Sara Björk í viðtali hjá sænska útvarpinu - sló í gegn í framlínunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2011 15:30 Sara Björk Gunnarsdóttir. Mynd/Daníel Sara Björk Gunnarsdóttir sló í gegn í fyrsta heimaleiknum sínum með LdB FC Malmö þegar hún skoraði þrennu í 3-1 sigri á Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Sara Björk sem er vön því að spila á miðjunni blómstraði þarna í stöðu framherja. Sara Björk var í útvarpsviðtali hjá sænska ríkisútvarpinu eftir leikinn og þar tók útvarpsmaðurinn það fram að hún væri aðeins búin að vera í þrjár vikur í Svíþjóð og því færi viðtalið fram á ensku. „Ég var smá stressuð fyrir leikinn því þetta var fyrsti heimaleikurinn minn en það er bara gott að vera smá stressuð fyrir leiki," sagði Sara Björk sem skoraði öll þrjú mörkin sín í seinni hálfleiknum eftir að Hammarby hafði komist yfir í leiknum. „Við vorum óánægðar með fyrri hálfleikinn hjá okkur því við spiluðum ekki vel og sendingarnar voru ekki góðar. Það var gott hjá okkur að koma til baka í seinni hálfleik og skora þrjú mörk. Við fengum reyndar líka færi í fyrri hálfleik en þetta var góð endurkoma hjá okkur," sagði Sara, „Ég mér fannst annað markið mitt vera það fallegasta. Ég fékk þá góða sendingu frá Fridu og náði að hitta boltann vel," sagði Sara. „Ég veit ekki hvort ég verð markadrottning á þessu tímabili. Ég fæ að spila þessa stöðu og fékk tækifæri til þess að skora þessi mörk. Ég er viss um að ef Melis hefði spilað þessa stöðu þá hefði hún líka skorað úr þessum færum," sagði Sara en Manon Melis varð markadrottning deildarinnar á síðasta tímabili. „Ég átti góðan leik í dag og vonandi næ ég líka að spila vel í næsta leik. Ég hef ekki verið að spila sem framherji heldur sem miðjumaður en það var frábært að ná að skora þrjú mörk," sagði Sara í þessu viðtalið við Radiosporten. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir sló í gegn í fyrsta heimaleiknum sínum með LdB FC Malmö þegar hún skoraði þrennu í 3-1 sigri á Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Sara Björk sem er vön því að spila á miðjunni blómstraði þarna í stöðu framherja. Sara Björk var í útvarpsviðtali hjá sænska ríkisútvarpinu eftir leikinn og þar tók útvarpsmaðurinn það fram að hún væri aðeins búin að vera í þrjár vikur í Svíþjóð og því færi viðtalið fram á ensku. „Ég var smá stressuð fyrir leikinn því þetta var fyrsti heimaleikurinn minn en það er bara gott að vera smá stressuð fyrir leiki," sagði Sara Björk sem skoraði öll þrjú mörkin sín í seinni hálfleiknum eftir að Hammarby hafði komist yfir í leiknum. „Við vorum óánægðar með fyrri hálfleikinn hjá okkur því við spiluðum ekki vel og sendingarnar voru ekki góðar. Það var gott hjá okkur að koma til baka í seinni hálfleik og skora þrjú mörk. Við fengum reyndar líka færi í fyrri hálfleik en þetta var góð endurkoma hjá okkur," sagði Sara, „Ég mér fannst annað markið mitt vera það fallegasta. Ég fékk þá góða sendingu frá Fridu og náði að hitta boltann vel," sagði Sara. „Ég veit ekki hvort ég verð markadrottning á þessu tímabili. Ég fæ að spila þessa stöðu og fékk tækifæri til þess að skora þessi mörk. Ég er viss um að ef Melis hefði spilað þessa stöðu þá hefði hún líka skorað úr þessum færum," sagði Sara en Manon Melis varð markadrottning deildarinnar á síðasta tímabili. „Ég átti góðan leik í dag og vonandi næ ég líka að spila vel í næsta leik. Ég hef ekki verið að spila sem framherji heldur sem miðjumaður en það var frábært að ná að skora þrjú mörk," sagði Sara í þessu viðtalið við Radiosporten.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira