Eyjólfur: Ekki ákjósanlegt Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar 9. júní 2011 10:00 Eyjólfur Sverrisson var vitanlega ekki ánægður þegar ljóst varð að æfing U-21 landsliðsins í morgun gat ekki farið fram eins og áætlað var. Það hefur mikið rignt í Álaborg síðan í gærkvöldi og völlurinn á floti. Engu að síður á að reyna að æfa síðdegis. Landsliðið ætlaði einnig að æfa í gærkvöldi en þeirri æfingu var einnig aflýst þar sem að för hópsins til Danmerkur seinkaði vegna verkfallsaðgerða flugvirkja Icelandair í gærmorgun. „Þetta er ekki ákjósanlegt fyrir okkur enda höfum við ekki margar æfingar til að skerpa á okkar leik og fara yfir þau atriði sem við viljum hafa á hreinu," sagði Eyjólfur en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. „Það eru nokkur atriði sem við viljum hafa á hreinu - í vörn, sókn og föst leikatriði. Við verðum því að pakka þessu á færri æfingar og vera skipulagðir." Landsliðið kom seint í gærkvöldi til Álaborgar. Til stóð að fljúga frá Kaupmannahöfn en vegna seinkunnar á fluginu frá Keflavík missti hópurinn af tengifluginu. Við tók því sex tíma rútuferð til Álaborgar og voru leikmenn þreyttir í morgun að sögn Eyjólfs. „Já, þeir voru nokkuð þreyttir í morgun og nú eru tveir orðnir veikir," sagði hann og átti við þá Gylfa Þór Sigurðsson og Kolbein Sigþórsson. „Það er einhver smá pest í þeim en ég held að það sé ekkert alvarlegt og að það gangi fljótt yfir." „Það er líka þess vegna sem ég tel það ekki hentugt fyrir þá að fara út í svona veður. Ég vil heldur ekki að þetta smitist út." Hann segir þó mikla tilhlökkum ríkja í hópnum fyrir fyrsta leik Íslands á mótinu en það verður gegn Hvíta-Rússlandi á laugardaginn. „Strákarnir eru staðráðnir í að sýna sitt rétta andlit og vera Íslandi til sóma." Skroll-Íþróttir Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Eyjólfur Sverrisson var vitanlega ekki ánægður þegar ljóst varð að æfing U-21 landsliðsins í morgun gat ekki farið fram eins og áætlað var. Það hefur mikið rignt í Álaborg síðan í gærkvöldi og völlurinn á floti. Engu að síður á að reyna að æfa síðdegis. Landsliðið ætlaði einnig að æfa í gærkvöldi en þeirri æfingu var einnig aflýst þar sem að för hópsins til Danmerkur seinkaði vegna verkfallsaðgerða flugvirkja Icelandair í gærmorgun. „Þetta er ekki ákjósanlegt fyrir okkur enda höfum við ekki margar æfingar til að skerpa á okkar leik og fara yfir þau atriði sem við viljum hafa á hreinu," sagði Eyjólfur en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. „Það eru nokkur atriði sem við viljum hafa á hreinu - í vörn, sókn og föst leikatriði. Við verðum því að pakka þessu á færri æfingar og vera skipulagðir." Landsliðið kom seint í gærkvöldi til Álaborgar. Til stóð að fljúga frá Kaupmannahöfn en vegna seinkunnar á fluginu frá Keflavík missti hópurinn af tengifluginu. Við tók því sex tíma rútuferð til Álaborgar og voru leikmenn þreyttir í morgun að sögn Eyjólfs. „Já, þeir voru nokkuð þreyttir í morgun og nú eru tveir orðnir veikir," sagði hann og átti við þá Gylfa Þór Sigurðsson og Kolbein Sigþórsson. „Það er einhver smá pest í þeim en ég held að það sé ekkert alvarlegt og að það gangi fljótt yfir." „Það er líka þess vegna sem ég tel það ekki hentugt fyrir þá að fara út í svona veður. Ég vil heldur ekki að þetta smitist út." Hann segir þó mikla tilhlökkum ríkja í hópnum fyrir fyrsta leik Íslands á mótinu en það verður gegn Hvíta-Rússlandi á laugardaginn. „Strákarnir eru staðráðnir í að sýna sitt rétta andlit og vera Íslandi til sóma."
Skroll-Íþróttir Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira