbólgu sem hefur aukist víðast hvar sem rekja má til hækkunar olíuverðs og annarra hrávara. Til að mynda hækkaði Evrópski Seðlabankinn snemma í apríl vexti sína um 25 punkta og standa þeir nú í 1,25%. Eru væntingar um að bankinn muni hækka vexti frekar á árinu. Englandsbanki hefur þó ekki hafið hækkunarferli en flest bendir til þess að það kunni að hefjast á næstu mánuðum. Þannig hljómar samantektarspá Reuters meðal greiningaraðila á þann veg að stýrivextir í Bretlandi muni hækka um 25 punkta fyrir lok þriðja ársfjórðungs, og að þeir muni standa í 1% um næstu áramót. Vextirnir eru nú 0,5%. Á hinn bóginn reikna markaðsaðilar með að Seðlabanki Bandaríkjanna komi ekki til með að hækka vexti bankans í langan tíma Stýrivextir Seðlabanka Bandaríkjanna standa enn í 0,25% eftir vaxtaákvörðun bankans í fyrradag sem þeir hafa verið síðan í desember árið 2008. Eru vextir bankans þar í landi með þeim lægstu í heiminum en stýrivextir eru aðeins lægri í einu landi, þ.e. Japan. Nú þegar þetta er ritað kostar evran 1,4865 Bandaríkjadollara en snemma á árinu stóð kostaði hún um 1,29 dollara. Jafngildir þetta því að Bandaríkjadollar hafi veikst um 13% gagnvart evru á þessum tíma og í raun hefur hann ekki verið svo veikur gagnvart evru frá því í byrjun desember árið 2009. Svipuð hreyfing hefur orðið á gengi dollars gagnvart breska pundinu. Nú þegar þetta er ritað kostar pundið 1,6688 dollara en í byrjun árs var það á um 1,55 dollara. Hefur dollarinn því veikst um rúm 7% gagnvart pundinu á tímabilinu. Ekki er útilokað að þessi þróun haldi áfram næstu daga, þ.e. að Bandaríkjadollar komi til með að veikjast enn frekar. Ofangreind þróun hefur einni haft áhrif á gengi hans gagnvart krónu. Kostar Bandaríkjadollar nú rétt rúmar 111 krónur á millibankamarkaði og hefur hann ekki verið jafn ódýr í krónum talið síðan í nóvemberbyrjun. Þess má geta að snemma á þessu árinu fór hann upp í rúmar 119 krónur og jafngildir þetta rúmlega 7% styrkingu krónunnar gagnvart honum á tímabilinu.
Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Fleiri fréttir Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira