Snorri Helga klárar nýja plötu Birgir Örn Steinarsson skrifar 25. maí 2011 15:09 Snorri Helgason. Snorri Helgason, fyrrum liðsmaður Sprengjuhallarinnar, er að ljúka vinnu að annarri breiðskífu sinni. Plötuna vinnur hann með aðstoð Sindra Má Sigfússonar úr Seabear og Sin Fang í hljóðveri hans í Reykjavík. "Ég kíkti í kaffi til hans á Gamlársdag 2010 og spurði hvort hann væri til í að vinna einhvers konar plötu með mér," segir Snorri í gegnum símann frá London þar sem hann býr nú og starfar. "Ég átti bara 5-6 lög sem voru "tilbúin" og svo var ég bara með nokkrar lagahugmyndir. Þannig að ég vissi ekki hvort að þetta yrði bara EP plata eða bara ein smáskífa. En við enduðum á því að taka upp 11 grunna að nýjum lögum á nokkrum dögum." Nýr hljómur Snorra er þónokkuð stökk frá frumraun hans I'm Gonna Put a Name on Your Door sem kom út 2009. "Við tókum ákvörðun mjög snemma í ferlinu að nota engar hefðbundnar trommur á plötunni en notast eingöngu við trommuheila og alls konar ásláttarhljóðfæri sem ég held að hafi haft mikil áhrif á hljóðheiminn og útsetningarnar á plötunni." Eftir að vinnu þeirra í Reykjavík lauk flaug Snorri aftur út til London og söng lögin í svefnherberginu heima hjá sér. Þvínæst lagði hann af stað í tónleikaferðalag um Evrópu ásamt Hjaltalín. Á nýju plötunni er eitthvað um gesti. Þar má nefna Guðmund Óskar Guðmundsson bassaleikari Hjaltalín, Sóley Stefánsdóttir úr Seabear og Sigurlaug Gísladóttir (betur þekkt sem Mr. Silla) sem syngur bakraddir. Platan kemur út í júlí á vegum Kimi Records. Snorri ætlar að frumflytja nokkur lög af þessari nýju plötu í næsta þætti Vasadiskó sem er á dagskrá X-ins 977 á sunnudaginn kl. 15. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Snorri Helgason, fyrrum liðsmaður Sprengjuhallarinnar, er að ljúka vinnu að annarri breiðskífu sinni. Plötuna vinnur hann með aðstoð Sindra Má Sigfússonar úr Seabear og Sin Fang í hljóðveri hans í Reykjavík. "Ég kíkti í kaffi til hans á Gamlársdag 2010 og spurði hvort hann væri til í að vinna einhvers konar plötu með mér," segir Snorri í gegnum símann frá London þar sem hann býr nú og starfar. "Ég átti bara 5-6 lög sem voru "tilbúin" og svo var ég bara með nokkrar lagahugmyndir. Þannig að ég vissi ekki hvort að þetta yrði bara EP plata eða bara ein smáskífa. En við enduðum á því að taka upp 11 grunna að nýjum lögum á nokkrum dögum." Nýr hljómur Snorra er þónokkuð stökk frá frumraun hans I'm Gonna Put a Name on Your Door sem kom út 2009. "Við tókum ákvörðun mjög snemma í ferlinu að nota engar hefðbundnar trommur á plötunni en notast eingöngu við trommuheila og alls konar ásláttarhljóðfæri sem ég held að hafi haft mikil áhrif á hljóðheiminn og útsetningarnar á plötunni." Eftir að vinnu þeirra í Reykjavík lauk flaug Snorri aftur út til London og söng lögin í svefnherberginu heima hjá sér. Þvínæst lagði hann af stað í tónleikaferðalag um Evrópu ásamt Hjaltalín. Á nýju plötunni er eitthvað um gesti. Þar má nefna Guðmund Óskar Guðmundsson bassaleikari Hjaltalín, Sóley Stefánsdóttir úr Seabear og Sigurlaug Gísladóttir (betur þekkt sem Mr. Silla) sem syngur bakraddir. Platan kemur út í júlí á vegum Kimi Records. Snorri ætlar að frumflytja nokkur lög af þessari nýju plötu í næsta þætti Vasadiskó sem er á dagskrá X-ins 977 á sunnudaginn kl. 15. Fylgist með Vasadiskó á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira