Elsta kampavín heimsins sló verðmet 5. júní 2011 07:41 Eftir að hafa legið í 170 ár á botni Eystrasalts var flaska af kampavíni slegin á 30.000 evrur eða 5 milljónir kr. á uppboði í Finnlandi. Þetta er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir flösku af kampavíni í sögunni. Kafarar sem sérhæfa sig í leit að skipsflökum duttu s.l. vetur í lukkupottinn í Eystrasalti nálægt Álandseyjum. Þar fundu þeir hátt í 200 ára gamalt skipsflak sem fulllestað var með eðalkampavíni. Kampavínið sem hér um ræðir er af tegundunum Veuve Clicquet (Gula ekkjan) og Juglar og það er enn í drykkjarhæfu ástandi, raunar mjög góðu ástandi að sögn þeirra sérfræðinga sem fengið hafa að bragða á því. Það hefur legið í ísköldum sjó og fengið að þroskast allan þennan tíma. Talið er að skipið hafi farist um miðja nítjándu öld en um er að ræða 23 metra langt tréskip sem var á leið til Pétursborgar. Það var flaska af Gulu ekkjunni sem greiddar voru fimm milljónir kr. fyrir en tvær aðrar flöskur sem boðnar voru upp saman voru slegnar á 54.000 evrur eða ríflega 8 milljónir kr. Andvirði þess sem fékkst á uppboðinu verður notað til að bæta umhverfi hafsins í kringum Álandseyjar þar sem flöskurnar fundust. Fyrra verðmet fyrir staka flösku af kampavíni var sett í Hong Kong í fyrra. Þá var flaska af Krug frá árinu 1928 seld á uppboði fyrir 2,4 milljónir kr. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Eftir að hafa legið í 170 ár á botni Eystrasalts var flaska af kampavíni slegin á 30.000 evrur eða 5 milljónir kr. á uppboði í Finnlandi. Þetta er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir flösku af kampavíni í sögunni. Kafarar sem sérhæfa sig í leit að skipsflökum duttu s.l. vetur í lukkupottinn í Eystrasalti nálægt Álandseyjum. Þar fundu þeir hátt í 200 ára gamalt skipsflak sem fulllestað var með eðalkampavíni. Kampavínið sem hér um ræðir er af tegundunum Veuve Clicquet (Gula ekkjan) og Juglar og það er enn í drykkjarhæfu ástandi, raunar mjög góðu ástandi að sögn þeirra sérfræðinga sem fengið hafa að bragða á því. Það hefur legið í ísköldum sjó og fengið að þroskast allan þennan tíma. Talið er að skipið hafi farist um miðja nítjándu öld en um er að ræða 23 metra langt tréskip sem var á leið til Pétursborgar. Það var flaska af Gulu ekkjunni sem greiddar voru fimm milljónir kr. fyrir en tvær aðrar flöskur sem boðnar voru upp saman voru slegnar á 54.000 evrur eða ríflega 8 milljónir kr. Andvirði þess sem fékkst á uppboðinu verður notað til að bæta umhverfi hafsins í kringum Álandseyjar þar sem flöskurnar fundust. Fyrra verðmet fyrir staka flösku af kampavíni var sett í Hong Kong í fyrra. Þá var flaska af Krug frá árinu 1928 seld á uppboði fyrir 2,4 milljónir kr.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira