Sjóræningjar kosta Mærsk um 20 milljarða í ár 9. maí 2011 09:54 Allt bendir til þess að sjóræningjastarfsemi undan ströndum Sómalíu muni kosta danska skipafélagið Mærsk hátt í 200 milljónir dollara, eða um 20 milljarða kr. í ár. Þetta er tvöfalt hærri upphæð en Mærsk þurfti að greiða vegna sjóræningja á síðasta ári. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir að þessi aukakostnaður Mærsk felist einkum í því að skipafélagið þarf að sigla lengri leiðir framhjá aðalathafnasvæði sjóræningjanna og þar að auki að nota stærri og hraðskreiðari skip sem erfiðara er fyrir sjóræningjana að ráða við. Þetta samanlagt hækkar verulega eldsneytiskostnaðinn hjá Mærsk. Erik Rajberg forstjóri skipaflutninga á Mærsk segir að sjóræningjastarfsemin hafi aukið kostnaðinn hjá öllum skipafélögum sem siglt hafa undan ströndum austurhluta Afríku. Nokkur félög hafi alfarið hætt að sigla á þessum leiðum og ef sjóræningjastarfsemin aukist muni fleiri skipafélög hætta þessum siglingum. Í staðinn munu þau sigla suður fyrir Afríku með tilheyrandi kostnaðarhækkunum. Fari svo að Mærsk velji að sigla suður fyrir Afríku í stað þess að sigla um Súez skurðinn þýðir það að skip sem fer frá Singapore til Spánar verður 27 daga á leiðinni sem er aukning um 10 daga á þessari leið. Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Allt bendir til þess að sjóræningjastarfsemi undan ströndum Sómalíu muni kosta danska skipafélagið Mærsk hátt í 200 milljónir dollara, eða um 20 milljarða kr. í ár. Þetta er tvöfalt hærri upphæð en Mærsk þurfti að greiða vegna sjóræningja á síðasta ári. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir að þessi aukakostnaður Mærsk felist einkum í því að skipafélagið þarf að sigla lengri leiðir framhjá aðalathafnasvæði sjóræningjanna og þar að auki að nota stærri og hraðskreiðari skip sem erfiðara er fyrir sjóræningjana að ráða við. Þetta samanlagt hækkar verulega eldsneytiskostnaðinn hjá Mærsk. Erik Rajberg forstjóri skipaflutninga á Mærsk segir að sjóræningjastarfsemin hafi aukið kostnaðinn hjá öllum skipafélögum sem siglt hafa undan ströndum austurhluta Afríku. Nokkur félög hafi alfarið hætt að sigla á þessum leiðum og ef sjóræningjastarfsemin aukist muni fleiri skipafélög hætta þessum siglingum. Í staðinn munu þau sigla suður fyrir Afríku með tilheyrandi kostnaðarhækkunum. Fari svo að Mærsk velji að sigla suður fyrir Afríku í stað þess að sigla um Súez skurðinn þýðir það að skip sem fer frá Singapore til Spánar verður 27 daga á leiðinni sem er aukning um 10 daga á þessari leið.
Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira