Handbolti

Aron búinn að vera flottur í Höllinni á þessu ári

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Mynd/Pjetur
Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson er búinn að spila mjög vel í þeim fjórum leikjum sem íslenska karlalandsliðið hefur spilað í Laugardalshöllinni á þessu ári.

Aron skoraði 8 mörk úr 9 skotum í sigrinum á Austurríki á sunnudaginn og hefur alls skorað 27 mörk úr 41 skoti í þremur sigrum á Þýskalandi og einum sigri á Austurríki á árinu 2011.

Þetta gerir 6,8 mörk að meðaltali og 66 prósent skotnýtingu en ekkert marka Arons hefur komið af vítalínunni og flest hefur hann skorað með þrumuskotum.

Aron hefur alls skorað 119 mörk í 42 landsleikjum og er því með 2,4 mörk að meðaltali í öðrum landsleikjum sínum.





Leikir Arons í Laugardalshöllinni á árinu 2011:27-23 sigur á Þjóðverjum 7. janúar

5 mörk úr 9 skotum - 56 prósent

31-27 sigur á Þjóðverjum 8. janúar

6 mörk úr 12 skotum - 50 prósent

36-31 sigur á Þjóðverjum 9. mars

8 mörk úr 11 skotum - 73 prósent

44-29 sigur á Austurríki 12. júní

8 mörk úr 9 skotum - 89 prósent

Samanlagt:

27 mörk úr 41 skoti - 66 prósent




Fleiri fréttir

Sjá meira


×