NBA: Miami komið í 2-0 á móti Boston Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2011 09:00 LeBron James. Mynd/AP Miami Heat er komið í 2-0 í undanúrslitaeinvígi sínu í Austurdeild NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 11 stiga sigur á Boston Celticsí nótt en Oklahoma City Thunder náði hinsvegar að jafna einvígi sitt á móti Memphis Grizzlies sem hafði unnið fyrsta leikinn á útivelli. LeBron James skoraði 24 af 35 stigum sínum í seinni hálfleiknum þegar Miami Heat vann 102-91 sigur á Boston Celtics. Miami vann því báða heimaleiki sína en næstu tveir leikir verða spilaðir í Boston. Það er samt langt í leik þrjú sem verður ekki fyrr en á laugardaginn. Miami gerði út um leikinn með frábærum 14-0 spretti í lokaleikhlutanum þegar liðið breytti stöðunni úr 80-80 í 94-80 en Boston-menn klikkuðu þá á sex skotum í röð. „Við erum ánægðir með þetta en vitum að þetta envígi er langt, langt, langt frá því að vera búið. Núna fer ballið fyrst að byrja," sagði LeBron James eftir leikinn. Dwyane Wade var með 28 stig fyrir Miami og Chris Bosh bætti við 17 stigum og 11 fráköstum. Rajon Rondo var með 20 stig og 12 stoðsendingar fyrir Boston og Kevin Garnett skoraði 16 stig. Paul Pierce skoraði 11 stig en Ray Allen (7 stig) hitti aðeins úr 2 af 7 skotum sínum í leiknum.Kevin Durant og Zach Randolph.Mynd/APKevin Durant skoraði 26 stig og James Harden kom með 21 stig af bekknum þegar Oklahoma City Thunder vann 111-102 sigur á Memphis Grizzlies og jafnaði einvígið í 1-1. Russell Westbrook var með 24 stig hjá Thunder-liðinu og Eric Maynor skoraði 15 stig. Bekkurinn hjá Oklahoma City gerði gæfumuninn og voru í aðalhlutverki þegar liðið náði 18-6 spretti í byrjun fjórða leikhlutans. Oklahoma City komst 21 stigi yfir í lokaleikhlutanum en Memphis náði að minnka það forskot niður í 6 stig. Mike Conley skoraði 24 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá Memphis en aðalmenn í sigrinum í fyrsta leiknum, Zach Randolph og Marc Gasol, nýttu saman aðeins 5 af 22 skotum sínum í leiknum nótt. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:LeBron James og Ray Allen.Mynd/APAusturdeildin Chicago Bulls-Atlanta Hawks mætast í kvöld í Chicago (Staðan er 0-1) Miami Heat-Boston Celtics 102-91 (Staðan er 2-0)Vesturdeildin Los Angeles Lakers-Dallas Mavericks mætast í kvöld í LA (Staðan er 0-1) Oklahoma City Thunder-Memphis Grizzlies 111-102 (Staðan er 1-1) NBA Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Miami Heat er komið í 2-0 í undanúrslitaeinvígi sínu í Austurdeild NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 11 stiga sigur á Boston Celticsí nótt en Oklahoma City Thunder náði hinsvegar að jafna einvígi sitt á móti Memphis Grizzlies sem hafði unnið fyrsta leikinn á útivelli. LeBron James skoraði 24 af 35 stigum sínum í seinni hálfleiknum þegar Miami Heat vann 102-91 sigur á Boston Celtics. Miami vann því báða heimaleiki sína en næstu tveir leikir verða spilaðir í Boston. Það er samt langt í leik þrjú sem verður ekki fyrr en á laugardaginn. Miami gerði út um leikinn með frábærum 14-0 spretti í lokaleikhlutanum þegar liðið breytti stöðunni úr 80-80 í 94-80 en Boston-menn klikkuðu þá á sex skotum í röð. „Við erum ánægðir með þetta en vitum að þetta envígi er langt, langt, langt frá því að vera búið. Núna fer ballið fyrst að byrja," sagði LeBron James eftir leikinn. Dwyane Wade var með 28 stig fyrir Miami og Chris Bosh bætti við 17 stigum og 11 fráköstum. Rajon Rondo var með 20 stig og 12 stoðsendingar fyrir Boston og Kevin Garnett skoraði 16 stig. Paul Pierce skoraði 11 stig en Ray Allen (7 stig) hitti aðeins úr 2 af 7 skotum sínum í leiknum.Kevin Durant og Zach Randolph.Mynd/APKevin Durant skoraði 26 stig og James Harden kom með 21 stig af bekknum þegar Oklahoma City Thunder vann 111-102 sigur á Memphis Grizzlies og jafnaði einvígið í 1-1. Russell Westbrook var með 24 stig hjá Thunder-liðinu og Eric Maynor skoraði 15 stig. Bekkurinn hjá Oklahoma City gerði gæfumuninn og voru í aðalhlutverki þegar liðið náði 18-6 spretti í byrjun fjórða leikhlutans. Oklahoma City komst 21 stigi yfir í lokaleikhlutanum en Memphis náði að minnka það forskot niður í 6 stig. Mike Conley skoraði 24 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá Memphis en aðalmenn í sigrinum í fyrsta leiknum, Zach Randolph og Marc Gasol, nýttu saman aðeins 5 af 22 skotum sínum í leiknum nótt. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:LeBron James og Ray Allen.Mynd/APAusturdeildin Chicago Bulls-Atlanta Hawks mætast í kvöld í Chicago (Staðan er 0-1) Miami Heat-Boston Celtics 102-91 (Staðan er 2-0)Vesturdeildin Los Angeles Lakers-Dallas Mavericks mætast í kvöld í LA (Staðan er 0-1) Oklahoma City Thunder-Memphis Grizzlies 111-102 (Staðan er 1-1)
NBA Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira