Góður gangur í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 28. júní 2011 20:48 Mynd: www.svfr.is Í gærkveldi voru komnir 65 laxar á land úr Elliðaánum. Þetta samsvarar rúmlega tveimur löxum á hverja dagsstöng frá því að veiði hófst þann 21. júní. Samkvæmt veiðivörðum er ástandið prýðisgott. 28 laxar gengu fram teljarann í nótt, og flugustangir byrjaðar að fá kvótann ofan Árbæjarstíflu. Straumur fer nú smá saman stækkandi og ef veiðin nú gefur vísbendingar um það sem koma skal, er engu að kvíða með árnar í sumar. Líkt og áður segir eru komnir 65 laxar á land, og þýðir samsvarar því að veiddir laxar eru tveir á hvern stangardag. Þess má geta að meðal manna gengur nú skemmtilegt myndskeið tekið í ánum fyrir skömmu. Þar festi veiðimaðurinn myndavél á sig áður en lax tekur. Hér er linkur þar sem hægt er að sjá myndskeiðið: http://www.youtube.com/user/TheChrysophylax#p/a/u/0/-LmZb2g0QD0 Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Talið niður í fyrsta veiðidag 2018 Veiði
Í gærkveldi voru komnir 65 laxar á land úr Elliðaánum. Þetta samsvarar rúmlega tveimur löxum á hverja dagsstöng frá því að veiði hófst þann 21. júní. Samkvæmt veiðivörðum er ástandið prýðisgott. 28 laxar gengu fram teljarann í nótt, og flugustangir byrjaðar að fá kvótann ofan Árbæjarstíflu. Straumur fer nú smá saman stækkandi og ef veiðin nú gefur vísbendingar um það sem koma skal, er engu að kvíða með árnar í sumar. Líkt og áður segir eru komnir 65 laxar á land, og þýðir samsvarar því að veiddir laxar eru tveir á hvern stangardag. Þess má geta að meðal manna gengur nú skemmtilegt myndskeið tekið í ánum fyrir skömmu. Þar festi veiðimaðurinn myndavél á sig áður en lax tekur. Hér er linkur þar sem hægt er að sjá myndskeiðið: http://www.youtube.com/user/TheChrysophylax#p/a/u/0/-LmZb2g0QD0
Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Talið niður í fyrsta veiðidag 2018 Veiði