Gosmökkurinn lækkar jafnt og þétt 23. maí 2011 06:50 Eldgosið í Grímsvötnum. Gosmökkurinn úr Grímsvötnum hefur lækkað jafnt og þétt í nótt og nær nú innan við tíu kílómetra hæð, en fór í hátt í tuttugu kílómetra hæð í fyrrinótt. Þá hefur verulega dregið úr skjálftavirkni á svæðinu í nótt, en gosórói er nokkuð stöðugur þannig að ekki sér fyrir endalok gossins. Það er líka töluvert öskufall á Kirkjubæjarklaustri þessa stundina og víðar á Suðurlandi. Margir hjálparsveitarmenn og lögreglumenn eru til taks í grennd við gosið, en engin sjúkraútköll eða hjálparbeiðnir bárust í nótt, samkvæmt upplýsingum Samhæfingarstöðvar Almannavarna, sem var mönnuð í nótt. Hringvegurinn á milli Víkur í Mýrdal og Hrífunes var áfram lokaður í nótt, en í athugun er að opna hann innan tíðar. Vísindamenn eru þessa stundina að vinna úr nýjum upplýsingum um flughorfur í dag og varðandi millilandaflugið er sérstaklega verið að kanna hvort hægt verði að beina Evrópuvélunum til Akureyrar í dag. Innanlandsflugi Flugfélags Íslands hefur verið frestað farm yfir hádegi. Aska frá eldstöðinni hefur borist víða um land þrátt fyrir norðlæga átt, sem stafar af því að háloftavindar hafa borið öskuna i aðrar áttir en lágvindarnir blása. Vesturland, Vestfirðir og Norðurland vestra hafa þó sloppið, eftir því sem fréttastofan kemst næst. Aska fór að falla á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleitið en verulega dró úr því í nótt. Öskubólstrar sáust þó á austurhimninum frá borginni séð, undir morgun. Aska hefur líka fallið á Akureyri. Þá lentu bátar, sem fóru út frá Vestmannaeyjum og Höfn í Hornafirði í nótt í öskufalli. Spáð er hvassri norðan eða norðaustanátt á landinu í dag þannig að búist er við að lágvindar beri talsvert af öskunni á haf út. Vegna bilunar í eftirlitsvél Landhelgisgæslunnar, sem er búin fullkomnum tækjum til að fylgjast með eldgosum, hefur ekki verið hægt að nota hana til að kanna eldstöðvarnar, því varahluturinn, sem vantar, kemst ekki til landsins. Skólahald fellur niður í Hvolsskóla á Hvolsvelli í dag og sömuleiðis á Kirkjubæjarklaustri og í grunnskólanum í Vestmannaeyjum, vegna öskufalls, og starfsdagur er í skólanum í Vík í Mýrdal í dag. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Helstu fréttir Innlent Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
Gosmökkurinn úr Grímsvötnum hefur lækkað jafnt og þétt í nótt og nær nú innan við tíu kílómetra hæð, en fór í hátt í tuttugu kílómetra hæð í fyrrinótt. Þá hefur verulega dregið úr skjálftavirkni á svæðinu í nótt, en gosórói er nokkuð stöðugur þannig að ekki sér fyrir endalok gossins. Það er líka töluvert öskufall á Kirkjubæjarklaustri þessa stundina og víðar á Suðurlandi. Margir hjálparsveitarmenn og lögreglumenn eru til taks í grennd við gosið, en engin sjúkraútköll eða hjálparbeiðnir bárust í nótt, samkvæmt upplýsingum Samhæfingarstöðvar Almannavarna, sem var mönnuð í nótt. Hringvegurinn á milli Víkur í Mýrdal og Hrífunes var áfram lokaður í nótt, en í athugun er að opna hann innan tíðar. Vísindamenn eru þessa stundina að vinna úr nýjum upplýsingum um flughorfur í dag og varðandi millilandaflugið er sérstaklega verið að kanna hvort hægt verði að beina Evrópuvélunum til Akureyrar í dag. Innanlandsflugi Flugfélags Íslands hefur verið frestað farm yfir hádegi. Aska frá eldstöðinni hefur borist víða um land þrátt fyrir norðlæga átt, sem stafar af því að háloftavindar hafa borið öskuna i aðrar áttir en lágvindarnir blása. Vesturland, Vestfirðir og Norðurland vestra hafa þó sloppið, eftir því sem fréttastofan kemst næst. Aska fór að falla á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleitið en verulega dró úr því í nótt. Öskubólstrar sáust þó á austurhimninum frá borginni séð, undir morgun. Aska hefur líka fallið á Akureyri. Þá lentu bátar, sem fóru út frá Vestmannaeyjum og Höfn í Hornafirði í nótt í öskufalli. Spáð er hvassri norðan eða norðaustanátt á landinu í dag þannig að búist er við að lágvindar beri talsvert af öskunni á haf út. Vegna bilunar í eftirlitsvél Landhelgisgæslunnar, sem er búin fullkomnum tækjum til að fylgjast með eldgosum, hefur ekki verið hægt að nota hana til að kanna eldstöðvarnar, því varahluturinn, sem vantar, kemst ekki til landsins. Skólahald fellur niður í Hvolsskóla á Hvolsvelli í dag og sömuleiðis á Kirkjubæjarklaustri og í grunnskólanum í Vestmannaeyjum, vegna öskufalls, og starfsdagur er í skólanum í Vík í Mýrdal í dag.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Helstu fréttir Innlent Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira