Fótbolti

Boateng hefur samið við Bayern München

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Boateng er orðinn leiður á því að spila í bakvarðarstöðunni
Boateng er orðinn leiður á því að spila í bakvarðarstöðunni Mynd/Getty Images
Þýski landsliðsmaðurinn Jermoe Boateng sem er á mála hjá Manchester City hefur samþykkt fjögurra ára samning við Bayern München. Félögin eiga þó enn eftir að komast að samkomulagi.

Boateng sem á ættir að reka til Ghana gekk til liðs við Manchester City frá Hamburg á síðasta ári. Hann skrifaði undir fimm ára samning við félagið. Honum hefur reynst erfitt að tryggja sér fast sæti í liði City.

„Það er satt að ég hef samþykkt fjögurra ára samning við Bayern München. Þetta stendur og fellur með Manchester City,“ sagði Boateng við þýska dagblaðið Kicker.

Boateng segir lykilatriði að hjá Bayern fái hann að spila sína uppáhaldsstöðu, miðvörð.

„Draumur minn er að tryggja mér sæti í byrjunarliði, vonandi hjá Bayern. Svo vil ég verða Evrópumeistari með Þýskalandi,“ sagði Boateng.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×