NBA: Chicago og Miami komin í 3-0, Portland vann Dallas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2011 11:00 NBA: Chicago og Miami komin í 3-0, Portland vann DallasChicago Bulls og Miami Heat stigu stórt skref í átt að annarri umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar þau komust bæði í 3-0 í einvígum sínum. Portland Trail Blazers tókst hinsvegar að minnka muninn í 2-1 á móti Dallas Mavericks.Dwyane Wade var með 32 stig og 10 fráköst og LeBron James bætti við 24 stigum og 15 fráköstum þegar Miami Heat vann 100-94 útisigur á Philadelphia 76ers. Chris Bosh bætti við 19 stigum fyrir Miami-liðið sem lenti tíu stigum undir í byrjun en kom til baka og vantar nú aðeins einn sigur til viðbótar til þess að slá út Philadelphia. „Svona sáum við þetta fyrir okkur," sagði LeBron James eftir leikinn en maður leiksins var hinsvegar Wade sem fór á kostum. „Hann gerði sér grein fyrir því að við þurftum á aðeins meiru að halda frá honum," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami. Wade glímdi við mígrenishausverki í 36 tíma milli leikja eitt og tvö en var nú laus við sú veikindi. „Mér leið miklu betur og spilaði líka betur. Ég held að liðsfélagarnir hafi líka séð það fljótt," sagði Dwyane Wade. Elton Brand skoraði 21 stig og tók 11 fráköst hjá Philadelphia, Jrue Holiday skoraði 20 stig og Lou Williams var með 15 stig. Fjórði leikurinn er í Philadelphia á sunnudaginn.Mynd/APDerrick Rose skoraði 23 stig og skoraði mikilvæga körfu 17,8 sekúndum fyrir leikslok þegar Chicago Bulls vann 88-84 útisigur á Indiana Pacers. Rose skoraði 13 af stigum sínum í leiknum af vítalínunni en umrædd karfa var sú eina sem hann skoraði í seinni hálfleiknum. Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago og Kyle Korver var með 12 stig. Danny Granger skoraði 21 stig fyrir Indiana og átti möguleika að tryggja Indiana sigur í stöðunni 86-84 fyrir Chicago þegar 3 sekúndur voru eftir. Hann klikkaði hinsvegar á þriggja stiga skoti, Ronnie Brewer tók frákastið og setti síðan niður tvö víti þegar var brotið á honum.Wesley Matthews skoraði 25 stig fyrir Portland Trail Blazers sem vann 97-92 heimasigur á Dallas Mavericks og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. LaMarcus Aldridge skoraði 20 stig fyrir Portland og Brandon Roy kom með 16 stig inn af bekknum. Jason Terry átti stórleik fyrir Dallas og skoraði 29 stig. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt:Mynd/AP- Austurdeildin - Indiana Pacers-Chicago Bulls 84-88 (Staðan er 0-3) Philadelphia 76ers-Miami Heat 94-100 (0-3)- Vesturdeildin - Portland Trail Blazers-Dallas Mavericks 97-92 (1-2)Leikir í kvöld og nótt:- Austurdeildin - New York Knicks-Boston Celtics (Staðan er 0-2) Atlanta Hawks-Orlando Magic (1-1)- Vesturdeildin - New Orleans Hornets-Los Angeles Lakers (1-1) NBA Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
NBA: Chicago og Miami komin í 3-0, Portland vann DallasChicago Bulls og Miami Heat stigu stórt skref í átt að annarri umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar þau komust bæði í 3-0 í einvígum sínum. Portland Trail Blazers tókst hinsvegar að minnka muninn í 2-1 á móti Dallas Mavericks.Dwyane Wade var með 32 stig og 10 fráköst og LeBron James bætti við 24 stigum og 15 fráköstum þegar Miami Heat vann 100-94 útisigur á Philadelphia 76ers. Chris Bosh bætti við 19 stigum fyrir Miami-liðið sem lenti tíu stigum undir í byrjun en kom til baka og vantar nú aðeins einn sigur til viðbótar til þess að slá út Philadelphia. „Svona sáum við þetta fyrir okkur," sagði LeBron James eftir leikinn en maður leiksins var hinsvegar Wade sem fór á kostum. „Hann gerði sér grein fyrir því að við þurftum á aðeins meiru að halda frá honum," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami. Wade glímdi við mígrenishausverki í 36 tíma milli leikja eitt og tvö en var nú laus við sú veikindi. „Mér leið miklu betur og spilaði líka betur. Ég held að liðsfélagarnir hafi líka séð það fljótt," sagði Dwyane Wade. Elton Brand skoraði 21 stig og tók 11 fráköst hjá Philadelphia, Jrue Holiday skoraði 20 stig og Lou Williams var með 15 stig. Fjórði leikurinn er í Philadelphia á sunnudaginn.Mynd/APDerrick Rose skoraði 23 stig og skoraði mikilvæga körfu 17,8 sekúndum fyrir leikslok þegar Chicago Bulls vann 88-84 útisigur á Indiana Pacers. Rose skoraði 13 af stigum sínum í leiknum af vítalínunni en umrædd karfa var sú eina sem hann skoraði í seinni hálfleiknum. Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago og Kyle Korver var með 12 stig. Danny Granger skoraði 21 stig fyrir Indiana og átti möguleika að tryggja Indiana sigur í stöðunni 86-84 fyrir Chicago þegar 3 sekúndur voru eftir. Hann klikkaði hinsvegar á þriggja stiga skoti, Ronnie Brewer tók frákastið og setti síðan niður tvö víti þegar var brotið á honum.Wesley Matthews skoraði 25 stig fyrir Portland Trail Blazers sem vann 97-92 heimasigur á Dallas Mavericks og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. LaMarcus Aldridge skoraði 20 stig fyrir Portland og Brandon Roy kom með 16 stig inn af bekknum. Jason Terry átti stórleik fyrir Dallas og skoraði 29 stig. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt:Mynd/AP- Austurdeildin - Indiana Pacers-Chicago Bulls 84-88 (Staðan er 0-3) Philadelphia 76ers-Miami Heat 94-100 (0-3)- Vesturdeildin - Portland Trail Blazers-Dallas Mavericks 97-92 (1-2)Leikir í kvöld og nótt:- Austurdeildin - New York Knicks-Boston Celtics (Staðan er 0-2) Atlanta Hawks-Orlando Magic (1-1)- Vesturdeildin - New Orleans Hornets-Los Angeles Lakers (1-1)
NBA Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira