Hið reynslumikla lið San Antonio Spurs beit frá sér í nótt og komst aftur inn í rimmuna gegn Memphis með sigri í framlengingu. Spurs þarf samt að vinna næstu tvo leiki til þess að komast í næstu umferð.
Spurs leiddi lengstum en Memphis kom til baka og virtist ætla að klára leikinn er Spurs náði að tryggja sér framlengingu á dramatískan hátt. Þar skellti Spurs í lás og Memphis skoraði aðeins eina körfu utan af velli í framlengingunni. Manu Ginobili fór fyrir ákveðnu liði Spurs í nótt með 33 stig.
Miami var í miklu basli með Philadelphia i nótt en var sterkara undir lokin og sendi baráttuglaða leikmenn Sixers í frí. Dwyane Wade stigahæstur með 26 stig og Chris Bosh gat aldrei þessu vant eitthvað og skoraði 20 stig og tók 10 frákost.
Kevin Durant fór á kostum í liði Oklahoma, skoraði 41 stig og þar af 16 af síðustu 20 stigum liðsins er það sendi Denver í frí.
Úrslit (staðan í einvíginu):
San Antonio-Memphis 110-103 (2-3)
Miami-Philadelphia 97-91 (4-1)
Oklahoma-Denver 100-97 (4-1)
Körfubolti