Ferðaþjónustuaðilar bjartsýnir á framhaldið 25. maí 2011 12:54 MYND/Jón Ólafur Magnússon Ferðaþjónustuaðilar á Suðurlandi eru bjartsýnir um framhaldið þrátt fyrir erfiðleika undanfarinna daga, enda hefur dregið verulega úr gosinu og merki eru um að því sé jafnvel lokið. Markaðsstofa Suðurlands hvetur þá sem ætla að ferðast um Suðurland á næstu dögum og í sumar að fylgjast með fréttum næstu daga og afla sér upplýsinga áður en ferðaáætlunum er breytt. Mikið hefur dregið úr gjóskuframleiðslu og öskufall er nú á afmörkuðu svæði. Rangárþing, Suðurströndin, Mýrdalurinn og uppsveitir Árnessýslu eru að mestu laus við ösku. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ríkis Vatnajökuls, sem er ferðaþjónustu-, menningar- og matvælaklasi Suðausturlands, segir nokkurt öskufall hafa verið í upphafi gossins en það sé nú að mestu horfið, veður sé fallegt og græni liturinn allsráðandi á túnum á ný. „Búið er að undirbúa sumarið vel og á svæðinu í kringum Klaustur hefur gistirými verið aukið mikið frá því á síðasta ári. Ferðaþjónustan býður upp á ýmsa afþreyingu og er tilbúin til að taka á móti ferðamönnum og aðstoða við ferðir og skipulagningu þeirra,“ segir í tilkynningu. Davíð Samúelsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands segir að ferðaþjónustuaðilar taki þessu með jafnaðargeði enda séu þeir vanir nábýli við náttúruna og kunna bæði að takast á við hana og njóta hennar. „Nú eru þeir að búa sig undir að taka á móti ferðamannastraumnum aftur um leið og hringvegurinn opnast. Það er því engin ástæða fyrir fólk sem ætlar að ferðast um Suðurland að afbóka, en við hvetjum fólk til að fylgjast með fréttum og afla sér upplýsinga." Grímsvötn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Sjá meira
Ferðaþjónustuaðilar á Suðurlandi eru bjartsýnir um framhaldið þrátt fyrir erfiðleika undanfarinna daga, enda hefur dregið verulega úr gosinu og merki eru um að því sé jafnvel lokið. Markaðsstofa Suðurlands hvetur þá sem ætla að ferðast um Suðurland á næstu dögum og í sumar að fylgjast með fréttum næstu daga og afla sér upplýsinga áður en ferðaáætlunum er breytt. Mikið hefur dregið úr gjóskuframleiðslu og öskufall er nú á afmörkuðu svæði. Rangárþing, Suðurströndin, Mýrdalurinn og uppsveitir Árnessýslu eru að mestu laus við ösku. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ríkis Vatnajökuls, sem er ferðaþjónustu-, menningar- og matvælaklasi Suðausturlands, segir nokkurt öskufall hafa verið í upphafi gossins en það sé nú að mestu horfið, veður sé fallegt og græni liturinn allsráðandi á túnum á ný. „Búið er að undirbúa sumarið vel og á svæðinu í kringum Klaustur hefur gistirými verið aukið mikið frá því á síðasta ári. Ferðaþjónustan býður upp á ýmsa afþreyingu og er tilbúin til að taka á móti ferðamönnum og aðstoða við ferðir og skipulagningu þeirra,“ segir í tilkynningu. Davíð Samúelsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands segir að ferðaþjónustuaðilar taki þessu með jafnaðargeði enda séu þeir vanir nábýli við náttúruna og kunna bæði að takast á við hana og njóta hennar. „Nú eru þeir að búa sig undir að taka á móti ferðamannastraumnum aftur um leið og hringvegurinn opnast. Það er því engin ástæða fyrir fólk sem ætlar að ferðast um Suðurland að afbóka, en við hvetjum fólk til að fylgjast með fréttum og afla sér upplýsinga."
Grímsvötn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent