Atli Gíslason: Virði skoðanir Geirs en er ósammála honum Boði Logason skrifar 6. júní 2011 20:03 Atli Gíslason Atli Gíslason, þingmaður utan þingflokks á Alþingi, segist virða skoðanir Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra en sé ósammála honum. Þingfesting í máli Alþingis gegn honum fer fram á morgun fyrir Landsdómi. Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi í dag að Atli, ásamt Steingrími J. Sigfússyni og Ögmundi Jónassyni, bæru höfuðábyrgð á réttarhöldunum gegn sér, sem hann sagði að væru fyrstu pólitísku réttarhöldin Íslandi. "Ég virði skoðanir Geirs [Haarde, innsk.blm.], en ég er ósammála honum," segir Atli. „Ég lít svo á að nefndin [þingmannanefndin innsk.blm.] hafi tekið faglega ákvörðun, það eru skiptar skoðanir um það. Við fengum mjög færa lögvísindamenn til að ráðleggja okkur í þessari nefnd og ég taldi mig skila faglegri niðurstöðu," segir Atli. „Að þetta séu pólitísk réttarhöld, ég er bara ósammála þeim ummælum," segir Atli. Á fundinum í dag sagði Geir að einhverjir þeirra sem bæru höfuðábyrgð á ákærunni virtust vera komnir með bakþanka. Steingrímur hefði sagt í norsku blaði að hann teldi það rangt að Geir yrði einn ákærður fyrir landsdómi. Svipað hafi Atli sagt í viðtali við Fréttablaðið. „Þetta er bæði ósvífni og hræsni. Báðir þessir menn gátu - alveg eins og mannréttindaráðherrann og aðrir þingmenn sem greitt höfðu atkvæði með ákæru - stöðvað málið á Alþingi eftir að ljóst var orðið að búið væri að fella nöfn þriggja einstaklinga út úr tillögunni. Við lokaatkvæðagreiðslu um tillöguna svo breytta, greiddu þeir hins vegar beinlínis atkvæði með því að ákæra aðeins einn mann," sagði Geir í dag. „Í ljósi alls þessa má segja að það fari ekki illa á því að það skuli vera þeir Atli Gíslason, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson ásamt fylgdarliði sem ábyrgð bera á fyrstu pólitísku réttarhöldunum á Íslandi," sagði Geir ennfremur. Landsdómur Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Atli Gíslason, þingmaður utan þingflokks á Alþingi, segist virða skoðanir Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra en sé ósammála honum. Þingfesting í máli Alþingis gegn honum fer fram á morgun fyrir Landsdómi. Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi í dag að Atli, ásamt Steingrími J. Sigfússyni og Ögmundi Jónassyni, bæru höfuðábyrgð á réttarhöldunum gegn sér, sem hann sagði að væru fyrstu pólitísku réttarhöldin Íslandi. "Ég virði skoðanir Geirs [Haarde, innsk.blm.], en ég er ósammála honum," segir Atli. „Ég lít svo á að nefndin [þingmannanefndin innsk.blm.] hafi tekið faglega ákvörðun, það eru skiptar skoðanir um það. Við fengum mjög færa lögvísindamenn til að ráðleggja okkur í þessari nefnd og ég taldi mig skila faglegri niðurstöðu," segir Atli. „Að þetta séu pólitísk réttarhöld, ég er bara ósammála þeim ummælum," segir Atli. Á fundinum í dag sagði Geir að einhverjir þeirra sem bæru höfuðábyrgð á ákærunni virtust vera komnir með bakþanka. Steingrímur hefði sagt í norsku blaði að hann teldi það rangt að Geir yrði einn ákærður fyrir landsdómi. Svipað hafi Atli sagt í viðtali við Fréttablaðið. „Þetta er bæði ósvífni og hræsni. Báðir þessir menn gátu - alveg eins og mannréttindaráðherrann og aðrir þingmenn sem greitt höfðu atkvæði með ákæru - stöðvað málið á Alþingi eftir að ljóst var orðið að búið væri að fella nöfn þriggja einstaklinga út úr tillögunni. Við lokaatkvæðagreiðslu um tillöguna svo breytta, greiddu þeir hins vegar beinlínis atkvæði með því að ákæra aðeins einn mann," sagði Geir í dag. „Í ljósi alls þessa má segja að það fari ekki illa á því að það skuli vera þeir Atli Gíslason, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson ásamt fylgdarliði sem ábyrgð bera á fyrstu pólitísku réttarhöldunum á Íslandi," sagði Geir ennfremur.
Landsdómur Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira