Gosmökkurinn lækkar jafnt og þétt 23. maí 2011 06:50 Eldgosið í Grímsvötnum. Gosmökkurinn úr Grímsvötnum hefur lækkað jafnt og þétt í nótt og nær nú innan við tíu kílómetra hæð, en fór í hátt í tuttugu kílómetra hæð í fyrrinótt. Þá hefur verulega dregið úr skjálftavirkni á svæðinu í nótt, en gosórói er nokkuð stöðugur þannig að ekki sér fyrir endalok gossins. Það er líka töluvert öskufall á Kirkjubæjarklaustri þessa stundina og víðar á Suðurlandi. Margir hjálparsveitarmenn og lögreglumenn eru til taks í grennd við gosið, en engin sjúkraútköll eða hjálparbeiðnir bárust í nótt, samkvæmt upplýsingum Samhæfingarstöðvar Almannavarna, sem var mönnuð í nótt. Hringvegurinn á milli Víkur í Mýrdal og Hrífunes var áfram lokaður í nótt, en í athugun er að opna hann innan tíðar. Vísindamenn eru þessa stundina að vinna úr nýjum upplýsingum um flughorfur í dag og varðandi millilandaflugið er sérstaklega verið að kanna hvort hægt verði að beina Evrópuvélunum til Akureyrar í dag. Innanlandsflugi Flugfélags Íslands hefur verið frestað farm yfir hádegi. Aska frá eldstöðinni hefur borist víða um land þrátt fyrir norðlæga átt, sem stafar af því að háloftavindar hafa borið öskuna i aðrar áttir en lágvindarnir blása. Vesturland, Vestfirðir og Norðurland vestra hafa þó sloppið, eftir því sem fréttastofan kemst næst. Aska fór að falla á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleitið en verulega dró úr því í nótt. Öskubólstrar sáust þó á austurhimninum frá borginni séð, undir morgun. Aska hefur líka fallið á Akureyri. Þá lentu bátar, sem fóru út frá Vestmannaeyjum og Höfn í Hornafirði í nótt í öskufalli. Spáð er hvassri norðan eða norðaustanátt á landinu í dag þannig að búist er við að lágvindar beri talsvert af öskunni á haf út. Vegna bilunar í eftirlitsvél Landhelgisgæslunnar, sem er búin fullkomnum tækjum til að fylgjast með eldgosum, hefur ekki verið hægt að nota hana til að kanna eldstöðvarnar, því varahluturinn, sem vantar, kemst ekki til landsins. Skólahald fellur niður í Hvolsskóla á Hvolsvelli í dag og sömuleiðis á Kirkjubæjarklaustri og í grunnskólanum í Vestmannaeyjum, vegna öskufalls, og starfsdagur er í skólanum í Vík í Mýrdal í dag. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Helstu fréttir Innlent Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Gosmökkurinn úr Grímsvötnum hefur lækkað jafnt og þétt í nótt og nær nú innan við tíu kílómetra hæð, en fór í hátt í tuttugu kílómetra hæð í fyrrinótt. Þá hefur verulega dregið úr skjálftavirkni á svæðinu í nótt, en gosórói er nokkuð stöðugur þannig að ekki sér fyrir endalok gossins. Það er líka töluvert öskufall á Kirkjubæjarklaustri þessa stundina og víðar á Suðurlandi. Margir hjálparsveitarmenn og lögreglumenn eru til taks í grennd við gosið, en engin sjúkraútköll eða hjálparbeiðnir bárust í nótt, samkvæmt upplýsingum Samhæfingarstöðvar Almannavarna, sem var mönnuð í nótt. Hringvegurinn á milli Víkur í Mýrdal og Hrífunes var áfram lokaður í nótt, en í athugun er að opna hann innan tíðar. Vísindamenn eru þessa stundina að vinna úr nýjum upplýsingum um flughorfur í dag og varðandi millilandaflugið er sérstaklega verið að kanna hvort hægt verði að beina Evrópuvélunum til Akureyrar í dag. Innanlandsflugi Flugfélags Íslands hefur verið frestað farm yfir hádegi. Aska frá eldstöðinni hefur borist víða um land þrátt fyrir norðlæga átt, sem stafar af því að háloftavindar hafa borið öskuna i aðrar áttir en lágvindarnir blása. Vesturland, Vestfirðir og Norðurland vestra hafa þó sloppið, eftir því sem fréttastofan kemst næst. Aska fór að falla á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleitið en verulega dró úr því í nótt. Öskubólstrar sáust þó á austurhimninum frá borginni séð, undir morgun. Aska hefur líka fallið á Akureyri. Þá lentu bátar, sem fóru út frá Vestmannaeyjum og Höfn í Hornafirði í nótt í öskufalli. Spáð er hvassri norðan eða norðaustanátt á landinu í dag þannig að búist er við að lágvindar beri talsvert af öskunni á haf út. Vegna bilunar í eftirlitsvél Landhelgisgæslunnar, sem er búin fullkomnum tækjum til að fylgjast með eldgosum, hefur ekki verið hægt að nota hana til að kanna eldstöðvarnar, því varahluturinn, sem vantar, kemst ekki til landsins. Skólahald fellur niður í Hvolsskóla á Hvolsvelli í dag og sömuleiðis á Kirkjubæjarklaustri og í grunnskólanum í Vestmannaeyjum, vegna öskufalls, og starfsdagur er í skólanum í Vík í Mýrdal í dag.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Helstu fréttir Innlent Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira