Handbolti

Ísland í riðli með Króatíu, Noregi og Slóveníu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björgvin og Hreiðar fagna sigrinum gegn Austurríki á dögunum
Björgvin og Hreiðar fagna sigrinum gegn Austurríki á dögunum Mynd/Pjetur
Ísland verður með Króatíu, Noregi og Slóveníu í D-riðli í úrslitakeppni Evrópumótsins í handknattleik sem fram fer í Serbíu í janúar 2012. Leikir Íslands fara fram í borginni Vrsac í austurhluta Serbíu.

Riðill A

1. Pólland

2. Danmörk

3. Serbía

4. Slóvakía

Leikið verður í Belgrad

Riðill B

1. Þýskaland

2. Svíþjóð

3. Tékkland

4. Makedónía

Leikið verður í Nis

Riðill C

1. Frakkland

2. Ungverjaland

3. Spánn

4. Rússland

Leikið verður í Novi Sad

Riðill D

1. Króatía

2. Noregur

3. Ísland

4. Slóvenía

Leikið verður í Vrsac

Það hlýtur að vera gleðiefni að Ísland hafi sloppið við að mæta Frökkum í riðlakeppninni. Franska landsliðið hefur verið nánast ósigrandi undanfarin ár og handhafi allra stærstu titla sem í boði eru.

Hafa verður í huga að Króatar og Slóvenar munu væntanlega njóta góðs stuðnings áhorfenda á mótinu í Serbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×